Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 32
 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðmundur Guðmundsson lést að heimili sínu Hlíf ll á Ísafirði laugardaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju þann 11. mars kl. 14. Rebekka Jónsdóttir G. Ásdís Guðmundsdóttir Jón Baldvin Jóhannesson Halldór H. Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir Guðríður G. Guðmundsdóttir Róbert Mellk Friðgerður Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jónsson vélfræðingur, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. mars klukkan 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd njóta þess. Ingunn Erla Stefánsdóttir Jón Örn Guðmundsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Eiríkur Þorgeirsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigurður Torfi Jónsson Stefán Már Guðmundsson Guðmundur Ingi Guðmundsson Anna Margrét Björgvinsdóttir Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og mágkonu Önnu Maríu Gunnarsdóttur Herningvej 86, Álaborg, Danmörku. Niels Möller Jensen Nina, Emil og Jakob Nielsbörn Gunnar Árnason Kjartan Gunnarsson Hrefna Sölvadóttir Þorgerður Gunnarsdóttir Ásgeir G. Sigurðsson Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför föður okkar Indriða Ingimundarsonar Garðhúsum 12, Reykjavík. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldór I. Indriðason Einar Ólafur Indriðason og aðrir aðstandendur og vinir. Á þessum degi árið 1969 var Golda Meir kjörin í embætti forsætisráðherra Ísraels, fyrst kvenna. Hún var þá orðin sjötíu ára og var búin að draga sig í hlé frá stjórnmálum þegar skyndilega var óskað eftir henni í embættið, en forveri hennar, Levi Eshkol, lést skyndilega úr hjartaáfalli viku fyrr. Golda Meir var fædd í Kænugarði í Úkraínu árið 1898. Þegar hún var átta ára fluttist hún með foreldrum sínum til Bandaríkjanna þar sem hún gekk í skóla. Árið 1921 fluttist hún svo til Palestínu ásamt manni sínum. Hún var ein tuttugu og fjögurra einstaklinga sem skrifuðu undir stofnskrá Ísraelsríkis og önnur tveggja kvenna. Frá 1969 var Meir forsætisráð- herra í fimm ár og stjórnaði Ísra- elsríki með harðri hendi á erfið- um tímum. Sérstaklega voru árin fyrir uppsögn hennar erfið en 1972 voru ísraelskir keppendur á Ólympíuleikunum í München myrtir á hrottalegan hátt. Upp úr því fyrirskipaði Meir að harkalega yrði tekið á allri mótspyrnu gegn ríkinu sem orsakaði síðan Yom Kippur stríðið svokallaða árið 1973. Þótt stríðið hafi tekið fljótt af urðu afleiðingar þess Meir erf- iðar og hún neyddist til að segja af sér í apríl 1974. ÞETTA GERÐIST > 7. MARS 1969 „Móðir Ísraels“ sest við stjórnvölinn MERKISATBURÐIR 1913 Sjötíu símastaurar milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar brotna í stormi. Einnig skemmist loftnet Loftskeytastöðvar. 1944 Þrjú erlend skip stranda milli Veiðióss og Nýjaóss í Vestur-Skaftafellssýslu. Fjórir farast en 39 komast til byggða. 1973 Bangladess kýs í fyrsta sinn leiðtoga á lýðræðis- legan hátt. Sheikh Mujib Rahman sigrar í kosning- unum. 1986 Landsliðið í handknatt- leik lendir í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í Sviss og tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum 1988. 1996 Tímaritið Séð og heyrt hefur göngu sína. Í fyrsta tölublaðinu var meðal ann- ars rætt við biskupshjónin. STANLEY KUBRICK (1928-1999) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég lærði aldrei neitt í skólanum og las ekki bók mér til skemmtunar fyrr en ég var nítján ára gamall.“ LEIKSTJÓRINN STANLEY KUBRICK FÆRÐI OKKUR MARGA GULLMOLA KVIKMYNDALISTARINNAR EFTIR AÐ HANN VARÐ 19 ÁRA. ANDLÁT Aðalheiður Hannesdóttir, Gull- smára 9, Kópavogi, er látin. Elín Sigríður Gústafsdóttir lést á lungnadeild Landspítala Landa- koti fimmtudaginn 2. mars. Guðmundur Helgi Jónasson lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss fimmtudag- inn 2. mars. Hansína Hannesdóttir, Hlað- brekku 12, lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fimmtudaginn 2. mars. Haraldur Sigurjónsson, Eyjabakka 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 1. mars. Hjálmur Sigurjón Sigurðsson, Mánabraut 5, Skagaströnd, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. mars. Hulda Hannesdóttir, Ljósheim- um 20, Reykjavík, lést miðviku- daginn 1. mars. Jóhanna Einarsdóttir (Nanný), Flókagötu 69, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 3. mars. Karl Níelsson lést á Hrafnistu miðvikudaginn 1. mars. Kári S. Kristinsson, Birkilundi 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miðvikudaginn 22. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Dagbjört Árnadóttir Siemsen, Skaftahlíð 34, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. AFMÆLI Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður er 53 ára. Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir er 58 ára. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræð- ingur er 58 ára. Jakob L. Krist- insson dósent í eiturefnafræði er 63 ára. „Ég hlakka mikið til að hefja þjónustuna í þessari yndis- legu kirkju sem Hallgríms- kirkja er,“ segir séra Birgir Ásgeirsson um nýja starfið, en valnefnd Hallgríms- prestakalls valdi hann í embætti prests í þessari stærstu kirkju landsins. „Þetta er náttúrlega afskaplega eftirsóknarvert verkefni,“ segir hann um að þjóna við Hallgrímskirkju. Hann skynjar sérstöðu kirkjunnar meðal lands- manna og kallar hana lands- kirkju og þjóðarhelgidóm vegna þess hversu mikinn og veglegan sess hún skipar í hugum margra Íslendinga. „Kirkjan er náttúrlega byggð í minningu Hallgríms Péturssonar. Hallgrímur er það stór persóna í íslensku trúarlífi og sögu að hver ein- asti maður á eitthvað frá honum í sjálfum sér,“ segir hann. Hlutverk Hallgríms- kirkju er líka margþættt því starfið innandyra bygg- ir á fleiru en að þjóna söfn- uðinum. „Starfsfólkið í kirkjunni hefur byggt upp mjög myndarlegt og athygl- isvert starf sem snertir list,“ segir séra Birgir og nefnir tónlistina sérstak- lega. Hann segir að sem prestur í kirkjunni komi starfssvið hans ekki beint inn á listiðkunina í kirkj- unni en segist þó vera afskaplega ánægður með að kirkjan hafi leyft listgrein- um að blómstra innan sinna veggja. „Bæði hef ég áhuga á því og svo tel ég að trúin og listin fari ákaflega vel saman. Þetta styður hvort annað,“ segir hann. Þrátt fyrir þetta mikla listastarf gleymir séra Birg- ir ekki að Hallgrímskirkja er sóknarkirkja fyrir þá sem eiga heima í sókninni og undirstrikar að þeim eigi að þjóna vel. „Ég geng þarna inn sem þjónandi prestur og í venjuleg störf sem heyra undir það,“ segir hann. „Þarna er stór söfnuður sem hefur hlúð vel að þessari miklu kirkju,“ bætir hann við og segist hlakka mikið til að hefja störf með því góða fólki sem þegar starfi í kirkjunni. Aðspurður um breyttar vinnuaðstæður segist séra Birgir búast við því að vinnudagurinn verði dálítið öðruvísi. „Það eru þó svona fastir liðir sem heyra undir presta sem eru alls staðar svipaðir,“ segir hann. Áhersla á helgihaldið sé vissulega meiri í nýju starfi en séra Birgir hefur sinnt starfi sjúkrahúsprests á Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Hann viðurkennir að alltaf sé viss söknuður til staðar þegar fólk færi sig til og hann sé þar engin undan- tekning. „Maður sér eftir ákveðnum viðfangsefnum og samstarfshópnum sem maður hefur verið mest tengdur,“ segir hann en bætir við að það sé þó bara hluti af því að velja að færa sig til. Að sama skapi hlakkar séra Birgir mikið til að koma inn í nýtt starf með nýjum viðfangsefnum og sam- starfsfólki. „Ég vona bara að ég geti orðið að góðu liði,“ segir hann fullur tilhlökkun- ar. Aðspurður um áherslur í komandi starfi vill hann sem minnst segja. „Ég geri mér grein fyrir að ég geng inn í ákaflega góðan samstarfs- hóp og þar verða til margar hugmyndir sem þarf að útfæra og koma í fram- kvæmd,“ segir hann. Í öllu falli er mjög ljóst í huga séra Birgis að verkefnin mun ekki skorta í Hallgríms- kirkju. ■ SÉRA BIRGIR ÁSGEIRSSON: NÝR PRESTUR Í HALLGRÍMSKIRKJU Mun ekki skorta verkefni VATNSGUÐINN HEIÐRAÐUR Þessi ungi drengur kveikir á kerti í hofi guðsins Bok Kai í tilefni þess að hátíð til heiðurs guðinum er nú á enda. Hofið er í bænum Marysville í Kaliforníu og er hátíðin haldin í 126. skipti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÉRA BIRGIR ÁSGEIRSSON Er ánægður með listina sem blómstrar í Hallgrímskirkju sem hann telur að fari mjög vel saman við trúariðkun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.