Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 2. mars, 61. dagur ársins 2006 Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.32 13.40 18.49 Akureyri 8.21 13.25 18.30 Fyrirlestur um tengsl mataræðis og blóðþrýstings verður haldinn í dag klukkan sex á annari hæð í Laugum. Farið verður yfir hvernig hægt er að ná árangri í blóð- þrýstingsmeðferð með breytingu á mataræði. Lagðar verða fram tillögur um matseðla. Fyrirlestur- inn er opinn öllum. Buxnadragtir eru það sem allar konur ættu að eiga í fataskápn- um þessa dagana. Vinsælustu dragtirnar í dag eru aðsniðnar með mjúkum línum. Sniðið er beint en dragtin á engu að síður að vera víð. Litirir eru allt frá klassísku gráu upp í sakleysisleg- an hvítan lit og allt þar á milli. Skipulagsdagar í Ikea eru nú að syngja sitt síðasta. Dögunum líkur 5. mars og óskipulagðir ættu því að nýta tækifærið og kaupa inn nokkra hluti til að koma lagi á heimilið. ALLT HITT [TÍSKA HEIMILI HEILSA] Sigurjón er mikið fyrir boli með ýmsum myndum og merkjum á. Hann er forfallinn bítlaaðdáandi og safnar allskonar bítladóti. ,,Bítlabolirnir mínir eru heilagir,“ segir Sigurjón Brink tónlistarmaður. Hann kveðst vera mikill bítlaað- dáandi og safna því ýmis- konar bítladóti. ,,Ég nota bolina mjög mikið og er far- inn að safna þeim. Ég keypti til dæmis nokkra í Dogma á Laugaveginum sem er frá- bær hljómsveitabolabúð og nú er ég að prófa að panta bítlaboli á netinu.“ Aðrar flíkur sem eru Sigurjóni kærar eru meðal annars þær sem kærastan hans hefur gefið honum. ,,Til dæmis jólagjöfin fyrir tveimur árum. Það er hlýr jakki sem ég var búinn að gleyma að ég ætti. Mér fannst ég ekki eiga neinn jakka þegar fór að kólna í veðri svo það kom sér mjög vel að finna þennan inni í skáp um daginn. Hann er mér kær þessa dagana en bítlabolirnir eru mér heil- agir. Þeir fá ekki að fara í þurrkarann, það er alveg pottþétt.“ Sigurjón kveðst hafa nokkuð hversdagslegan stíl. ,,Ég fer eiginlega aldrei í jakkaföt, það gerist ekki nema á mjög sérstökum stundum. Mér líður best í gallabuxum og þegar ég fer eitthvað spari skipti ég yfir- leitt bara jakkafatabuxun- um út fyrir gallabuxur en held öllu hinu. Síðan kýs ég að vera eiginlega alltaf í strigaskóm og er sjúkur í boli með alls konar mynd- um og dóti á, ég á eiginlega meira af því en mig grunar. Kærastan mín tekur nefni- lega sjötíu prósent af ská- paplássinu svo ég þarf að dreifa þessu víðar um húsið. Maður er af og til að finna eitthvað sem hafði alveg gleymst. Það er samt svolít- ið gaman, eiginlega eins og maður hafi farið að versla,“ segir Sigurjón að lokum. mariathora@frettabladid.is Bítlabolirnir eru heilagir Sigurjón í einum bítlabolanna sinna. Á píanóinu stendur forláta bítladiskur sem Sigurjón fékk að gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI IÐKENDUR SAHAJA-JÓGA KYNNA STARF SITT Á LAUGARDAGINN. Á laugardaginn er alþjóðlegi sahaja-jóga dagurinn sem er um leið alþjóðlegur Kundalini- vakningardagur, tileinkaður virkjun lífsorkunnar. Iðkendur sahaja-jóga víða um heim taka sig saman þennan dag og kynna starf sitt. Á Íslandi er hópur fólks sem stundar sahaja-jóga reglulega og kynnir það fyrir öðrum en þessi hópur hefur sjálfur mjög góða reynslu af því að stunda þetta jóga. Á laugardaginn mun hópurinn skipta sér í minni hópa sem verða á ferðinni í miðbænum frá klukkan 12.00 til þess að kynna sahaja-jóga fyrir fólki og veita því kundalini- vakningu á staðnum. Á laugardagskvöldið klukkan 20.00 verður svo haldið jógapartí í Listasetri Lafleur, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík. Þar geta gestir fengið ókeypis kynningu á sahaja-jóga með óformlegum hætti undir fallegri og afslappandi tónlist. Sahaja-jógadagur TÍSKUVIKA Í MÍLANÓ Nú eru tískuvikur í New York, London og Mílanó að baki. Sýningar Prada og Dolce og Gabbana voru einn af hápunktum tískuvikunnar í Mílanó. TÍSKA 2 SUMARLEGIR LITIR Vorið er handan við hornið og um að gera að lífga upp á fataskáp- inn. Flíkur og fylgihlutir í rósrauðum lit gera það svo sannarlega. TÍSKA 3 20% kynningarafsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.