Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2006, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 07.03.2006, Qupperneq 41
Barnafatadagar í Fjarðarkaupum FRÉTTIR AF FÓLKI Hin breska Jade Goody hefur ákveðnar skoðanir á leikkonunni Keiru Knightley og skrifaði nýlega í blaða- pistli að brjóstin á Knightley væru eins og tvær aspirínt- öflur á strauborði. „Hún er alveg hrikalega flatbrjósta en ætli hún sé ekki flottust þannig. Mér finnst ekki að hún ætti að láta stækka þau því hún liti örugglega furðulega út með stór brjóst,“ sagði Goody. Sienna Miller virðist hafa algjörlega slitið samskiptum við Jude Law en hún skilaði honum nýlega hund- unum sem hann gaf henni í fyrra. Hundarnir heita Porgy og Bess en þau kölluðu þá börnin sín. Sienna lét barnfóstru Jude fá hvolpana og sagðist vera of upptekin til að geta séð um þá. „Fóstran vissi ekki hvað hún átti að gera en gat ekki annað en tekið hundana inn,“ sagði heimildar- maður. Britney Spears fór með fimm mánaða gaml- an son sinn til Hawaii nýlega. Hún dvaldi á Maui, sem er eftirlætis- eyjan hennar, og núna langar hana að kaupa þar hús. „Maui er einn af uppáhaldsstöðum Britney í heiminum og hún vonar að það hafi góð áhrif á samband hennar og Kevins,“ sagði heimildarmaður tíma- ritsins The Sun. George Clooney segist vera von- laus í samböndum. „Mér hefur mistekist hrapallega í öllum samböndum. Það er alltaf ég sem er vandamálið. Ég er ekki maður í að skrifa bækur um sambönd - Hvernig á að deita - eftir George Clooney,“ sagði leikarinn og hló. „Ég ætti að halda mig við að leikstýra, það hentar mér betur.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.