Fréttablaðið - 07.03.2006, Qupperneq 30
7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR12
Annar hfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a Eignaskiptay rlýsingar
atvinnu- og íbúðahúsnæði
fyrir
VISSIR ÞÚ...
... að mesti lofthiti sem mælst hefur
er 58°C?
... að skyndilegasta hækkun lofthita
varð 22. janúar árið 1943 í Suður-
Dakóta í Bandaríkjunum þegar
lofthitinn hækkaði úr -20°C í 7°C á
aðeins tveimur mínútum?
... að mesta lofthitasveifla á einum
degi varð árið 1916 þegar lofthitinn
lækkaði úr 7°C í -49°C í Montana í
Bandaríkjunum?
... að köldustu mannabyggðir eru
Oymyakon í Síberíu í Rússlandi þer
sem mestur kuldi hefur mælst -68°C?
... að minnsti lofthiti sem mælst
hefur er -89,2°C á Suðurskautsland-
inu hinn 21. júlí 1983?
... að votasti staðurinn á jörðinni
er Mawsynram í Meghalaya-héraði
á Indlandi þar sem rignir 11.873
millimetra á ári?
... að að jafnaði rignir 350 daga á ári
á Wai-´ale-´ale-fjalli á Hawai eyjum
en þar er meðalársúrkoma um
10.000 millimetrar?
... að mesta sólarhringsúrkoma sem
mælst hefur er 1.870 millimetrar á
eynni Reunion á Indlandshafi en
það jafngildir því að um 18.700 tonn
af regni hafi fallið á hvern hektara
landsins?
... að tvisvar sinnum hafa regndropar
mælst 8,6 millimetrar í þvermál?
... að 92 manns týndu lífi í hagléli
í Bangladess árið 1986 þar sem
þyngstu höglin voru sögð vera um
eitt kíló að þyngd?
... að mesta manntjón í hagléli varð
á Indlandi árið 1888 þegar 246
manns fórust?
... að árið 1849 féll sex metra langur
ísklumpur af himnum ofan á Bret-
landi? Líklegasta skýringin á þessu er
talin vera að haglkorn hafi bráðnað
saman í eldingu.
Ólafur Magnússon er framkvæmda-
stjóri nýstofnaðs fyrirtækis, Mjólku,
sem sérhæfir sig í framleiðslu
mjólkurafurða án ríkisstyrkja.
„Ég vakna oftast rétt fyrir sjö og
fæ mér smá morgunhressingu.
Svo kemur maður öllum í skólann
og mætir í vinnunna upp úr átta,“
segir Ólafur. Vinnudagurinn hefst á
eiginlegum fjölskyldufundum þegar
starfsmenn fara yfir daginn. „Mjólka
er hálfgert fjölskyldufyrirtæki og til
að mynda voru þrír ættliðir með
aldursbil uppá 66 ár sem stóðu við
framleiðslubandið síðasta laugardag.
Pabbi, sem er 72 ára, ég og dóttir
mín sem er sex ára,“ segir Ólafur.
Ólafur er mikið á faraldsfæti því það
þarf að halda góðu sambandi við
viðskiptavinina. „Vinnudagurinn er
langur enda hefst svona lagað ekki
öðruvísi,“ segir Ólafur. „Núna erum
við líka að breyta húsnæði og taka
í notkun nýja pökkunarlínu þannig
að það er nóg að gera. Ég er ekki
kominn heim fyrr en tíu eða ellefu
á kvöldin en ég reyni alltaf að taka
sunnudaga frá fyrir fjölskylduna.”
Mestur tíminn fer
í fjölskyldufyrirtækið
Ólafur Magnússon í vinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HVUNNDAGURINN
Stormur við bryggjuna í Kópavogi.
Fréttablaðið/E.Ól.
SJÓNARHORN
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI