Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 2
2 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. VOPNABURÐUR Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vill að íslensk stjórnvöld fari að for- dæmi Norðmanna og banni alfarið hnífaburð á meðal almennings og beiti við því hörðum viðurlögum. Geir segir vopnaburð hafa færst í vöxt og lýsir hann yfir áhyggjum sínum með þá þróun. „Mér finnst liggja í augum uppi að það þurfi að banna hnífaburð. Í Noregi er tekið á vopnaburði með strangari viðurlögum en hér á landi. Háum fjársektum er beitt fyrir hnífaburð á almannafæri. Þetta er orðið alvarlegt vandamál hérlendis og það þarf að taka á þessum vanda með ákveðnum aðgerðum. Ég sé ekkert áhrifarík- ara heldur en bann.“ Tveir ungir karlmenn slösuð- ust nokkuð í slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur um helgina og í báðum tilfellum beittu árásar- mennirnir hnífum. Í fyrra tilvik- inu var piltur stunginn inni á skemmtistað við Tryggvagötu eftir að sló í brýnu milli tveggja manna inni á staðnum. Sólarhring síðar brutust út hópslagsmál skammt frá Grillhúsinu við Tryggvagötu og end- uðu deilur tveggja manna með því að annar mann- anna var stunginn ítrekað í bakið. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á bíl sínum af vettvangi en lögreglu- menn stöðvuðu hann skömmu seinna. Bæði málin eru í rannsókn en að sögn lögreglu er enn óljóst hver var kveikjan að hópslagsmálunum sem leiddu til þess að maður á tví- tugsaldri var stunginn í bakið. Annar árásarmannanna hefur játað verknaðinn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir það vera ríkis- ins að svara fyrir löggæslumál en henni finnst það þó vera umhugs- unarefni hvort ekki sé rétt að færa störf lögreglunnar til sveit- arfélaganna. „Ég hef hald- ið því fram í næstum tíu ár að störf lögreglunnar eigi að vera á forræði sveitar- félaganna. Öryggismálin standa sveitarfélögunum að mörgu leyti nærri.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, hefur áhyggjur að því að vopnaburður í Reykjavík sé orðið stórt vandamál. „Björn Bjarnason dóms- málaráðherra setti á laggirnar nefnd til þess skoða hina ýmsu samskiptaþætti borgarinnar og lögreglunnar og hefur starfað mjög vel. Ég tel ekki þörf á því að færa lögregluna frá ríki til sveitarfélaga, en varðandi vopna- burð og fíkniefnaneyslu þá er ljóst að sveitarfélög og ríki verða að taka höndum saman um að taka á þeim mikla vanda.“ magnush@frettabladid.is Lögregla vill banna fólki að bera hnífa Geir Jón Þórisson hefur áhyggjur af vaxandi vopnaburði. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir vill löggæslu til sveitarfélaga en Vilhjálmur Þ. segir þess ekki þörf. GEIR JÓN ÞÓRISSON Vill að vopnaburður í miðbæ Reykja- víkur verði tekinn fastari tökum. LÖGREGLAN AÐ STÖRFUM Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Tveir særðust í hnífstunguárásum í Reykjavík með stuttu millibili um síðastliðna helgi. SPURNING DAGSINS Vernharð, ertu ekki lengur í eldlínunni? „Það er alltaf brennandi heitt í kring- um slökkviliðsmenn.“ Vernharð Guðnason er formaður Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hann hefur staðið í ströngu að undanförnu í viðræðum við Launanefnd sveitarfélaganna. Nú hafa samningar náðst og verkfalli hefur verið afstýrt. JARÐSKJÁLFTI Snarpur jarðskjálfti upp á 4,6 á Richter-kvarða reið yfir austan við Kleifarvatn klukk- an 14:30 í gær og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Engar fregnir bárust af slysum eða skemmdum af völdum skjálft- ans né tuga minni eftirskjálfta sem fylgdu í kjölfarið. Brá þó eðli- lega mörgum við og nötraði til að mynda allt í Krísuvíkurskóla meðan stærsti skjálftinn reið yfir. Engar skemmdir urðu þó á bygg- ingunni sjálfri. Samhæfingarmiðstöðin í Skóg- arhlíð var mönnuð fljótlega eftir skjálftann til öryggis en fljótlega var gengið úr skugga um að tjón hefði ekki orðið neins staðar. Tugir eftirskjálfta mældust fram á kvöld í gær, sá stærsti þeirra 2,5 á Richter, en slíkt er eðlilegt og töldu starfsmenn jarð- skjálftadeildar Veðurstofu Íslands litla ástæðu til að ætla að stóri skjálftinn væri fyrirboði ein- hverra sérstakra atburða. Svipað- ur skjálfti varð á sömu slóðum í ágúst í fyrra og einnig í kjölfar fyrri Suðurlandsskjálftans fyrir sex árum síðan. - aöe SKJÁLFTASVÆÐIÐ Skjálftinn mældist 4,6 á Richter og mældist á tólf kílómetra dýpi átján kílómetrum norðvestur af Þorlákshöfn. Rauði punkturinn sýnir upptök hans. Snarpur jarðskjálfti varð austan við Kleifarvatn um miðjan dag í gær: Engin slys eða eignatjón STJÓRNMÁL „Ég veit ekkert hvað býr þarna að baki. En það liggur ljóst fyrir að brotthvarf Árna Magnússonar veikir