Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 8
8 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Kærumálum lög-
reglunnar á Selfossi vegna ölv-
aðra ökumanna og hraðaksturs
hefur fjölgað verulega á fyrstu
mánuðum þessa árs. Líklegasta
skýringin er talin vera hert eftir-
lit lögreglu fremur en raunveru-
leg fjölgun brota.
Þannig voru tíu ökumenn kærð-
ir vegna ölvunar fyrstu tvo mán-
uði síðasta árs en 23 á yfirstand-
andi ári.
Hraðaksturskærum fjölgaði
mun meira frá ári til árs. Alls var
341 ökumaður kærður fyrstu tvo
mánuði ársins 2006 en þeir voru
103 á sama tímabili í fyrra.
Þykir þetta merkilegra fyrir
þær sakir að stöðugildum innan
lögreglunnar í Árnessýslu fækk-
aði um tæp fjögur milli áranna
2005 og 2006. - aöe
Skýrsla lögreglunnar í Árnessýslu:
Fleiri og fleiri aka
hratt eða drukknir
FÉLAGSMÁL Alls bárust um 300
símtöl í hjálparsíma Rauða kross-
ins, 1717, á síðasta ári vegna sjálfs-
vígshugsana og var fimmtungur
þeirra frá ungu fólki.
Er það ein ástæða þess að Rauði
krossinn stendur fyrir sérstöku
átaki í þessari viku þar sem sjón-
um verður sérstaklega beint að
unga fólkinu og réttindum þess og
unglingar um leið minntir á að
margs konar ráðgjöf og aðstoð má
fá í hjálparsímanum 1717. Undan-
farin ár hafa borist allt að 3.000
símtöl árlega frá ungu fólki, mest
vegna þunglyndis, einmanaleika
og fíkniefnavandamála. ■
Hjálparsími Rauða krossins:
Átak fyrir ungt
fólk í vanda
AÐ STÖRFUM Hert eftirlit lögreglunnar
á Selfossi hefur leitt til fleiri kæra vegna
ölvunaraksturs.
VEISTU SVARIÐ
1 Hjá hvaða fyrirtæki hefur Árni Magnússon ráðherra ráðið sig til
starfa?
2 Hvaða fyrrum tennisstjarna ætlar að selja verðlaunagripi sína?
3 Með hvaða fótboltaliði mun Jóhann-es Karl Guðjónsson leika næsta
vetur?
SVÖR Á BLS. 34
HEILBRIGÐISMÁL „Það er vissulega
hætta á að börn og unglingar hér á
landi fari að þróa með sér sykur-
sýki af tegund 2 ef við höldum
áfram að fitna eins og við höfum
gert.“
Þetta segir Rafn Benediktsson,
sérfræðilæknir í innkirtla- og
efnaskiptasjúkdómum á Land-
spítalanum. Niðurstöður nýlegrar
rannsóknar í Bretlandi hafa leitt í
ljós að fjöldi barna sem hafa þróað
með sér „fullorðinssykursýki“ eða
sykursýki 2 hefur tífaldast á síð-
astliðnum fimm árum. Ástæðan er
sögð vera offita sem stafar af rusl-
fæði og hreyfingarleysi barnanna.
Rafn segir að íslensk börn og ungl-
ingar hafi enn sem komið er ekki
greinst með sykursýki 2.
„Hjá miðaldra fólki hefur
algengi sykursýki 2 farið úr tveim
prósentum í fjögur að meðaltali á
árabilinu 1967 til 2002,“ segir
Rafn. „Aukin þyngd og mataræði
spila þar inn í. Erfðir eru stór þátt-
ur, eins og nýlegar greinar frá
Hjartavernd og Íslenskri erfða-
greiningu bera með sér. Hins
vegar kemur sykursýkin miklu
fyrr í ljós vegna lífshátta okkar og
þar skiptir þyngdin höfuðmáli.“
Rafn bendir á að forvarnir séu
mikilvægar í baráttunni gegn
óhollum lífsháttum barna og ungl-
inga. Sykursýki 1, sem þessi ald-
urshópur getur fengið, er með
þeim hætti að briskirtillinn bilar
og insúlínframleiðsla hættir á
nokkrum vikum. Einkennin eru
mikil strax í upphafi. Sykursýki 2,
sem miðaldra fólk fær, lýsir sér í
hægfara bilun á briskirtli. Ein-
kenni eru minni framan af en geta
orðið þeim mun verri af völdum
fylgikvilla. Þeir eru hjarta- og
æðasjúkdómar, bilun í nýrum og
blinda.
„Sykursýki 2 er lúmskari en
sykursýki 1 og oft fær fólk ekki
einkenni fyrr en nokkuð seint. Það
er algengara að fólk sé komið með
fylgikvilla þegar það greinist.
Einn af hverjum fimm greinist
vegna fylgikvillanna.“
Rafn segir að stærsta vanda-
mál þjóðfélagsins hvað varðar
sjúkrakostnað og dánartíðni sé af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Fjögur til fimm prósent þjóðar-
innar séu með sykursýki af teg-
und 2. Um áttatíu prósent af þeim
deyi vegna framangreindra sjúk-
dóma. Vandamálið sé því stórt.
Hann bendir enn fremur á að
þriðjungur til helmingur þeirra
sem hverju sinni eru á hjarta-
deild Landspítalans séu þar vegna
þess að þeir séu með sykursýki-
grunninn og hafi fengið fylgi-
kvilla sykursýki.
jss@frettabladid.is
SYKURSÝKI Níu af hverjum tíu sykursýkissjúklingum hér eru með tegund 2. Sú tegund er
lúmskari en tegund 1 og fylgikvillar alvarlegir.
Sykursýki 2
ógn við börn
Hætta er talin á að börn og unglingar hér á landi fari
að þróa með sér fullorðinssykursýki, það er sykursýki
af tegund 2, ef lífshættir þeirra færast ekki til betri
vegar. Sykursýki tvö getur verið banvæn.
TRYGGINGAR Vátryggingafélag
Íslands og Ríkiskaup hafa samið
um að VÍS tryggi ökutæki ríkisins
næstu tvö árin. Nær samningurinn
yfir 1.250 bíla, sem eru í rekstri hjá
um hundrað stofnunum ríkisins.
Bílatryggingar voru boðnar út
á Evrópska efnahagssvæðinu fyrr
í vetur og átti Vátryggingafélag
Íslands lægsta tilboðið. - pss
VÍS gerir samning við ríkið:
Tryggir 1.250
bíla ríkisins
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
RÁÐHERRABÍLL VÍS tryggir ráðherrabíla
jafnt sem önnur ökutæki ríkisins.
ÍSRAEL, AP Yfirmenn landvarna í
Ísrael hafa gert áætlun um að
draga stórlega úr samskiptum við
Palestínumenn, einangra Gaza-
svæðið enn frekar og loka fleiri
landtökubyggðum á Vesturbakk-
anum. Þetta sögðu ísraelskir emb-
ættismenn í gær og staðfestu með
því frásagnir í ísraelskum fjöl-
miðlum síðustu daga.
Embættismennirnir létu þetta
uppi eftir að Avi Dichter, einn helsti
öryggismálaráðgjafi Ehuds
Olmerts, starfandi forsætisráð-
herra Ísraels, sagði að ynni Kadima-
flokkur Olmerts kosningarnar til
ísraelska þingsins sem fram fara í
lok mánaðarins yrðu einangraðar
landtökubyggðir á Vesturbakkan-
um rýmdar og Ísraelar myndu ein-
hliða ákveða ný landamæri Ísraels
og yfirráðasvæðis Palestínumanna.
Kadima-flokkurinn, sem Ariel
Sharon stofnaði, nýtur yfirburða-
fylgis kjósenda ef marka má síð-
ustu skoðanakannanir.
Stuðningur við einhliða aðgerð-
ir hefur aukist meðal Ísraela eftir
að hin herskáu Hamas-samtök
unnu meirihluta á palestínska lög-
gjafarþinginu. - aa
ÁTÖK Á VESTURBAKKA Ísraelskur hermaður
bendir út um op á brynvagni í átökum við
Palestínumenn á Vesturbakkanum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Áætlanir Ísraela eftir komandi þingkosningar:
Ákveða ný landamæri einhliða