Fréttablaðið - 07.03.2006, Qupperneq 10
10 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR
SNJÓR Í KAUPMANNAHÖFN Enn er langt
til vors í Danmörku og spá veðurfræðingar
áframhaldandi vetrarhörkum þar í landi.
Danir láta þó ekki bugast og halda áfram
að hjóla í snjókomunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Norðmaður fórst í skriðu Norskur
ferðamaður lést á sunnudag á Norður-
Ítalíu þegar snjóskriða féll á hann. Mikill
snjór á norðanverðri Ítalíu undanfarna
daga hefur valdið fjölda skriða og
snjóflóða og hafa ferðamenn oft verið
hætt komnir.
ÍTALÍA
JERÚSALEM, AP Ehud Olmert, starf-
andi forsætisráðherra Ísraels,
sagði við Vladimír Pútín Rússa-
forseta um helgina að viðræður
Rússa við leiðtoga Hamas-samtak-
anna hefðu verið mistök.
Leiðtogar Hamas voru í Moskvu
um helgina og ræddu meðal ann-
ars við utanríkisráðherra Rúss-
lands. Vladimír Pútín samþykkti
þó ekki að hitta þá.
Stefna Rússa er að ræða við
alla hlutaðeigandi en í yfirlýsingu
sagðist Olmert vera ósammála
þeirri stefnu. Samskipti Rússa við
Hamas yrðu aðeins til þess að letja
Hamas til breytinga sem alþjóða-
samfélagið krefðist. ■
Olmert ósáttur við Rússa:
Viðræður við
Hamas mistök
Nýr formaður BSRB, Garðar Hilmarsson,
var kjörinn formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar á aðalfundi félagsins
síðastliðinn laugardag, 4. mars. Hann
tekur við af Sjöfn Ingólfsdóttur en
henni var þakkað gott starf í þágu
félagsins. Félagið er áttatíu ára um
þessar mundir.
FÉLAGSMÁL
FUGLAFLENSA, AP Yfirmaður mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, Jacques
Diouf, ásakaði Vesturlönd í gær
um seinagang í viðbrögðum við
fuglaflensu. Ráðamönnum á Vest-
urlöndum hefðu að hans sögn
fundist upphaf síðasta faraldurs-
ins, í Asíu árið 2003, vera langt í
burtu og því hefðu þeir trassað að
grípa til viðeigandi ráðstafana
vegna yfirvofandi faraldurs.
Diouf lét þessi ummæli falla í við-
tali við franska blaðið Liberation.
Flensan hefur haft áhrif á líf
yfir 300 milljón bænda og hefur
kostað landbúnað í þeim löndum
þar sem hún hefur fundist gríðar-
legar fjárhæðir. Þetta kom fram í
máli Margaret Chan, yfirmanns
fuglaflensuviðbragða Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, WHO, á
ráðstefnu sérfræðinga í Genf í
gær.
Fuglaflensa er fyrst og fremst
fuglasjúkdómur en óttast er að
veiran sem veldur honum stökk-
breytist og geti þá smitast frá
manni til manns og valdið heims-
faraldri, en þeir ganga yfir
nokkrum sinnum á öld. Á 20. öld-
inni urðu heimsfaraldrar árin
1918, 1957 og 1968. Þetta er í fyrsta
sinn sem reynt er að sporna við
faraldri áður en hann hefst.
Samkvæmt tölum WHO hafa 94
manns látist úr H5N1-veirunni
síðan árið 2003, allir í Asíu eða
Tyrklandi. Á sama tíma hefur
milljónum fugla verið slátrað víða
um heim vegna flensunnar.
Að sögn talsmanna WHO er
ekkert bóluefni til við vírusnum,
en vísindamenn víða um heim
keppast nú við að þróa virkt bólu-
efni.
Heilbrigðisyfirvöld í Banda-
ríkjunum tilkynntu í gær að þau
hefðu samþykkt þróun annars
bóluefnis en þess sem rannsókn-
armenn þar í landi hafa unnið að
síðan árið 2004. Þau telja sig eiga
nokkrar milljónir skammta af
bóluefni gegn fuglaflensuvírus
sem fannst í Víetnam árið 2004, en
vísindamenn telja veiruna hafa
þróast síðan svo það bóluefni
myndi hvort sem er ekki virka,
kæmi til þess að það yrði notað.
Þar af leiðandi hafa milljónir doll-
ara verið eyrnamerktar til rann-
sókna og þróunar á bóluefni gegn
þessum breytta vírus.
smk@frettabladid.is
Ríki heims
bæti viðbúnað
Fuglaflensan breiðir enn úr sér og finnst í sífellt
fleiri Evrópuríkjum. Seinagangur ríkari landa
heimsins varð yfirmanni matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna að ádeiluefni í gær.
KJÚKLINGAR Alifuglabændur færa nú fugla sína inn fyrir hússins dyr víða um Evrópu, af
ótta við fuglaflensu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LUNDÚNUM, AP Tony Blair,
forsætisráðherra Bret-
lands, lýsti fullu trausti
til menningarmálaráð-
herrans Tessu Jowell í
gær, er þrýstingur fór
vaxandi á að hún segði af
sér vegna rannsóknar
sem stendur yfir á fjár-
málaviðskiptum eigin-
manns hennar.
Eiginmaðurinn, lög-
maðurinn David Mills, er
flæktur í rannsókn ítalskra sak-
sóknara sem gæti leitt til spilling-
arákæru á hendur ítalska
ríkisstjórnarleiðtoganum
og auðkýfingnum Silvio
Berlusconi. Mills er sak-
aður um að þiggja mútur
frá Berlusconi. Jowell og
Mills skildu að borði og
sæng um helgina.
Jowell mætti í fyrir-
spurnatíma á breska
þinginu í gær og fékk þar
óáreitt að svara spurn-
ingum sem til hennar var
beint sem fagráðherra menning-
armála. - aa
Mál Tessu Jowell:
Blair ítrekar stuðning
TESSA JOWELL Berst
fyrir pólitísku lífi sínu.
HÚSNÆÐISMÁL Þorfinnur Her-
mannsson, sem rekur gisti- og veit-
ingahús í Neskaupstað, gagnrýnir
bæjaryfirvöld fyrir að leigja félags-
heimilið Egilsbúð á rúmlega fimm-
tíu krónur á hvern fermetra til
áþekks rekstrar og hann stundar.
Þorfinnur og kona hans gerðu
upp gamalt hús undir rekstur sinn-
og lögðu í þá framkvæmd um tut-
tugu milljónir króna. Þorfinni finnst
blóðugt að reka fyrirtæki í sam-
keppnisumhverfi „þegar einhver
getur gengið inn í Egilsbúð fyrir
sama og ekki neitt. Það væri eðli-
legt að borga 800 til 1000 krónur á
fermetrann.“ Þorfinnur segir að allt
lífsstarf þeirra hjóna sé bundið í
fyrirtækinu og ef þau neyðist til að
hætta rekstri missi þau aleiguna
enda mjög erfitt að selja reksturinn
eins og staðan sé núna.
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar í Fjarðabyggð, segir að
félagsheimilin í sveitarfélaginu
séu leigð út samkvæmt gildandi
lögum og reglum. Reksturinn sé
boðinn út en alltaf sé hægt að deila
um leigugjaldið sjálft. Hann segir
að leigugjaldið ráðist af framboði
og eftirspurn. Smári segir það
mjög miður ef Þorfinnur neyðist
til að hætta rekstri en jafnframt
að það sé mikil krafa til sveitarfé-
lagsins um að fasteignir þess séu
nýttar í þágu samfélagsins. - shá
Leiga félagsheimilis undir veitingarekstur í Fjarðabyggð gagnrýnd:
Fimmtíu kall á fermetrann
EGILSBÚÐ Í NESKAUPSTAÐ Leigan á Egils-
búð er 50 krónur á fermetrann. Veitinga-
maður á staðnum segir erfitt að keppa við
forskotið sem gefið er af bæjaryfirvöldum.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN KNÚTUR