auðvitað Framsóknar- flokkinn,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylk- ingarinnar. „það vekur athygli að Árni er annar maðurinn í röð sem orðaður hefur verið við það að verða arf- taki Halldórs Ásgrímssonar á formannstóli en hverfur á braut úr stjórnmálum. Hinn fyrri var Finnur Ingólfsson. En það er vandamál Halldórs en ekki mitt,“ segir Ingibjörg Sólrún. - jh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Annar arftak- inn sem fer INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR STJÓRNMÁL „Ég sé eftir Árna því hann er efnilegur stjórnmálamað- ur og hefur áorkað mörgu í félags- málaráðuneytinu,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráð- herra. „Það er út af fyrir sig erfitt að missa efni- legan mann út úr flokknum. En það er nú einu sinni þannig að það kemur maður i manns stað. Siv Friðleifsdóttir fer í heilbrigð- isráðuneytið. Hún þekkir þann málaflokk vel og þar liggur tæki- færi rétt eins og fyrir Jón Kristj- ánsson í félagsmálaráðuneytinu. Ég mun sakna Árna,“ segir Guðni Ágústsson. ■ Guðni Ágústsson: Efnilegur maður kveður TÖLVUSKEYTI Stefán Helgi Kristins- son, eigandi vefsins malefnin.com ákvað í gær að loka vefnum vegna tengils sem vísaði á tölvubréf Jón- ínu Benediktsdóttur. Stefán segir birtingu tölvuskeyt- anna á bandarísku vefsvæði ekki koma sér neitt við. „Birting þessara bréfa er alls ekki á mínum vegum. Það birtist tengill inn á bréfin í skilaboðum frá notanda á vefnum.“ Jónína Benediktsdóttir hringdi síðan í Stefán og óskaði eftir því að tengillinn yrði umsvifalaust tekinn útaf vefnum. Stefán segist hafa brugðist skjótt við beiðninni og ekki hafa getað gert neitt annað en að loka vefnum. „Það er í raun hægt að setja inn tengil á hvaða efni sem er. Mér skilst að lagaleg ábyrgð mín taki gildi um leið og tengillinn hefur birst á vefnum og því reyndi ég að bregðast eins fljótt við og ég gat.“ Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu Benediktsdóttur, segir það áhyggjuefni að fólk geti birt ærumeiðandi ummæli í skjóli nafnleyndar. „Það er auðvitað slæmt ef hægt er að komast upp með að brjóta ákvæði hegningar- laganna um ærumeiðingar og upp- ljóstranir á einkahögum fólks, í skjóli nafnleyndarinnar. Þessu atriði í lögunum þarf að breyta.“ magnush@frettabladid.is Tengill á tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur á Málefnin.com: Neyddist til að loka vefnum JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR OG HRÓ- BJARTUR JÓNATANSSON Eigandi malefna. com lokaði vefnum eftir að tengill inn á tölvuskeyti Jónínu Bendiktsdóttur var birtur í vefnum. Lögmaður hennar krefst þess að brugðist verði við ærumeiðingum sem birtast á vefnum undir nafnleynd. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GRINDAVÍK KLEIFARVATN HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GUÐNI ÁGÚSTSSON STJÓRNMÁL „Það er að mörgu leyti eftirsjá af Árna Magnússyni úr stjórnmálunum. Honum voru mis- lagðar hendur en hann gerði margt vel,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann kveðst vilja bíða með að fella dóma um ráð- herra heldur dæma þá af verk- unum. „Jón Kristjánsson hefur staðið vakt- ina gegn einka- væðingu í heilbrigðismálunum eins vel og honum var unnt. Ég vona að Siv Friðleifsdóttir geri það einnig. Hins vegar hefur ekki verið tilefni til mikilla fagnaðar- láta yfir frammistöðu ráðherra Framsóknarflokksins til þessa,“ segir Ögmundur. - jh Ögmundur Jónasson: Ekki efni til fagnaðarláta SJÁVARHITI Sjávarhiti og selta sjáv- ar eru áfram yfir meðallagi umhverfis landið, samkvæmt nýjum niðurstöðum sjórannsókna- leiðangurs Hafrannsóknastofnun- ar. Þannig mældist hitastig vel yfir meðallagi úti fyrir Suður- og Vesturlandi. Sömu sögu var að segja af sjávarhitastigi fyrir norð- an landið, sem reyndist yfir með- allagi síðustu þrjátíu ára, en norð- austan- og austanlands reyndist hitastig í meðallagi. Rannsóknirn- ar sýndu enn fremur að botnhiti umhverfis landið var svipaður og síðasta vetur. - aöe Hafrannsóknastofnunin: Sjávarhiti yfir meðallagi ÖGMUNDUR JÓNASSON STJÓRNMÁL „Ég mun sakna Árna Magnússonar. Það hefur verið gott að vinna með honum,“ segir Árni Mathiesen fjár- málaráðherra. „Ég hef einnig góða reynslu af því að vinna með Siv Friðleifsdótt- ur. Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er hins vegar nýlunda að sóst skuli vera eftir starfskröftum stjórnmálamanna í einkabönkun- um. Það er skemmtileg vending í þessum máli. Ég er viss um að Íslandsbanki verður ekki svikinn af því að fá Árna Magnússon til verka,“ segir Árni Mathiesen. - jh Árni Mathiesen: Gott að vinna með Árna ÁRNI MATHIESEN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.