Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 36

Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 36
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR8 Nemar á fyrsta og öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands ljúka brátt afar áhuga- verðu námskeiði í keramik- gerð. Námskeiðið hefur staðið yfir í fimm vikur en því lýkur í næstu viku. Á námskeiðinu áttu nemarn- ir að búa til ný form í keramik. Nemendur áttu síðan að hafa hina sérstöku Chindogu-hugmynda- fræði til hliðsjónar. Chindogu hefur verið skilgreint þannig að það sé uppgötvun á hlut sem leysi áveðið vandamál. Hins vegar hafa Chindogu-uppgötvanir þann hátt- inn á að sá sem notar uppgötvun- ina finnur það út að uppgötvunin býr til fleiri ný vandamál eða veld- ur það vandræðalegum uppákom- um að uppgötvunin hefur ekkert notkunargildi. Vegna þessa hefur Chindogu-hlutum stundum verið lýst sem ó-ónothæfum því ekki er hægt að kalla Chindogu-hluti not- hæfa. Nemendur í námskeiðið stígu þó ekki skrefið alveg til fulls heldur hafa þau Chindogu til við- miðunnar. Námskeiðið er afar fjölbreytt þar sem nemendur ráða miklu um verkefnaval sitt. Sem dæmi um keramikverk eftir nemendurna má nefna sveigða karöflu, pistasíuhnetuskál, dyrabjölluvasa og hnífaparastand. Upphengd salerni í miklu úrvali frá Villeroy & Boch ásamt handlaugum með Ceramicplus glerung. www.badheimar.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þetta lítur út fyrir að vera venjulegur blómapottur en er í raun hátalari fyrir dyrasíma. Frá keramikvinnustofunni í Listaháskóla Íslands. Beygð vínflaska sem auðveldar að hella úr henni. Keramik er haft inni í þessum ofni í tvo daga. Eftir þá brennslu er sérstakur gler- ungur settur á keramikið og það síðan aftur sett í ofninn til brennslu. Óhefðbundið keramik Einn af vöruhönnunarnemum Listaháskólans, Hafsteinn Júlíusson, hugar vandlega að keramikhönnun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.