Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 78
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR46 utlit@frettabladid.is SMEKKURINN GYÐA BERGS VERSLUNARSTJÓRI RETRO Í SMÁRALIND Veikust fyrir fegurð og gleði MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI ÞITT ER VALIÐ WHOPPER! Ummmm ... Ekta eldsteiktur hamborgari úr fyrsta flokks hráefni með brakandi fersku grænmeti. Vortískan iðar af rómantík. Ljósir litir á borð við ferskju-litaðan og kampavínslitað- an verða áberandi þegar hlýnar í veðri. Þessir litir eru óvenjulega fallegir við húðlitinn, sérstaklega þegar sólin hefur fengið að leika við okkur. Svo má alltaf setja á sig smá kinnalit og örlítið sólarpúður og þá er málinu reddað. Það verð- ur mikið um blúndur, pallíettur og annað nostur sem hressir upp á vorflíkurnar. Pilsin verða með mikilli vídd að neðan sem gaman er að sveifla til og frá. Topparnir verða ýmist úr 100 prósent silki og þá frekar laussniðnir eða með kor- silett sniði sem ýtir barminum upp. Einnig verður mikið um aðsniðnar skyrtur þar sem áhersl- an verður lögð á mittislínuna. Við alla þessa rómantík má líka vera í í rokkaðri fatnaði eins og ferskju- lituðum gallabuxum, hvítum galla- buxum eða stuttum gallapilsum. Munið þó að ef þið eruð í ljósu pilsi er alveg á bannlista að klæðast húðlituðum sokkabuxum. Það er langt þangað til þær komast aftur í tísku. martamaria@frettabladid.is Rjúkandi rómantík Spáir þú mikið í tískuna? Ég er ekki með hana á heilanum allan daginn en jú vissulega spái ég og spekúlera í tískunni örugglega miklu meira en margir aðrir. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er klassískur, kvenlegur og svo blanda ég sprelli við það. Hann er bara alveg óborganlegur! Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Roberto Cavalli og svo finnst mér minni hönnuðir rosalega hressandi eins og Surly og Aftur systur. Flottustu litirnir? Blár. Hverju ertu veikust fyrir? Fegurð og gleði. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Hvítar hnébuxur sem ég elska. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Kvenleikinn. Til dæmis mittisbelti, hærri og þrengri buxur og pilsin þrengri og síðari. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Allt sem mig langar í! Uppáhaldsverslun? Nú Retró að sjálfsögðu! Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Held ekki bókhald. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Uppáhaldshattsins míns. Uppáhaldsflík? Roberto Cavalli buxurnar mínar. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? New York alveg pottþétt. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér Eftirlíking af buffalo skóm, hvítir og svartir, alger hroðbjóður!! GAMALDAGS TOPPUR Úr versluninni Oasis. BÓLERÓ PEYSA Hægt að nota yfir kjóla eða boli. Peysan er úr Karen Millen. PRJÓNAVESTI Þau verða málið í sumar. Þau eru bæði smart og hlý og fást í versluninni Oasis. RÓMAN- TÍSK PEYSA Frá verslun- inni Oasis. SUMARLEGT PILS Úr Karen Millen. SKRAUTLEGT Pallíettuskreytt pils frá Oasis. FERSKJULITAÐUR Passar vel með gallafatnaði og hvítu. Ekki er verra að vera með smá gloss við til að hressa almennilega upp á útlitið. Skyrtan er úr Oasis. FLESTAR KONUR ELSKA SILKI Þessi toppur er úr Karen Millen og passar nánast við allt, bæði gallabuxur og við sparipils. PRINSESSU- KJÓLL Hæfir vel fyrir brúðkaup sumarsins eða bara á árshátíð- ina. Kjóllinn er úr versluninni Karen Millen. SATÍN OG BÓMULL Skemmtilega blandað saman í þessum fagra bol. Hann fæst í versluninni Oasis. > Svartar sokkabuxur ...voru úti um allt á nýafstöðnum tískuvikum og langflottast er að vera í svörtum hælaskóm við. Myndin er úr sýningu Marc by Marc Jacobs. Það fer drúgur tími í það að huga að því hverju skal klæðast á árshátíð. Í gær spruttu upp stórar og miklar umræður um tilvonandi árshátíð- arkjóla í vinnunni minni, hvernig þeir ættu að vera og hvað ætti að varast. Mitt innlegg í þessa umræðu var að kaupa ekkert sem viðkom- andi myndi bara nota einu sinni, Það er engin réttlæting í því að kaupa rándýran árshátíðarkjól því það eru afar litlar líkur á því að þig langi til að klæðast honum aftur á næsta ári. Eina réttlætingin er sú að hægt sé að nota árshátíðarkjólinn í brúðkaup seinna á árinu en þá er líka oft líklegra að mann langi til að vera í einhverju allt öðru. Þetta getur því verið frekar snúið og ég mæli með því að þið púslið einhverju saman af því sem til er heima og bætið einhverju smotteríi við eins og nýjum skóm, bóleróermum, pallíettuvestum eða fjöðrum í hárið. Í fyrra var ég í kampavínslituðum sparikjól á árshátíðinni, engum sokkabuxum og berfætt í skónum. Kvöldið byrjaði vel, ég hellti ekki niður á mig rauðvíni yfir forréttinum og ekki braut ég hælinn af skón- um. Það versnaði þó í því yfir desertinum, missti súkkulaðistöng ofan á kampavínslitaða kjólinn og þá var ekkert annað í stöðunni en að fara niður á bað, reyna að sápa súkkulaðið á brott og þurrka kjólinn aftur í handþurrku kvennaklósettsins. Eins og lög gera ráð fyrir var þetta dálítill „partíkiller“ en ég lét það ekki á mig fá. Á miðnætti fór ég þó að finna fyrir öðrum kvilla. Mig var farið að verkja í fæturnar af sokkaleysinu. Það hefur heldur aldrei þótt sérlega hollt fyrir fæturnar að ganga í pinnahælum sem eru í orðsins fyllstu merkingu reimaðir utan um ökklann. Ég lét mig þó hafa það að vera á árshátíðinni til hálf- tvö, þá gafst ég upp og fór heim að hvíla lúnar tásur. Í kvöld verð ég hvorki í kampavínslituðum kjól né sokkabuxnalaus. Það verða engar pallíettur, bara einfaldur svartur kjóll og slatti af góðu skapi. Árshátíðarkjólakrísa...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.