Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 4
4 11. mars 2006 LAUGARDAGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Starfs- mannafélag Sameinuðu þjóðanna lýsti á fimmtudag yfir vantrausti á Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, og nánustu samstarfsmenn hans vegna áætlana um að stokka upp rekstur SÞ. Félagið telur að breytingarnar geti leitt til umfangsmiklis niðurskurðar, og sérstaklega sögðust félagsmenn óttast áætlanir um fækkun starfs- manna og um að bjóða út verk svo sem þýðingar og reikningshald. Þetta er eitt af mörgum áföll- um sem Annan hefur þurft að þola undanfarna mánuði, en meðal annars hefur hann og stjórn SÞ sætt ádeilum vegna matarúthlut- unar í Írak, kynferðisglæpa frið- argæsluliða SÞ og gruns um spill- ingu í úthlutun á starfssamningum SÞ. Annan lagði tillögur sínar fyrir allsherjarþing SÞ á þriðjudag og bað þingið að fara yfir þær. Hann hvatti meðlimi þess, 191 talsins, að styðja stjórnunarumbæturnar svo hægt væri að eyða því fé sem sparaðist til hjálpar þeim sem eru í nauðum staddir vegna hungur- sneyðar, sjúkdóma, ofbeldis og hryðjuverka. Tillögunum um uppstokkunina var upphaflega vel tekið af Banda- ríkjunum og Evrópusambandinu, en starfsfólk SÞ mótmælti þeim harðlega á fundi sem haldinn var á þriðjudag. Alls starfa yfir 30.000 manns hjá SÞ, en í starfsmannafélaginu eru um 5.000 starfsmenn höfuð- stöðva SÞ í New York. Tíundi hluti þeirra mætti á háværan fund á þriðjudag og var vantraustsyfir- lýsingin samþykkt af öllum við- stöddum nema tveim, en tæplega tíu tóku ekki afstöðu. Talsmaður samtakanna segir yfirlýsinguna ekki endurspegla skoðanir meirihluta starfsmanna SÞ, því flestir styðji Annan og telji að breytingarnar leiði að lokum til bættra vinnuskilyrða og minni hættu á spillingu. Jafn- framt sagði hann óbreytt starfs- fólk SÞ sem ekki er staðsett í New York hafa sýnt Annan mikinn stuðning á fjarfundi sem hann hélt með þeim í gær með aðstoð myndavéla, en meðal annars legg- ur Annan til að laun óbreytts starfsfólks verði hækkuð. Step- hane Dujarric, yfirmaður hjá SÞ, sagði mikinn skilning vera meðal stjórnenda á öryggisleysi starfs- fólks og að fundir væru fyrirhug- aðir um breytingarnar. Vantraustsyfirlýsing starfs- mannafélagsins hefur engin áhrif á uppstokkunaráætlunina, þar hefur allsherjarþingið úrslita- vald. smk@frettabladid.is Starfsmenn Sþ lýsa vantrausti á Annan Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir vantrausti á Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, vegna breytinga innan samtakanna. Annan vill nota féð sem sparast til að hjálpa nauðstöddum, en starfsfólkið óttast um störf sín. Húnvetningar kjósa Íbúar Húna- vatns- og Áshrepps kjósa í dag um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúafjöldi hreppanna er liðlega 470 manns. Lagt er til að nýtt sveitarfélag kallist Húna- vatnshreppur. SVEITARFÉLÖG LÖGREGLA „Við höfum ekki heyrt um neina þurrð á fíkniefnamark- aðnum,“ segir Þórarinn Tyrfings- son forstöðumaður á Vogi, spurð- ur um hvort fíkniefnaneytendur sem komið hafa að undanförnu í meðferð þar tjái sig um áhrif árangursríkra aðgerða lögreglu og tollgæslu við að stöðva tilraun- ir til fíkniefnasmygls. Fram kom í Fréttablaðinu í gær, að samtals 23,5 kíló af fíkni- efnum hafa verið gerð upptæk það sem liðið er af þessu ári. Saman- burðartölur frá sama tímabili í fyrra eru 6,3 kíló. „Við erum alveg hissa á því hversu lítil áhrif það virðist hafa í þjóðfélaginu að svona mikið magn fíkniefna er tekið,“ segir Þórarinn. „Það er undrunarefni hve þessi markaður er stöðugur og sterkur. Engu lík- ara er en að hann reikni með því að eitthvert magn sé gert upptækt á hverjum tíma. Þessi neysla er orðin hluti af þjóðfélaginu.