Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 29
11
FASTEIGNIR
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006
KÓPAVOGSBÆR
AUGLÝSING UM AFGREIÐSLU BÆJARSTJÓRNAR
KÓPAVOGS Á AUGLÝSTRI TILLÖGU AÐ DEILISKIPULAGI.
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi
deiliskipulagstillögu:
Kópavogstún. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 8.
nóvember 2005 tillögu að deiliskipulagi
Kópavogstúns. Þann 24. maí 2005 samþykkti
bæjarstjórnin að kynna tillögu að deiliskipulagi
Kópavogstúns. Var tillagan auglýst í samræmi við
25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
frá 13. júlí til 10. ágúst 2005. Frestur til að skila
inn athugasemdum og ábendingum rann út 24.
ágúst 2005. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Í hinni auglýstu tillögu að deiliskipulagi
Kópavogstúns var miðað við að aðrar byggingar
en gamli Kópavogsbærinn, Hressingarhælið,
leikskólinn Urðarholt og byggingar Sunnuhlíðar
yrðu fjarlægðar og í þeirra stað myndi rísa ný
byggð,- einbýlishús, parhús og fjölbýlishús alls
325 íbúðir auk 57 þjónustuíbúða. Að lokinni
kynningu var tillagan lögð fyrir skipulagsnefnd að
nýju 4. október 2005 ásamt framkomnum
athugasemdum og ábendingum. Nefndin
samþykkti, með tilvísan í framkomnar
athugasemdir að fresta skipulagi á ì miðjusvæði
Kópavogstúns. Frestunin nær til 4,3 ha lands þar
sem fyrirhugaðar voru 122 íbúðir í fjölbýli og 6
einbýlishús eða samtals 128 íbúðir af þeim 325
íbúðum auk 57 þjónustuíbúða sem fyrirhugaðar
voru á skipulagssvæðinu. Var jafnframt samþykkt
að afmörkun þess svæðis sem frestunin nær til
verði færð inn á deiliskipulagsuppdrátt
tillögunnar. Þá samþykkti nefndin að:
• Kópavogsbraut 19 (Stubbasel) verði ekki rifið
og fyrirkomulagi bílastæða við Leikskólann
Urðarholt breytt.
• Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við D-götu verði
skilgreindar á deiliskipulagsuppdrætti (e, f og g).
• Mörk landareigna Kópavogsbæjar og ríkisins
færð inn á deiliskipulagsuppdrátt.
Breytingartillaga skipulagsnefndar er sett fram á
uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð,
skýringarmyndum og skipulagsskilmálum dags.
29. apríl 2005 og breytt 4. október 2005 var lögð
fram til síðari umræðu og samþykkt í bæjarstjórn
8. nóvember 2005 eins og að ofan greinir. Í
henni er gert ráð fyrir 197 nýjum íbúðum í 1-2
hæða einbýlishúsum og parhúsum svo og í fjöl-
býlishúsum sem verða annars vegar 2 hæðir auk
kjallara og hins vegar 4 og 5 hæða auk kjallara.
Á hluta fjölbýlishúsanna er jafnframt ráðgerð
þakhæð. Þá er í tillögunni miðað við að reistar
verði 57 nýjar þjónustuíbúðir sem auðkenndar
eru á deiliskipulagsuppdrættinum eins og að
ofan greinir. Miðað við um 10 ha nýbyggingar-
svæði (14,0 ha - 4,3 ha sem frestunin nær til)
verður þéttleiki byggðarinnar um 20 íbúðir á ha
(25 íbúðir á ha ef þjónustuíbúðirnar eru með-
taldar) og áætlaður íbúafjöldi á svæðinu miðað
við 3 íbúa á íbúð og 1,5 íbúa í þjónustuíbúð er
um 690 íbúar. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir að
aðkoma að svæðinu verði frá Urðarbraut og
Kópavogsbraut jafnframt því sem gert er ráð
fyrir nýju hringtorgi á Kópavogsbraut norðan
Sunnuhlíðar og breytingu á vegtengingu að
hringtorgi á Digranesvegi/Borgarholtsbraut í
miðbæ Kópavogs með akreinum bæði til suðurs
og norðurs.
Enn fremur hafa eftirfarandi breytingar verið
gerðar á framlögðum gögnum:
• Í skipulagsskilmálum hefur umfjöllun um
hljóðvist verið endurbætt og gerð ítarlegri bæði í
almennum ákvæðum og í sérákvæðum. Þá
hefur greinargerð Almennu verkfræðistofunnar
Hljóðvist í nýju hverfi á Kópavogstúni, verið bætt
við skilmálahefti.
