Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Þráins Jónssonar Ekrusíðu 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til Friðriks Yngvasonar læknis, starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri og Oddfellowreglunnar á Akureyri. Halla Gunnlaugsdóttir Ásta Þórunn Þráinsdóttir Gunnlaugur Þráinsson Erla Margrét Haraldsdóttir Halla Sjöfn Ágústsdóttir Friðrik Már Steinþórsson Anna Rut Ágústsdóttir Gunnar Pétur Hauksson Ágúst Orri Ágústsson Gauti Gunnlaugsson Sandra Ýr Gunnlaugsdóttir Birkir Már Friðriksson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristín Sigurðardóttir Hólmgarði 64, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 6. mars. Útför verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. mars kl. 15.00. Örn Edvaldsson Lena Anderssen Sigrún M. Guðnadóttir Sesselja I. Guðnadóttir Markús Þorvaldsson Sigurður Guðnason María Lilja Ialfante Sverrir Ó. Guðnason Steinunn Jensdóttir 50 ára afmæli „Litla“ systir er 50 ára í dag. Hún verður með heitt á könnunni í dag hjá mömmu að Höfðagrund 2, Akranesi. Innilegar hamingjuóskir, systkinin. AFMÆLI Markús Þór Andr- ésson listamaður er 31 árs. Sophia Hansen baráttukona er 47 ára. Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis er 54 ára. Kristín Steinsdóttir rithöfundur er 60 ára. Þuríður Pálsdóttir söngkona er 79 ára. ANDLÁT Sesar Þór Viðarsson, Brakanda II, Hörgárbyggð, lést af slysförum laugardaginn 4. mars. Ögmundur Helgason, Tóm- asarhaga 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 8. mars. Böðvar G. Baldursson, Smára- rima 74, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. mars. Vilhjálmur Árnason, hæstaréttar- lögmaður, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 8. mars. Helgi Pálsson, fyrrverandi leigu- bílstjóri, Hólmgarði 56, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. mars. María Kristjana Angantýsdóttir, Öldustíg 3, Sauðárkróki, lést á JARÐARFARIR 13.30 Halldór Guðmundsson, fyrrv. rafvirkjameistari Pósts og síma, Suðurengi 30, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Guðmundur Guðmunds- son, Hlíf II á Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðar- kirkju. 14.00 Bára Signý Sigurvinsdóttir, Fjarðarstræti 55, Ísafirði, verður jarðsungin frá Suður- eyrarkirkju. 14.00 Jóhann Kristinn Gunnars- son, frá Flatey á Skjálfanda, Garðarsbraut 57, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Sigríður Hallgrímsdóttir, Reykhúsum, Eyjafjarðar- MERKISATBURÐIR 1702 Fyrsta dagblaðið á ensku, The Daily Courant, er gefið út í London. 1941 Þýskur kafbátur gerir árás á línuveiðarann Fróða suður af Vestmannaeyjum. Fimm menn farast. 1961 Deilum við Breta um útfærslu landhelginnar í tólf sjómílur lýkur með sam- komulagi um viðurkenn- ingu þeirra. 1984 Guðlaugur Friðþórsson, 22 ára stýrimaður, syndir í land um fimm kílómetra leið þegar vélbáturinn Hellisey ferst austur af Heimaey. 1985 Mikhaíl Gorbatsjov tekur við leiðtogasæti í Sóvétríkjun- um. 2004 Sprengingar á lestarstöð í Madríd verða 191 að bana. ALEXANDER FLEMMING (1881- 1955) LÉST ÞENNAN DAG „Góður sopi af heitu viskí fyrir svefninn – það er ekki mjög vísindalegt, en hjálpar engu að síður.“ Skoski vísindamaðurinn Alexander Flemming fékk nóbelsverðlaun og riddaratign fyrir framlag sitt til læknavísindanna. Á þessum degi árið 1990 lýsti Litháen yfir sjálfstæði frá Sóvétríkjunum. Ekki vakti ákvörðunin kátínu hjá stjórn Sovétríkjanna og hún svaraði yfirlýsingunni með því að setja viðskiptabann á olíu og önnur efnahagsbönd á ríkið. Saga Litháens er löng og að mörgu leyti merkileg en upphaf búsetu má rekja aftur til þúsund fyrir krist. Á miðöld- um var ríkið eitt það stærsta í Evrópu en það sameinaðist Póllandi seint á fimmtándu öld. Árið 1795 gekk svo Litháen inn í Rússland við þriðju skiptingu Póllands. Á tuttugustu öld urðu raddir um menningarlega sérstöðu Litháen háværari og í samningum Rússa og Þjóðverja 1918 öðlaðist Litháen sjálfstæði. Landinu tókst þó ekki að halda sér óháðu og á næstu tveimur áratugum skiptu Pólverjar, Þjóðverjar og Sóvétmenn sér ítrekað af innanríkis- málum Litháa. 1940 réðust Sóvétríkin síðan inn í landið en töpuðu því árið eftir til Þjóðverja. Þegar stríðinu lauk var landið frelsað og ríkisstjórn sem var höll undir Sóvétríkin komið fyrir. Sjálfstæðið hélst þó ekki lengi því í janúar 1991 réðust sóvéskir skrið- drekar inn í Vilníus, höfuðborg Litháen. Stjórn þeirra hélst þó ekki lengur en til sjötta september sama ár þegar Sóvétríkin samþykktu að veita Litháen og hinum Balkanskagalöndunum tveimur sjálfstæði. ÞETTA GERÐIST> 11. MARS 1990 Litháen brýst undan Sóvétríkjunum FRÁ VILNÍUS Í LITHÁEN Tréskurður hefur kannski ekki farið hátt hér á landi undanfarin ár. Engu að síður er um að ræða vaxandi listgrein hér á landi sem fjöldi manns ræktar í tómstundum sínum. Félag áhuga- manna um tréskurð er tíu ára á þessu ári í tilefni að þeim tímamótum opnar félagið sýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur klukkan eitt. „Sýningin er yfirlitssýning á verk- um félagsmanna og annarra á þessu tíu ára tímabili,“ segir Friðgeir H. Guð- mundsson sem er formaður félags áhugamanna um tréskurð. Fjöldi þátt- takenda á sýningunni gefur vísbend- ingu um hversu ríkt landið er af tré- skurðarfólki en um fjörutíu listamenn sýna þar það sem í þeim býr. „Sýningin er haldin til að vekja athygli á þessari listgrein,“ segir Friðgeir en hann er sjálfur tréskurðarmaður og með verk á sýningunni. En hvað er tréskurður, spyr sá sem ekki veit. „Við erum að vinna í alls konar munum,“ segir Friðgeir og nefn- ir sem dæmi þekkta stíla eins og bar- okk og endurreisnina sem tréskurðar- fólk sækir innblástur í. „Svo erum við í lágmyndum sem við köllum en þær eru hengdar á vegg og í rauninni af hverju sem er. Myndin getur verið bara úr sveitinni eða af ákveðnum hlut,“ segir Friðgeir. Einnig er mikið unnið með þriðju víddina og skornar út stand- myndir. „Svo erum við með ýmsar nýj- ungar sem hafa gefið þessu skemmti- legan svip,“ segir Friðgeir en hann hefur með nemendum sínum lagt áherslu á að skapa ákveðinn grunn á bak við skurðinn. „Við notum dálítið mikið málverkið á bak við og svo höfum við líka verið með spegla, litað gler og ýmislegt fleira.“ Hann þakkar félaginu að meiri sam- gangur er nú á milli tréskurðarmanna og þeir ekki lengur að vinna hver í sínu horni. „Félagið hefur skapað þann grundvöll að menn eru farnir að hittast miklu meira og sjá hvað hinir og þessir eru að gera. Þannig er hægt að fylgjast með nýjungum og menn eru að prófa sig áfram,“ segir Friðgeir. Hann bætir við að mikil gróska sé líka í tréskurðin- um núna ekki síst vegna þess að nú er auðvelt að sækja sér kennslu. „Aðstæð- urnar skapa grundvöll fyrir því að fólk geti lært þetta af einhverri skynsemi. Við erum einir fjórir sem erum að kenna af fullri alvöru,“ segir hann. „Þetta smitar allt út frá sér og að það verður meiri áhugi fyrir starfinu.“ Og áhuginn leynir sér ekki í félag- inu þar sem Friðgeir segir að komi saman fólk af öllum stærðum og gerð- um. „Karlar eru kannski í meirihluta en konur eru líka mikið í þessu,“ segir hann og bætir við að félagsmenn séu líka alls staðar að af landinu. „Svo er þetta alls konar fólk, bæði ungir og gamlir og allt frá því að vera verkafólk upp í framkvæmdastjóra,“ bætir hann við. FÉLAG ÁHUGAMANNA UM TRÉSKURÐ: TÍU ÁRA Áhuginn smitar út frá sér FRIÐGEIR H. GUÐMUNDSSON Formaður félags áhugamanna um tréskurð segir að mikil gróska sé í listinni. Áhugasamir geta skoðað yfirlit síðustu tíu ára á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ragnheiður Gísladóttir Helgamagrastræti 42, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 9. mars. Útför auglýst síðar. Pálmi B. Aðalbergsson Björk Lind Óskarsdóttir Andrés V. Aðalbergsson Ólöf Konráðsdóttir Stefán Aðalbergsson Guðmundur Páll Pálmason Snorri Pálmason Kristín Sesselja Kristinsdóttir og langömmubörn. Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 7. mars. Sigrún Gréta Guðráðsdóttir, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 9. mars. sveit, áður til heimilis á Miklubraut 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grundarkirkju. 14.00 Elín Sigríður Gústafs- dóttir, frá Borgarholti, Djúpavogi, síðast til heimilis í Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Djúpavogskirkju. FÆDDIST ÞENNAN DAG 1899 Friðrik XI Dana- konungur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.