Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 16
7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
Byrjendur
30 kennslustunda byrjendanám-
skeið. Engin undirstaða nauð-
synleg, hæg yfirferð með reglu-
legum endurtekningum í umsjá
þolinmóðra kennara.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að
gera þátttakendur færa að nota
tölvuna sjálfstætt, m.a. til að
skrifa texta og prenta, nota Inter-
netið sér til gagns og gamans,
taka á móti og senda tölvupóst.
Kennsla hefst 16. mars og lýkur 6. apríl.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16.
Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin
Framhald I
30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu
eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið
er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri
meðferð tölvupósts.
Kennsla hefst 15. mars og lýkur 5. apríl.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16.
Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
ELDRI BORGARAR 60+
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa
verið í umræðunni upp á síðkastið.
Upp hafa komið tilvik þar sem þörf
var á þyrlum gæslunnar en hvorug
þeirra var þá til taks. Sjómenn eru sá
hópur manna sem á hvað mest undir
í þessu máli enda hafa þyrlurnar verið
kallaðar sjúkrabílar sjómanna. Málið
hefur verið tekið til umfjöllunar í stjórn
Sjómannasambandsins, sem Sævar
Gunnarsson veitir forstöðu.
Þarf Landhelgisgæslan að hafa
þrjár þyrlur til umráða?
Í ljósi reynslunnar undanfarið tel ég
svo vera, já. Það er alveg ljóst að
nauðsynlegt er að bæta við þyrlu.
Hvernig ætti að fjármagna kaupin?
Ég er þeirrar skoðunar að það komi
til greina að nota Símapeningana til
þess.
Hefur þú heyrt í sjómönnum um
þessi mál nýlega?
Nei, ekki alveg nýlega, en ég veit hug
þeirra hvað þetta mál varðar. Þetta er
mikið hagsmunamál fyrir sjómenn.
SPURT & SVARAÐ:
ÞYRLUKAUP
Nota síma-
peningana
SÆVAR GUNNARSSON
FORMAÐUR SJÓMANNASAMBANDS
ÍSLANDS
Andlit byltingarmannsins Che Guevara sést oft
á tískufatnaði íslenskra unglinga þessa dagana.
Þó er saga þessa þekktasta byltingarsinna 20.
aldarinnar að verða gleymskunni að bráð og
þeir sem framleiða varninginn sem andlit hans
skreytir virðast oft lítið skeyta um hugmynda-
fræði hans.
Hver var Che Guevara?
Ernesto „Che“ Guevara fæddist í Argentínu árið
1928 og útskrifaðist sem læknir frá Háskól-
anum í Búenos Aíres árið 1953. Á námsárum
sínum kynnti hann sér fátækt landa Rómönsku
Ameríku og gerðist mikill andstæðingur kap-
ítalisma, Bandaríkjanna og þeirra áhrifa sem
hann taldi Bandaríkin hafa á heiminn. Jafnframt
hafði hann mikla trú á kommúnisma. Árið
1956 fór hann til Mexíkó og kynntist þar hópi
kúbverskra byltingarsinna í útlegð. Fidel Kastró
var einn þessara manna og
urðu þeir Che góðir vinir
og samstarfsmenn, enda
skipaði Che mikilvægan
sess í uppreisninni á Kúbu
sem þeir félagar hófu í
nóvember sama ár. Í fyrstu
var Che læknir hreyfing-
arinnar, en tók síðan við
öðrum hlutverkum innan
hennar. Kastró náði fullum
völdum á Kúbu árið 1959 og var Che þá gerður
að bankastjóra seðlabanka Kúbu og síðar að
iðnaðarráðherra. Hann var loks gerður brott-
rækur úr ríkisstjórn Kúbu eftir að hann missti
trú á Sovétríkin og féll í ónáð félaga sinna.
Hann yfirgaf Kúbu árið 1965 og næstu tvö árin
helgaði hann sig þjálfun uppreisnarmanna víðs
vegar um Afríku og Rómönsku Ameríku. Árið
1967 var Che handtekinn í Bólivíu, tekinn af lífi
og var lík hans grafið með leynd. Þrjátíu árum
síðar voru líkamsleifar hans loks fluttar til Kúbu.
Hvernig lifa verk hans í dag?
Andlit Che hefur verið notað á alls kyns sölu-
varning, allt frá lyklakippum og upp í Smirnoff
vodkaflöskur. Margir, svo sem framleiðendur
vodkans, virðast lítið sem ekkert hafa kannað
bakgrunn Ches eða skoðanir. Til dæmis var Che
bindindismaður, enda mótmælti ljósmyndarinn
Alberto Korda, sem tekið hafði myndina af
Che árið 1960 sem Smirnoff notaði á flöskur
sínar árið 2000, harðlega notkun myndanna til
að auglýsa áfengi. Jafnframt hafa ýmsir reynt
að nota ímynd Che í nafni friðarbaráttu, þrátt
fyrir þá staðreynd að Che var langt frá því að
vera friðarsinni. Þó lifir hann enn sem frægasti
byltingarsinni Rómönsku Ameríku.
FBL GREINING: ARGENTÍNUMAÐURINN CHE GUEVARA
Árásargjarn byltingarsinni
Svona erum við
Velta kreditkorta í febrúar
Heimild: Hagstofa Íslands
2000 2004
10
,0
10
,7
8,
1
2002M
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
Siv er talin metnaðarfullur stjórn-
málamaður og hefur því illa sætt sig
við að standa upp úr ráðherrastóln-
um á sínum tíma. Margir telja sig
hafa sé þess glögg merki í fram-
göngu hennar í
ýmsum málum.
Hafi Siv fjar-
lægst flokksfor-
mann sinn eftir
útgönguna úr
ríkisstjórninni
2004 eru óræk
merki þess nú að
hún hafi undan-
farið nálgast
Halldór og
flokksforystuna
á ný.
Fyrir fram
mátti heita gefið að kona úr fjöl-
mennasta kjördæminu yrði fyrir
valinu ef nýr ráðherra kæmi inn í
ríkisstjórnina af hálfu framsóknar-
manna. Fylgisvandi Framsóknar-
flokksins er mikill í höfuðborginni
eins og skoðanakannanir hafa sýnt
og ekki vanþörf á þeim stuðningi
sem Reykjavíkurráðherra gæti
hugsanlega veitt framboðslista
flokksins í höfuðborginni. Úr því Siv
varð að víkja á sínum tíma úr ríkis-
stjórninni, beinlínis vegna embætt-
istöku Halldórs, voru líkurnar á því
að hún tæki aftur sæti æði miklar.
Erfið mál
Fram hefur komið að Árni Magnús-
son hafi tekið þá ákvörðun fyrir
nokkrum vikum að bjóða sig ekki
fram í þingkosningunum á næsta
ári. Ástæður þeirrar ákvörðunar og
síðar hinnar að standa upp úr ráð-
herrastólnum eru að hans eigin
sögn persónulegar. En fleira kann
þó að koma til. Bent hefur verið á
erfiða stöðu Árna í máli Valgerðar
Bjarnadóttur, fyrrverandi jafnrétt-
isstýru, en í Hæstarétti tapaði Árni
máli gegn henni og var ríkið dæmt
til að greiða Valgerði skaðabætur.
„Í því máli var krafist afsagnar
Árna af ýmsum, og hann fékk ótrú-
lega lélegan stuðning þingmanna
flokksins,“ segir Össur Skarphéð-
insson Samfylkingarþingmaður á
vefsíðu sinni.
Því hefur verið haldið á lofti
nokkur undanfarin misseri að Árni
væri næsta öruggur arftaki Hall-
dórs sem leiðtogi Framsóknar-
flokksins. Verðandi leiðtogaefni
stjórnmálaflokks þarf að vita hvort
það eigi öruggt þingsæti og hvenær
hugsanleg forystuskipti geti orðið.
Svör við þessum spurningum hafði
Árni væntanlega ekki. Hann varð
þingmaður Norðurkjördæmis
Reykjavíkur út á fáein atkvæði í
alþingiskosningunum 2003, næstur
á eftir Halldóri á lista. Skoðanakann-
anir benda ekki til þess að hann
hefði átt öruggt þingsæti að óbreyttu.
Halldór hefur opinberlega sagt að
hann sé ekki á leið út úr pólitík.
Raunar er talið óviturlegt af stjórn-
málaforingjum að gefa til kynna
með löngum fyrirvara að þeir ætli
að stíga af valdastóli, því að með
þeim hætti dragi þeir um leið úr
áhrifavaldi sínu.
Siv sjálfsagður kostur
„Árni Magnússon hefur virst einn
öflugasti forystumaður Framókn-
arflokksins. Brotthvarf hans hlýt-
ur því að teljast nokkurt áfall fyrir
flokkinn,“ segir Ólafur Þ. Harðar-
son, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands. Hann bendir
þó á að það hafi valdið umtalsverðri
óánægju þegar Siv Friðleifsdóttir
var látin víkja fyrir Árna 2004.
„Það vegur því á móti að hún skuli
koma aftur inn í ráðherrahóp
flokksins. Hrókeringarnar í ráð-
herrahópnum nú kunna að verka
jákvætt fyrir næstu alþingiskosn-
ingar. Vera má að ráðherravalið
valdi einhverjum særindum, en að
mínu viti lá það beint við að taka
Siv aftur inn í ráðherrahópinn,“
segir Ólafur.
Guðjón Ólafur Jónsson tekur
við þingmennsku af Árna Magn-
ússyni. Sem stendur er Guðjón
Ólafur við framhaldsnám í Skot-
landi og tekur nær örugglega ekki
sæti á þingi fyrr en í haust. Annar
varamaður á lista er Sæunn Stef-
ánsdóttir, aðstoðarmaður Jóns
Kristjánssonar í heilbrigðisráðu-
neytinu, og er við því að búast að
hún taki sæti á þingi og sitji til
þingloka í byrjun maí.
johannh@frettabladid.is
Árni fer út og Siv kemur inn
ÓLAFUR Þ. HARÐ-
ARSON PRÓFESSOR
„Það lá beint við að
taka Siv aftur inn í
ráðherrahópinn.“
ÁRNI MAGNÚSSON FRÁFARANDI FÉLAGSMÁLARÁHERRA Margir töldu leið hans beina
og breiða að formannstóli Framsóknarflokksins.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR VERÐANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Siv tekur nú
við ráðuneytinu sem sogar til sín fjörutíu prósent ríkisútgjaldanna
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur
aftur sæti í ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi dag, nú í ráðu-
neyti Halldórs Ásgrímssonar. Hún varð að standa upp úr
stól umhverfisráðherra þegar Halldór tók við embætti for-
sætisráherra árið 2004 og ráðherrum framsóknarmanna
fækkaði um einn.