Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 22
7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Lífsstíls- og heilsunámskeið
bjóða upp á vikunámskeið fyrir
konur í Kissimee í Orlando.
Fyrsta námskeiðið verður 21.-
28. mars.
Lífsstíls- og heilsunámskeið er
nýtt fyrirtæki sem var stofnað
með það að markmiði að konur
gætu lært að láta sér líða vel og
líta vel út á sama tíma. Námskeið-
in verða haldin í Kissimee í
Orlando til þess að gefa konum
kost á því að skipta alveg um
umhverfi á meðan og njóta lífsins
út í gegn. „Þetta er langþráður
draumur sem við erum að láta
rætast,“ segir Sigríður Halldóra
Matthíasdóttir, einn af eigendum
Lífsstíls- og heilsunámskeiða. Auk
Siggu Dóru fara tveir aðrir þjálf-
arar, Hjördís Ingvarsdóttir og
Eygló Linda Hallgrímsdóttir, með
konunum til Orlando.
Fimmtán konur komast að á
hvert námskeið. „Við viljum ekki
vera með of margar konur í einu
þar sem við erum bara þrír þjálf-
arar og við viljum geta dekrað við
þær allar,“ segir Sigga Dóra.
Konurnar munu búa í tveimur
glæsivillum í Kissimee. „Herberg-
in eru mjög flott, baðherbergi nán-
ast inni á hverju herbergi og í
báðum húsum eru stórar sund-
laugar.“
Vel verður tekið á móti öllum
konunum þegar þær koma til
Orlando. „Konurnar fá hver sína
gjafakörfu með innri og ytri nær-
ingu ásamt líkamsræktarkorti frá
Veggsporti og ýmsum góðum
varningi. Við ætlum að fræða þær
og næra þær og þjálfa þær. Tekið
verður tillit til þarfa hverrar og
einnar þar sem þær eru í mismun-
andi formi. Líkamsræktin verður
mjög fjölbreytt en við verðum
með dýnur, pilates-bolta, lóð og
rope yoga auk þess sem við
munum nota sundlaugarnar í hús-
unum mikið.“
Skipulögð dagskrá verður frá
átta á morgnana til tvö á daginn.
„Námskeiðin verða engar her-
mannabúðir og eftir tvö er frjáls
tími en það er margt að gera fyrir
konur á þessum slóðum og mikið
af verslunum. Ætlunin er að njóta
lífsins á heilsusamlegan hátt og
við munum fara saman út að borða
á hverju kvöldi. Konurnar munu
koma endurnærðar heim aftur
eftir vikuna.“
Sigríður Arnardóttir sjónvarps-
kona verður gestur í fyrstu ferð-
inni og verður með fyrirlestur um
sjálfsstyrkingu. „Það er mjög
spennandi að fá Sirrý með þar sem
hún hefur mikinn áhuga á heilsu
og lífsstíl kvenna,“ segir Sigga
Dóra.
Hvert námskeið er í eina viku
en hægt verður að vera í tvær
vikur ef óskað er eftir því. „Sumar
konur hafa áhuga á því að taka
tvær vikur í einu og þá bjóðum við
þeim náttúrlega betri kjör,“ segir
Sigga Dóra. Allar upplýsingar um
námskeiðin má fá á heimasíðu
Lífsstíls- og heilsunámskeiða,
www.lifsstillogheilsa.net
emilia@frettabladid.is
Þú borðar þær með uppáhalds álegginu,
kannski ylvolgar úr ofninum,
ristaðar, með hvítlauksolíu,
stundum eins og pizzur
... eða eins og Strandamenn, glænýjar
með íslensku smjöri.
Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í
næstu matvöruverslun.
Hollara brauð finnst varla.
Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum
100 ára hefð og ekkert nema hollusta
Námskeið fyrir konur í
Kissimee í Orlando
Þjálfarar Lífsstíls- og heilsunámskeiða.
Í báðum húsunum eru stórar sundlaugar.
Konurnar munu búa í tveimur glæsilegum
húsum í Orlando.
Sigríður Halldóra Matthíasdóttir er einn af eigendum Lífsstíls- og heilsunámskeiða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA