Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 82
2. mars 2006 FIMMTUDAGUR42
maturogvin@frettabladid.is
Hættum að reykja í samfélagi á
vefnum þar sem allir fá styrk hver frá
öðrum og enginn þarf að standa
einn í baráttunni. Með sameiginlegu
átaki drepum við í fyrir fullt og allt.
Skráðu þig í átakið á vidbuin.is
Þar er auk þess hægt að finna
allar upplýsingar um málið.
viðbúin
tilbúin
stopp
www.vidbuin.is
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
ÍA
LY
F
3
1
5
2
4
0
3
/2
0
0
6
> Ekta ólífuolía
...frá Ĺ occitane
gerir matreiðsluna
sérlega spennandi
og svo bragðast hún
ógurlega vel.
Höfuðþrúga suðurafrískrar vín-
gerðar er pinotage. Vín úr henni
eru jafnan djúprauð, kröftug og
heit. Sumum finnst þau minna á
brennt gúmmí, á jákvæðan hátt
þó! Pinotage er blendingsþrúga
sem var búin til fyrir tæpri öld,
bræðingur pinot noir og cinsaut.
Prófessor Abraham Izak Per-
old gerði tilraunir til að bæta gæði
pinot noir þrúgunnar á víngarði í
héraðinu við Góðvonarhöfða árið
1925. Ekki er ljóst hverju prófess-
orinn vildi ná fram því hann skildi
engar skýrslur eftir sig. Flestir
telja að hann hafi verið að reyna
að bæta pinot noir þrúguna með
tilviljunarkenndum hætti því cins-
aut er mjög ólík þrúga en hefur þá
kosti að vera auðræktanleg og
sjúkdómalaus. Niðurstaðan var
óvænt, móðurþrúgurnar eru báðar
heldur litlausar en barnið pinotage
djúprautt.
Faðir þrúgunnar, Abraham Izak
Perold, fæddist í Höfðaborg árið
1880. Hann varð doktor í efna-
fræði frá þýskum háskóla og flug-
mæltur á tungur helstu vínþjóða
Evrópu. Hann varð prófessor í
efnafræði við Háskólann í Höfða-
borg og var sendur í mikinn leið-
angur á vegum stjórnvalda í Suður-
Afríku til að finna þær þrúgur í
gamla vínheiminum sem best gætu
fallið að afrískum skilyrðum.
Þegar hann kom úr leiðangrinum
var hann gerður að fyrsta prófess-
ornum í víngerð hjá Stellenbosch.
Síðar varð hann háskólarektor en
lést 1941 eftir langan og farsælan
feril í víngerð.
Afríska stjörnuþrúgan pinotage
Suður-afrísk vín eru jafnan
kraftmikil og bragð-
rík en meginástæð-
an fyrir vinsældun-
um er eflaust
hagstætt verð. Þótt
suður-afrísk vín séu
tiltölulega ný hér á
landi eru fram-
leiðendur þar-
lendis engir
nýgræðingar í
víngerð. Neder-
burg er eitt
stærsta vínhús
landsins og á sér
yfir 200 ára
sögu. Neder-
burg hefur hlot-
ið fleiri alþjóð-
leg verðlaun en
nokkur önnur
víngerð í land-
inu og verið í farar-
broddi með nýjung-
ar. Nederburg Shiraz
Pinotage hentar vel
með kjöti, sérstak-
lega grilluðu.
Nederburg Shir-
az Pinotage hefur
fengið góðar við-
tökur á Norður-
löndunum og
fengið góða
dóma í blöðum í
Danmörku. Má
nefna að Vina-
visen gaf því
fimm stjörnur
eða hæstu ein-
kunn.
Kynningar-
verð á suður-
afrískum
dögum 890 kr.
NEDERBURG:
Fimm stjörnu vín á 890 kr.!
Haukur Már Helgason, rithöfund-
ur, heimspekingur og kvikmynda-
gerðarmaður, eldar af og til svo-
kallað Úrsúlupasta.
„Það er nefnt eftir konu sem
kokkaði á leikskóla í Reykjavík
þar sem vinir mínir unnu. Þetta er
eðalréttur fyrir piparsveina,“
segir Haukur Már, sem var heima
með flensu þegar Fréttablaðið
ræddi við hann.
Haukur viðurkennir að vera
töluverður pastakarl en gerir þó
ekkert alltof mikið af því að elda
ofan í sig einan. Frekar vill hann
fá vini sína í heimsókn og elda líka
fyrir þá. „Pasta er svona leti-
kokkaskapur. Einhver mesta unun
í eldhúsi er þegar maður er alveg
blankur og neyðist til að baka
brauð í staðinn fyrir að kaupa það.
Að baka brauð og elda súpu er að
ég held munúðarfyllsta leiðin til
að elda. Ég kann meira að segja að
baka kanelsnúða líka,“ segir
Haukur.
„Maður þarf stundum að sleppa
fram af sér beislinu og það er eins
með bakstur og eldamennsku. Ef
maður vill gera brauð þarf maður
slatta af hveiti, smá ger, helling af
olíu og vatni og þá er ekki hægt að
klúðra því. Þótt það sé yndislegt
að standa í eldhúsi og baka er það
munaður sem maður leyfir sér
ekki nema í lok mánaðarins.“
ÚRSÚLUPASTA:
Pasta
Ólífuolía
Hvítlaukur
Ostur
Að sögn Hauks Más liggur mat-
seldin afar beint við þegar menn
vita af þessum hráefnum. Að við-
bættum ólífum og lauk er matur-
inn tilbúinn á borðið.
Úrsúlupasta í uppáhaldi
HAUKUR MÁR HELGASON Haukur reynir að sleppa fram af sér beislinu þegar kemur að
eldamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
„Nú þarf ég að hugsa mig vel um. Og þó,
það er ostur. Ég borða ost á hverjum einasta
degi og finnst hver tegund annarri betri.
Fyrsta minningin um mat?
Það er súkkulaðipáskakanína sem
ég fékk í Ameríku þegar ég var lítil.
Besta máltíð sem þú hefur
fengið?
Þær eru rosalega margar sem hafa
verið stórkostlegar. En ætli lunda-
veislan sem maðurinn minn efndi
einu sinni til standi ekki upp úr. Ég
borða lunda ekki oft, en hann var
mjög góður. Það er kannski kom-
inn tími til að endurtaka leikinn.
Er einhver matur sem þér finnst
vondur?
Já, mér finnst súrsaðir lundabagg-
ar hræðilegir og súrsaður matur
í heild sinni. Það voru sko engir
lundabaggar í lundaveislunni.
Leyndarmál úr eldhús-
skápunum?
Ég er með alls konar
töfrahráefni í til dæmis
bolognese-sósu, en þau gef
ég ekki upp.
Hvað borðar þú til að láta
þér líða betur?
Þá fæ ég mér góðan kaffi-
bolla, yfirleitt cafe-latte.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Ég á alltaf léttmjólk í kaffið, passa líka að eiga
alltaf fullan kryddskáp.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt tækir
þú með þér?
Það væri pítsan hans pabba. Hún er ofboðs-
lega góð.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð-
að?
Það hljóta að vera sniglar sem ég fékk á kín-
verskum veitingastað í Boston á sínum tíma og
hef enn ekki gert upp við mig hvort ég kunni
að meta þá eða ekki.
MATGÆÐINGURINN TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI
Súkkulaðikanínur og pítsan hans pabba