Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006 31
FÓTBOLTI Jose Mourinho og læri-
sveinar hans hjá Chelsa fengu
óblíðar móttökur frá stuðnings-
mönnum Barcelona þegar þeir
mættu til borgarinnar í gærmorg-
un. Mourinho varð fyrir aðkasti
frá fjölmörgum blóðheitum stuðn-
ingsmönnum Barca sem saman-
komnir voru á flugvellinum og
kölluðu þeir hann öllum illum
nöfnum.
Mourinho brást við með því að
glotta til stuðningsmannana og
klappa fyrir þeim, með þeim
afleiðingum að allt var við það að
sjóða upp úr. Hrækt var á rútu
liðsins en hún komst þó undan
áður en illa fór.
„Þetta var rosalegt. En
Mourinho haggaðist ekki og gat í
raun ekki verið meira sama um
þessi hróp og þessar hrákur,“
sagði myndatökumaður frá
Chelsea-sjónvarpsstöðinni sem
varð vitni að uppákomunni.
Mourinho sjálfur segir lítið mál
að höndla svona uppákomur. „Ég
fer fyrstur út úr flugstöðinni og
tek svona á mig. Það er mitt hlut-
verk og ég er maður til að mæta
svona aðstæðum,“ sagði
Mourinho.
Ef Chelsea ætlar áfram í keppn-
inni þarf liðið á sigri að halda í
kvöld auk þess sem það þarf að
skora í það minnsta tvö mörk, en
fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri
Barcelona á Stamford Bridge.
Mjög líklegt er að Eiður Smári
Guðjohnsen verði í byrjunarliði
Chelsea en Michael Essien er í
leikbanni auk þess sem Frank
Lampard er tæpur þó svo að mjög
líklegt sé að hann spili.
„Við höfum allir óbilandi trú á
því að við getum komist áfram. Ég
er handviss um að við skorum og
ef við náum því snemma held ég
að leikmenn Barcelona fari á taug-
um. Þetta er langt frá því að vera
búið,“ segir Claude Makelele,
miðjumaður Chelsea. Félagi hans
Hernan Crespo er ekki jafn bjart-
sýnn og segir liðið einfaldlega
þurfa á kraftaverki að halda. „Bar-
celona er mun líklegra, en liðið
hefur tapað á heimavelli í vetur og
getur vel gert það aftur. Við þurf-
um að trúa á sjálfa okkur og trúa
því að við getum framkallað
kraftaverk,“ segir Crespo. - vig
Jose Mourinho er hataður af stuðningsmönnum Barcelona:
Hrækt að Mourinho á flugvellinum
Á ÆFINGU Í GÆR Leikmenn Chelsea
bregða á leik á Nou Camp í gær.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
FÓTBOLTI Lionel Messi, Argentínu-
maðurinn ungi í liði Barcelona
sem stal senunni í fyrri leik lið-
anna í Meistaradeildinni fyrir
tveimur vikum, segist ætla að
þagga niður í Jose Mourinho,
stjóra Chelsea, í eitt skipti fyrir
öll í leiknum í kvöld. Mourinho
sakaði Messi um leikaraskap
þegar Asier Del Horno var rekinn
af velli í fyrri leiknum en Messi
hefur síðan þvertekið fyrir það.
„Ég vill spila minn besta leik á
ferlinum og þagga niður í
Mourinho og leikmönnum hans í
eitt skipti fyrir öll,“ sagði Messi í
gær og sparaði ekki yfirlýsingarn-
ar. „Þeir segja að ég sé leikari.
Þeir hafa rangt fyrir sér. Ég er
atvinnumaður í fótbolta en ekki
leikari. Hann hefði vitað hið sanna
ef hann hefði séð marblettina á
fótunum á mér eftir fyrri leikinn,“
bætti Messi við.
Deco, samherji Messi hjá Bar-
celona, segir persónu Mourinho
umbreytast fyrir stórleiki á borð
við þann í kvöld, en Deco lék undir
stjórn hans hjá Porto fyrir tveim-
ur árum. „Hann er ekki þessi
miskunnarlausi og hrokafulli
maður á æfingasvæðinu. En þetta
er hans aðferð við að koma and-
stæðingunum úr jafnvægi og hann
á fullan rétt á henni. Þetta er hluti
af undirbúningnum,“ segir Deco.
- vig
Lionel Messi:
Ætlar að þagga
í Mourinho
LEIKARASKAPUR? Hér sést brotið sem
skipti sköpum í fyrri leiknum fyrir tveimur
vikum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Frank Rijkaard, knatt-
spyrnustjóri Barcelona, hefur
biðlað til stuðningsmanna félags-
ins um að sýna stillingu og frið á
meðan leik liðsins við Chelsea
stendur yfir í kvöld. Þá segir hann
að sýna eigi Jose Mourinho virð-
ingu eftir að hafa stigið sín fyrstu
skref sem þjálfari hjá Barcelona.
„Móttökurnar sem hann fékk á
flugvellinum voru ekki góðar. Ég
vona að þeir sem stóðu að þessari
uppákomu sjái að sér og bjóði
Mourinho og leikmenn hans vel-
komna í leikinn með dynjandi lófa-
klappi,“ segir Rijkaard.
- vig
Frank Rijkaard, stjóri Barca:
Biður um frið
FÓTBOLTI Manchester United
komst í 2. sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar í gærkvöldi eftir 2-1
sigur gegn Wigan á útivelli. Slysa-
legt sjálfsmark frá Pascal Chimb-
onda á 92. mínútu tryggði Man.
Utd. sigurinn en liðið var annars
stálheppið að tapa ekki í gær því
heimamenn í Wigan voru mun
betri aðilinn í leiknum. Man. Utd.
er nú tveimur stigum á undan
Liverpool sem er í þriðja sætinu.
Austuríski varnarmaðurinn
Paul Scharner kom heimamönn-
um yfir á 59. mínútu eftir horn-
spyrnu en Portúgalinn Cristiano
Ronaldo jafnaði metin tæpum
stundarfjórðungi síðar eftir að
hafa fengið sendingu frá Ruud
van Nistelrooy, en hann byrjaði á
varamannabekknum í gær - rétt
eins og í úrslitaleik deildabikars-
ins fyrir skemmstu. Sjálfsmark
frá Pascal Chimbonda réð svo
úrslitum en þá fékk hann skot frá
Louis Saha í sig á markteig.
- vig
Wigan og Man. Utd.:
Sjálfsmark á
síðustu stundu