Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 83

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 83
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 43 Hvernig er stemning- in? Hressileg stemn- ing í anda Ameríku. Veggirnir eru prýddir myndum af leikurum frá Hollywood, fræg- um hafnaboltaköppum og fleiru áhugaverðu og til dæmis hangir skotapilsið hans Jóns Páls til sýnis á einum veggnum. Innréttingin er aðallega úr viði, bekkir og stólar prýddir leðri, umfram allt hlýleg og heimilisleg stemning. Tónlistin einkennist af gamaldags tónum frá fyrri áratugum í bland við íslenska slagara í anda Sálarinnar og Nýdanskrar. Ruby Tuesday-veit- ingastaðirnir hafa sprottið upp út um allan heim og alls staðar er sami fílingurinn. Matseðillinn: Það eru engir smáskammtar hér og alvöru hamborgarar, rif og steikur eru allsráðandi. Einnig er hægt að fá alls kyns samlokur, pastarétti, kjúklingasalöt og stærðarinnar sal- atbar þar sem hver getur valið það sem hann vill. Börnin fá svo eitt- hvað fyrir sinn smekk á barnamat- seðlinum en á honum má meðal annars finna fiskinagga, kjúklinga- lundir, spaghetti, hamborgara og ostborgara. Vinsælast: Rifin eru vinsælust enda klassísk- ur matur sem mettar vel. Með rif- unum fylgja annaðhvort franskar, bökuð kartafla eða ferskt salat eftir því sem viðskiptavinurinn kýs. Með öllum aðalréttum er svo hægt að fá ferskt salat úr salatbarnum gegn vægu gjaldi. Réttur dagsins: Boðið er upp á sérstakt hádegistil- boð sem er að stærstum hluta eins á hverjum degi. Þá eru á tilboði borgari dagsins, kjúklingasalat, pasta með kjúklingi, kjúklingasam- lokur, djúpsteikt ýsa eða salatbar sem samanstendur meðal annars af ávöxtum, grænmeti, pasta og kotasælu. Í amerískum anda VEITINGASTAÐURINN RUBY TUESDAY SKIPHOLTI 19 OG HÖFÐABAKKA 9 A Í S / n o t í F – Mest lesið Auglýsing í Fréttablaðinu virkar einfaldlega betur Fréttablaðið kemur skilaboðum þínum og fyrirtækis þíns til fleiri lesenda en nokkuð annað dagblað. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 43% fleiri Íslendingar undir 50 ára Fréttablaðið en Morgunblaðið. Það gefur augaleið að auglýsingu þinni er best borgið í því dagblaði sem flestir lesa. * S k v . F jö lm ið la k ö n n u n G a llu p ja n ú a r 2 0 0 6 . Nærð þú athygli alls hópsins? F í t o n / S Í A F I 0 1 5 4 5 2 Suður-afrískir dagar standa nú yfir í Vínbúðum og má finna fjöl- mörg vín á kynningarverði. Engin vín frá Suður-Afríku hafa náð við- líka vinsældum og vínin frá Drost- dy-Hof. Rauðvínið Cape Red í 3 lítra kössum hefur slegið í gegn og hefur undanfarin þrjú ár verið mest selda vínið í Vínbúðum. Fyrstu vín Drostdy-Hof komu á markað fyrir þrjátíu árum og var lagt upp með það að leiðarljósi að bjóða vínunnendum upp á vönduð blönduð vín sem mætti treysta á að héldust stöðug frá ári til árs og þyrftu ekki langa geymslu fyrir neyslu. Allt hefur þetta gengið eftir og þykja Drostdy-Hof vín Suður-Afríku til sóma á alþjóða- markaði, sérstaklega ef borið er saman verð og gæði. Drostdy-Hof Cape Red Kennt við Góðrarvon- arhöfða, blanda úr pinotage o.fl. afrískum þrúgutegundum. Alhliða ávaxtaríkt vín þar sem uppruninn leynir sér ekki. Djúp- rautt vín með góða með- alfyllingu, mjúkt og ávaxtaríkt, með krydduð- um jarðarkeim. Passar flestu kjötmeti. Kynningarverð á suður- afrískum dögum 3.290 kr. Drostdy Steen Chenin Blanc Chenin blanc þrúgan nefnist steen á afrikaans, máli S-Afríku- manna. Rætt er um þessa þrúgu sem næstu tískuþrúgu í heiminum. Frísklegt hvítvín með góðan ferskan ávöxt og tónað af blómkennd- um kryddum. Gott með fersku fisk- fangi. Kynningarverð á suður-afrískum dögum 2.990 kr. DROSTDY HOF: Vinsælasta vínið á kynningarverði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.