“ Þórarinn segir starfsfólk Vogs ekki undrandi á því mikla magni amfetamíns, á níunda kíló, sem tekið hefur verið að undanförnu, það fari saman við það sem starfs- fólkið sér og tölur til benda til frá ári til árs. Örvandi vímuefna- neysla sé að aukast hér. Þótt kóka- ín hafi sótt á sé amfetamín enn mest notaða vímuefnið. - jss Enginn hörgull á eiturlyfjum þó að lögregla finni stórar sendingar: Nóg framboð af fíkniefnum ÞÓRARINN TYRFINGSSON Undrast hversu stöðugur og sterkur íslenski fíkniefnamark- aðurinn er. Engu líkara sé en að reiknað sé með að ákveðið magn sé gert upptækt á hverjum tíma. DEILT Á ANNAN Starfsmannafélag Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir vantrausti á fram- kvæmdastjóra SÞ, Kofi Annan, vegna tillagna hans um uppstokkun og endurskipulagingu á rekstri samtakanna. NORDICPHOTOS/AFP Í Fréttablaðinu 2. mars birtist pistill undir yfirskriftinni „Skemmdur matur eða hollustuvara.“ Pistillinn var sagður eftir Hólmfríði Þorgeirsdóttur matvæla- og næringarfræðing en það er rangt. Pistilinn skrifaði Sigurgeir Höskuldsson matvælafræðingur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING SVÍÞJÓÐ Helmingur allra þeirra sem þjást af lystarstoli væri ekki með hann ef ekki kæmu til erfða- fræðilegir þættir. Þetta er niðurstaða vísinda- manna við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð eftir ítarlega rannsókn á yfir 30 þúsund tvíburum. Þykja niðurstöðurnar benda til að áhrif umhverfis séu mun minni áhættu- þáttur en áður hefur verið haldið og fullyrða vísindamennirnir að 56 prósent allra tilfella séu ein- göngu vegna erfðaþátta. - aöe LYSTARSTOL Rannsóknir sýna að fleira liggi að baki lystarstoli en eingöngu lífsstíll og umhverfisáhrif. AFP.NORDICPHOTOS Ný rannsókn í Svíþjóð: Lystarstol er arfgengt BRUSSEL Atvinnuleysi innan landa Evrópusambandsins er langverst í Póllandi og Slóvakíu samkvæmt nýjustu tölum tölfræðideildarnnar Eurostat. Tæp 20 prósent vinnufærra kvenna í Póllandi eru án atvinnu og tæp 17 prósent kvenna í Sló- vakíu og rúm 15 prósent karl- manna í báðum löndum eru atvinnulaus. Best er ástandið í Danmörku og Írlandi en atvinnu- leysi beggja kynja er innan við fimm prósent í báðum löndunum. - aöe Atvinnuleysi innan ESB: Mest í Póllandi og Slóvakíu LÖGREGLUMÁL Mikil fjölgun fíkni- efnamála hefur orðið í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi en á síð- asta ári komu upp 123 slík á móti aðeins 39 málum árið 2003. Fjölgun mála hefur haldist í hendur við meira magn haldlagðra fíkniefna. Árið 2003 var lagt hald á 12 alsælupillur en 225 stykki á síðasta ári. Einnig jókst til muna magn haldlagðs hass og kókaíns á sama tímabili. - aöe Lögreglan í Kópavogi: Fjölgun fíkni- efnamála SVÍÞJÓÐ Nýfætt barn fannst yfir- gefið í mosku í hverfinu Söder- malm í Stokkhólmi á miðvikudag. Barninu fylgdi, að sögn vefútgáfu Aftonbladet, bréf með ósk um að einhver tæki barnið að sér. Í bréfinu kom fram að bréfrit- arinn hefði hitt móðurina fyrir utan moskuna. Hún hefði beðið sig um að halda á barninu meðan hún skryppi aðeins frá. Hún hefði hins vegar ekki komið til baka og því hefði bréfritarinn farið inn með barnið og skilið það þar eftir. „Ég kann ekkert á börn,“ sagði í bréf- inu. Lögreglan leitar nú að foreldr- um barnsins. ■ Barn fannst í mosku: Móðirin skildi barnið eftir BLINDRAFÉLAGIÐ Félagsmenn Blindrafélagsins skora á heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis að afgreiða ekki frum- varp um sameiningu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Sjón- stöðvar Íslands úr nefndinni í and- stöðu við félög notenda. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra kom á fund í Blindrafé- laginu sem samþykkti ályktun til að mótmæla vinnubrögðum við gerð frumvarpsins. Blindir telja ekkert tillit tekið til athugasemda stjórnar Blindrafélagsins og segja mikla andstöðu við frumvarpið í sínum röðum enda engar nýjung- ar í þjónustu í því. - ghs Blindrafélag Íslands: Mótmælir frumvarpi Bandaríkjadalur 70,24 70,58 Sterlingspund 121,98 122,58 Evra 83,7 84,16 Dönsk króna 11,219 11,285 Norsk króna 10,51 10,572 Sænsk króna 8,916 8,968 Japanskt jen 0,5935 0,5969 SDR 100,82 101,42 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 10.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 117,6202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.