• Texti greinargerðar yfirfarinn.
• Helgunarsvæði Hafnarfjarðarvegar sýnt.
• Leiksvæði sýnd á uppdrætti.
• Byggingarreitir í sérskilmálum sérbýlishúsa og
fjölbýlishús hafa verið yfirfarðir.
• Lóðamörk Sunnuhlíðar og leikskólans yfirfarin.
• Bílastæði fyrir lóð Hressingarhælisins
auðkennd.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og
gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing
um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind
lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins
birtist í B-deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006.
Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda
deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er
hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs,
Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og
16:00 mánudaga til fimmtudaga og á
föstudögum frá 8:00 til 14:00.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Landsbyggðarvinir í Reykjavík og
nágrenni, LBVRN
Aðalfundur
í Norræna húsinu, fimmtudaginn 9. mars 2006
kl. 17:00 - 20:00
Fundarstjóri Þór Vilhjálmsson, f.v hæstaréttardómari
Dagskrá
17:00 - 17:10 Fundarsetning - Kosning fundarritara
17:10 - 17:20 Skýrsla stjórnar og umræður
17:20 - 17:30 Reikningar ársins 2005
17:30 - 17:35 Ákvörðun árgjalds
17:35 - 17:45 Kosning stjórnar, varastjórnar og
skoðunarmanna
17:45 - 17:50 Starf landssamtakanna
Sveinn Á. Jónsson, varaform. Landsbyggðin lifi
17:50 - 18:10 Hlé
18:10 - 18:20 Ávarp ráðherra byggðamála
Valgerðar Sverrisdóttur
18:20 - 18:30 Borgin og landsbyggðin
Guðmundur St. Ragnarsson, hdl.
18:30 - 18:40 Verkefnið, Unglingalýðræði í sveit og bæ
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir
18:40 - 18:45 Aðkoma HÍ að verkefninu, Unglingalýðræði í
sveit og bæ Sigurlína Davíðsdóttir, dósent
18:45 - 19:05 Verðlaunaafhending
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra, og Unnur
Birna Vilhjálmsdóttir, fegurðardrottning, og
verndari verkefnisins, Unglingalýðræði í sveit
og bæ
19:05 - 19:10 Ávarp formanns LBVRN - Stefnumótun og
starfsáætlun á nýju ári
19:10 - 19:15 Kosning fulltrúa á Aðalfund LBL (20. júní
2006)
Önnur mál
Bifreiðastjóri
Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða bifreiðastjóra til starfa.
Nánari upplýsingar veitir Ægir Kópsson í síma 862-9106.
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara.
Viljum ráða til okkar aðstoðarmanneskju sjúkraþjálfara. Við-
komandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum. Starfs-
reynsla er æskileg. Starfið veitist frá 1.maí.
Vilt þú bætast í okkar góða hóp starfsmanna?
Við óskum eftir fólki í aðhlynningu á hinar ýmsu vaktir,
bæði heilsdags- og hlutastörf. Sveigjanlegur vinnutími.
Einnig vantar starfsmann á næturvaktir.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 530-6100
virka daga kl. 9:00 til 12:00.
Ármúli 15 - Sími: 515 0500 - www.fasteignakaup.is
OPIÐ HÚS
Sólvallagata 54, Reykjavík
Falleg nýstandsett
2ja herbergja íbúð
við Sólvallargötu í
Reykjavík. Íbúðin
sem er endurnýjuð
og hafa lagnir og
ofnar verið endur-
nýjað. Allur frágang-
ur er til fyrirmyndar
og er hiti í stétt og
sérinngangur. Kom-
ið er inní forsofu
með flísum á gólfi .
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með sturtuklefa. Stigi er
á efrihæð er með kókosteppi á . Rúmgóð stofa með parketi og er
með fulningalistum og rósettum afar smekklegt. Eldhús er með
nýrri innréttingu. Svefnherbergi er með parketi á gólfi . Sérgeymsla
í íbúð. Sameignlegt þvottahús . Stór og fallegur garður. Falleg eign
sem er tilbúin til afhendingar. Lyklar á skrifstofu.
Íbúðin er laus við kaupsamning.
Páll Höskuldsson tekur á móti gestum milli kl. 18 - 19 í dag.
Sveinn Skúlason hdl. lögg. fasteigansali
Fr
um
TILKYNNINGAR
TILKYNNINGAR
ATVINNA
24-29 smáar 6.3.2006 16:12 Page 7