Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 26
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Skeifan 4 S. 588 1818 Nigel Lawson var fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher á Bretlandi 1983-89. Við hann er kennd sú hugmynd, að halli á viðskiptum við útlönd skipti litlu sem engu máli, sé til hans stofnað mestanpart í einkageiran- um. Þessi hugmynd er eftirtektar- verð meðal annars vegna þess, að hún virðist eiga sér ýmsa áhang- endur hér heima. Lawson kannað- ist að vísu við það, að mikill halli á viðskiptum getur verið grafalvar- legt mál, ef ríkið hefur stofnað til hallans með lántökum í útlöndum. Ástæðan liggur í augum uppi. Ríkið þarf að verja erlenda láns- fénu svo vel sem verða má, þar eð annars munu skattgreiðendur sitja í súpunni. Lawson leit svo á, að öðru máli gegndi um viðskipta- halla, ef einkafyrirtæki og heimili hefðu tekið erlendu lánin á eigin spýtur. Ef fyrirtækin og heimilin hirtu ekki um að verja lánsfénu til hagfelldra framkvæmda, sætu þau sjálf í súpunni, ef illa færi. Öðrum kæmi málið ekki við. Þetta var hugsun Lawsons, og hún reyndist röng. Hér eru rökin. Hugsum okkur, að allir Íslend- ingar keyptu sér jeppa og tækju lán fyrir kaupunum í útlöndum fyrir milligöngu íslenzkra banka. Hugsum okkur líka, að hálf þjóðin næði ekki að standa í skilum við bankana. Ekki dygði þá að skila jeppunum, því að þeir hröpuðu í verði um leið og þeim var ekið út úr bílasölunum. Hver tæki þá skellinn? Erlendu lánardrottnarn- ir? Víst fengju þeir skell, en það væri ekki allt og sumt. Erlendir bankar deila áhættunni vegna van- skila íslenzkra lántakenda með innlendum bönkum, svo að bank- arnir hér heima myndu þurfa að axla hluta útlánatapsins. En þeir eru nú einkabankar, hefði Lawson sagt, og það er þeirra mál, hvort þeir komast í kröggur eða ekki. Þarna liggur villan hjá Lawson. Það er ekki einkamál bankanna, hversu vel þeir vanda til útlána sinna, hvorki ríkisbanka né einka- banka. Hér er vandinn sá, að einka- bankar geta með ýmsu móti velt útlánatapi yfir á viðskiptavini sína líkt og ríkisbankar, einnig yfir á þá viðskiptamenn, sem stóðu í skilum. Hvernig? Til þess eru tvær leiðir færar. Bankarnir geta í fyrsta lagi velt tapinu yfir á aðra með því að auka vaxtamuninn (lækka innláns- vexti og hækka útlánsvexti), og þann kostnaðarauka þurfa allir við- skiptavinir bankanna að bera, eink- um þeir, sem stóðu í skilum, því að hinir eru lakari borgunarmenn. Einmitt þetta hafa bankarnir hér heima gert um margra áratuga skeið. Gömlu ríkisbankarnir þöktu mikið útlánatap vegna misheppn- aðra lánveitinga með miklum vaxtamun, og viðskiptavinir bank- anna fengu ekki rönd við reist, því að þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Þetta var fyrir daga einka- væðingar og erlendrar samkeppni í bankakerfinu. Einkabankar geta í annan stað velt útlánatapi yfir á skattgreið- endur, einkum ef tapið er mikið, því að þá er líklegast, að ríkisvald- ið telji nauðsynlegt að skipta sér af málinu til að forða frekari skakka- föllum, jafnvel hruni. Til þessa kom þó ekki hér heima þrátt fyrir mikið útlánatap bankanna árin kringum 1990, þegar afskriftir tap- aðra útlána hér voru svipaðar miðað við landsframleiðslu og ann- ars staðar um Norðurlönd, og þar geisaði bankakreppa, sem kallaði á dýrar björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda. Ríkið komst hjá því að skakka leikinn hér heima vegna þess, að ríkisbankarnir gátu gengið að viðskiptavinum sínum með miklum vaxtamun, meiri vaxtamun en hefði getað gengið í nálægum löndum, þar sem innlend og erlend samkeppni á bankamark- aði var og er meiri. Reynslan sýnir, að einkarekstur banka veitir almenningi enga hald- bæra tryggingu gegn áföllum vegna of mikillar skuldasöfnunar einkageirans innan lands eða utan. Einkabankar geta varpað byrðinni á saklausa vegfarendur, ef í harð- bakkann slær. Einkabankar eru yfirleitt ólíklegri en ríkisbankar til að tapa fé, þess vegna voru bankarnir hér heima færðir úr ríkiseigu í einkaeign til betra sam- ræmis við skipan bankamála í öðrum löndum, en einkageirinn er samt ekki óskeikull frekar en ríkið. Einkavæðing er ekki allra meina bót. Þess eru mörg dæmi utan úr heimi, að skuldasöfnun einkageir- ans hafi kallað kollsteypur yfir heil hagkerfi með tilheyrandi sam- drætti í framleiðslu og gengisfalli. Það gerðist t.d. í Mexíkó og Argentínu 1993-95 og nokkrum Asíulöndum 1997-98. Aðdragand- inn var alls staðar hinn sami: mikill uppgangur, mikill halli á viðskipt- um einkageirans við útlönd, mikl- ar og ört vaxandi erlendar skuldir, of lítill gjaldeyrisforði og almennt andvaraleysi. Skuldir og hallamál Í DAG VIÐSKIPTAHALLI OG ALL ÞAÐ ÞORVALDUR GYLFASON Reynslan sýnir, að einkarekst- ur banka veitir almenningi enga haldbæra tryggingu gegn áföllum vegna of mikillar skuldasöfnunar einkageirans innan lands eða utan. Einka- bankar geta varpað byrðinni á saklausa vegfarendur, ef í harðbakkann slær. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG Kallar á stefnubreytingu Þetta er göfugt markmið og það er svo sem allt hægt, en við erum lítil þjóð og það væri magnað ef þetta tækist. Ef þetta markmið á að ræt- ast þarf að breyta fjárveitingu til skólans og það þarf að gera stefnu- breytingar. Það ber að hafa í huga að þetta er langtímaverkefni og markmiðinu verður ekki náð á næstu árum. Lykillinn að þessari áætlun er fram- haldsnám, sem hefur hingað til verið afgangsstærð í háskólanum. Það er sáralítið í boði fyrir meistara- nema í flestum greinum og flestir þurfa að taka ein- hverja BA-kúrsa með auknum kröfum. Kennarar eru allir af vilja gerðir en hafa ekki tíma fyrir framhalds- nemana. Því þyrfti að breyta. Þá vaknar líka upp spurningin um fjöldatakmark- anir; háskólinn þarf að gera það upp við sig hvort hann vilji taka þær upp. Fjöldatakmarkanir eru líka hápólitískt mál og Alþingi þyrfti að ræða hreinskiln- islega hvort þær séu leið sem við viljum fara. Gunnar Hersveinn, heimspekingur Hverjar eru fórnirnar? Auðvitað er gott að setja sér mark- mið. En ég er ekki hrifinn af þeirri tilhneigingu að setja sér markmið til að komast á lista yfir þá bestu og finnst að leggja ætti meiri áherslu á samvinnu háskóla og þjóða. Ég óttast að mælikvarðarnir sem notaðir eru til að komast í hóp hinna „bestu“ séu allir raunvís- indalegir. Til að ná svona markmiði þarf sennilega að færa fórnir og þær gætu orðið á kostnað hug- og félagsvísinda. Ætli það vegi til dæmis þungt að efla íslenska sagnfræði, heimspeki, uppeldisfræði, kynja- fræði og rannsóknir í íslensku þegar keppt er að þessu markmiði? Og hverjir fá þá vísindastyrkina á næstu árum – aðrir en raunvísindamenn? Mér líst mjög vel á annan tón sem greina mátti í ræðu Krist- ínar rektors. Hann var á þá leið að við ættum að leita eftir lífshamingju sem felst í sátt við umhverfið og samfélagið. Mér finnst að HÍ ætti til dæmis að setja sér það markmið að efla sjálfbær samfélög. EFST Á BAUGI: HÍ VERÐI MEÐAL HUNDRAÐ BESTU SKÓLA HEIMS? Lokasprettur uppgjörstíma fyrirtækja er um þessar mund-ir. Hver methagnaðurinn á fætur öðrum lítur dagsins ljós.Methafinn í ár er Exista, félag sem lýtur stjórn bræðranna sem hafa byggt upp og stjórnað Bakkavör, frá því að það var lítið hrognasöltunarfyrirtæki til þess að verða alþjóðlegur matvælarisi tuttugu árum síðar. Sú vegferð er mikið ævintýri. Þeir bræður eru ekki einir um að hafa notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Á undraskömmum tíma hafa orðið til kaupsýslumenn sem hafa verulegt afl til að sækja fram og styðja við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Árið í fyrra var ár bankanna. Þeir skiluðu allir methagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu verulega. Við þessa hækkun hefur fjárhagsstaða félaga sem eiga stóra hluti í bönkunum eflst verulega. Afkoman einkennist vissulega af gengishagnaði, en þess gætir oft í umræðu að gengishagnaður sé ekki góður hagnaður. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Fjárfestar geta ekki búist við viðlíka gengishagnaði í framtíðinni og verið hefur að undanförnu, en ólíklegt er að stór hluti þess hagnaðar sem þegar hefur myndast hverfi. Afkoma Exista sýnir glöggt hver staðan er. Exista á ríflega fimmtungshlut í KB banka. Eigið fé félagsins er komið yfir hundrað milljarða og eiginfjárhlutfallið yfir sextíu prósent. Það þýðir að félagið gæti tekið á sig mikla gengislækkun á bréfum KB banka ef svo færi að veruleg áföll yrðu í starfseminni. Þetta skiptir verulegu máli þegar rætt er um stöðugleika fjármálakerfisins. Í eigendahópi bankanna allra eru afar fjár- sterkir aðilar sem hafa borð fyrir báru ef á móti blæs. Þegar litið er til afkomu banka og stærstu fjárfestingarfélaga sést að hagnaður þeirra er álíka mikill og fjárlög íslenska ríkisins, en það hefði engum dottið í hug fyrir örfáum misserum síðan að gæti orðið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að fagna þessum árangri. Hann sýnir að við höfum nýtt tímann vel meðan hagkerfið hér var í meiri uppsveiflu en í nágrannalöndunum. Sterk staða innanlands hefur verið nýtt til að sækja út. Þar hafa menn nýtt sér þau tækifæri sem leyndust á svartsýnni markaði, þar sem vextir eru í lágmarki. Slíkt virkar auðvitað ekki nema fjárfestingarnar séu arðsamari en fjár- magnskostnaðurinn, en sem betur fer virðist það raunin. Eitt af því sem áhyggjur hafa verið af er krosseignarhald á markaðnum. Eftir því sem best verður séð er slíkt ekki stórt vandamál og frekar úr því dregið en hitt. Vissulega er gagnkvæmt eignarhald milli Exista og KB banka, en eignin í KB banka er bókfærð á kaupvirði sem tryggir að hver króna í hagnaði KB banka ferðist ekki marga hringi í uppgjörum félaganna. Þegar vel gengur er ríkt í okkur að telja að það sem við blasir sé of gott til að vera satt. Þannig mátt sjá viðbrögð við lækkunum á gengi krónu og hlutabréfa, eins og um eitthvert hrun væri að ræða. Hlutabréfamarkaður sveiflast og jafnvel þótt vísitala hlutabréfa lækkaði um tug prósenta er tæplega hægt að tala um hrun eftir uppgang síðustu ára. Við höfum aldrei staðið sterkar og hvert sem litið er blasa við ný tækifæri. Og það sem meira er, við búum yfir þekkingu og fjárhagslegum styrk til að nýta þau. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Bankar og fjárfestingarfélög eru gríðarlega sterk. Árangurinn er fagnaðarefni Meðferðin á fátækum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerir notendagjöld í heilbrigðis- og tryggingakerfinu að umtalsefni á vefsíðu sinni síðasta dag febrúarmánaðar. Hann vísar til skýrslu sérfræðinga sem sýni að notenda- gjöldin séu ámóta líkleg til þess að draga úr nauðsynlegri og ónauðsynlegri þjónustu. Notendagjöld leiði til aukins ójafnaðar þar sem tekjulágir einstakl- ingar geti neyðst til þess að neita sér um nauðsynlega þjónustu, en dragi ekki úr heildarkostnaði við heilbrigðiskerfið. Kristinn dregur upp skýrslu Hagfræðinstofnunar HÍ frá 2003 og segir: „Ekkert bendir til þess að lönd sem hafa hlutfallslega há notenda- gjöld hafi jafnframt lægri heilbrigðisútgjöld eða að slík útgjöld aukist þar hægar en í þeim löndum þar sem notendagjöld eru lægri.“ Niðurstaða Kristins er því sú að not- endagjöld leggist þyngra á tekjulága og fátæka en aðra þjóðfélagshópa og eðlilegt sé að lækka hlut notendagjalda og færa hann yfir í almenna skattheimtu ríkisins. „Aðhaldið á kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu á að beinast að þeim 30 prósentum heildarútgjaldanna sem rannsóknir sýna að séu vegna óþarfra rannsókna, meðferða eða lyfja og eiga sér rætur í ákvörðunum heilbrigðis- starfsmannanna. En hlífum fátækum og börnum þeirra.“ Kristinn er áreiðanlega samnefnari skoðana þingflokks Fram- sóknarflokksins í þessu efni. Margar hliðar málsins Meira af þjóðfélagsrekstrinum. Guðmundur Magnússon blaðamaður og höfuðbloggari tekur upp málefni Háskóla Íslands í gær og þykir markið sett fullhátt að koma honum í röð 100 bestu háskóla í heimi. Því ekki að halda sig við Evrópu, spyr Guðmundur og leggur slóð fyrir lesendur að lista yfir hundrað bestu háskóla álfunnar. Á þeim lista eru allnokkrir háskólar á Norðurlöndum en enginn íslenskur. „Við Íslendingar sættum okkur ekki við annað en að vera alltaf í fremstu röð á öllum sviðum. Er það ekki svolítið barnalegt af örþjóð? Er ekki frekar ólíklegt að við getum skákað milljónaþjóðum á sviði mennta og vísinda? Þurfum við ekki að setja okkur raunhæf markmið ef við ætlum að ná þeim? Kosturinn við þetta tal um Háskóla Íslands og bestu skólana er að það neyðir okkur til að skoða ýmsar hliðar á rekstri og starfsemi íslenskra háskóla í gagnrýnu ljósi,“ segir Guðmundur á síðu sinni sem ber þann skemmtilega titil „Frá degi til dags“. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.