Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 53

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 53
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heimilið } ■■■■ 17 Speglar geta gert heilmikið fyrir heimilið, sérstaklega ef notuð er rétt lýsing og litasamsetning með þeim. Í stóru og björtu rými auka speglar birtuna og gefa því kaldara yfirbragð. Í smærra rými, þar sem speglar eru notað- ir með dökkum litum, er rýminu gefin meiri dýpt og það stækkað. Spegla er hægt að nota á marga vegu og alger óþarfi að hengja þá bara á vegginn því vel er hægt að klæða húsgögnin með speglum, smíða úr þeim náttborð, snyrti- borð, hurðir og fleira. Speglar.. Olíuborin parkett- og trégólf á ekki að þvo í þrjátíu daga eftir að þau hafa verið olíuborin. Ef þrífa þarf gólfið skal nota lítið vatn og enga sápu. Mun betra er að nota þurr- þvegla eða ryksugu. Ef ryksuga er notuð skal gæta þess að burstinn undir henni rispi ekki gólfið. Á olíu- borið parkett á að nota feitar sápur eins og grænsápu eða aðrar sápur sem eru sérstaklega gerðar fyrir olíuborin gólf. Mikilvægt er að nota aldrei sterka sápu eða hreingerning- arlög á olíuborið parkett og auðvitað að olíubera parkettið reglulega til að ná hámarksendingu. Lökkuð parkett- og trégólf ætti að þrífa daglega með þurrþveglum eða ryksugu. Þó svo að það sé í lagi að þrífa parkett með vatni skal gæta þess að hafa tuskuna ekki rennandi blauta og þurrka gólfið á eftir. Á lakkað park- ett á aðeins að nota þar til gerðar sápur. Ef feitar sápur eru notaðar á lakkað yfirborð skilja þær eftir sig fituhúð á gólfinu sem gerir það að verkum að viðurinn lítur út fyrir að vera skítugri en hann var áður en hann var þrifinn. Hvernig á að þrífa parkettgólf? Laugavegi 87 Sími 511 2004 – 551 8740 Fermingar nálgast Dúnsængur og koddar í miklu úrvali ���������������������������������������� �� ��� ��������� ������������������������������������������������ ���������� ���������������������������������������������������� �������������� ������������� ��������������� ����������� ���������� ��������������������� NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.