Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 6
6 11. mars 2006 LAUGARDAGUR FINNLAND Bandaríska utanríkis- ráðuneytið gagnrýnir finnsk stjórnvöld fyrir að vinna ekki nógu vel gegn mansali frá ríkjum fyrrum Sovétríkjanna, sérstak- lega Rússlandi og Eystrasaltsríkj- unum. Þetta kemur fram í árlegri mannréttindaskýrslu bandarískra stjórnvalda. Finnskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að spyrna nógu vel gegn mansali, sem fram fer í gegn- um Finnland og í Finnlandi. Talið er að hundruð tilvika eigi sér stað í landinu á hverju ári, að sögn Huf- vudstadsbladet, en Finnum hefur ekki tekist að upplýsa eitt einasta tilfelli. - ghs Mansal í Finnlandi: Gagnrýni frá Bandaríkjunum KJÖRKASSINN Ætlarðu að fjárfesta í hlutabréf- um á næstu vikum? Já 29,7% Nei 70,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Segðu þína skoðun á Vísir.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar- flokkur, Samfylking og óflokks- bundnir munu bjóða fram samein- aðir í sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ í vor og er þetta í fyrsta skipti sem þessir hópar sameinast um framboð. Um algjöra endur- nýjun er að ræða þar sem fráfar- andi bæjarfulltrúar eru í neðstu sætum. Steinþór Einarsson skipar efsta sæti listans og þar á eftir koma Sigrún Aspelund, Hjördís Eva Þórðardóttir og Þorgeir Pálsson. - sdg Bæjarmál í Garðabæ: Minnihlutinn sameinast GARÐABÆR Minnihlutinn býður sameigin- lega fram í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fíkniefnamisferli í Keflavík Einn ökumaður var stöðvaður í Keflavík við eftirlit lögreglu og fannst lítið magn tób- aksblandaðs hass í fórum hans. Annar ökumaður var handtekinn skömmu síðar vegna gruns um ölvun við akstur. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL „Þetta er að mörgu leyti svolítið Bubba-leg fyrirsögn,“ sagði Eiríkur Jónsson, blaðamaður á DV, í dómssal en aðalmeðferð í máli Bubba Morthens gegn Garð- ari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, og 365-prent- miðlum fór fram í gær. Þess er krafist af hálfu Bubba Morthens og lögmanns hans, Sig- ríðar Rutar Júlíusdóttur, að ummælin „Bubbi fallinn!“, sem birtust á forsíðu blaðsins Hér og nú hinn 16. júní 2005, verði dæmd dauð og ómerk. Að auki er krafist tuttugu millj- óna króna í miskabætur vegna þess tjóns sem Bubbi varð fyrir vegna fyrirsagnarinnar og mynda sem birtust með fréttinni. Bubbi bar því við að mannsorð sitt hefði beðið hnekki vegna fyrir- sagnarinnar og að hann hefði þurft að ganga á fund viðsemjanda sinna, til dæmis forsvarsmanna Íslands- banka og Idol-stjörnuleitar, og greina þeim frá því að hann væri ekki byrjaður að neyta fíkniefna að nýju, eins og skilja hefði mátt af fyrirsögninni. „Dóttir mín varð fyrir aðkasti vegna þessa máls og þetta reyndi mikið á mína fjöl- skyldu,“ sagði Bubbi meðal annars fyrir dómi. Garðar Örn Úlfarsson sagði fyr- irsögnina ekki hafa verið setta fram til að skapa misskilning. „Okkur datt það ekki í hug að fólk myndi misskilja þessa fyrirsögn, þar sem myndin af honum með sígarettu í munnvikinu gaf ekki til- efni til annars en að Bubbi væri byrjaður að reykja,“ sagði Garðar fyrir dómi. Garðar sagði enn fremur að þetta dómsmál væri mikilvægt mál fyrir blaðamannastéttina. „Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að þetta mál er mikilvægt fyrir blaðamannastéttina í heild sinni. Þetta er spurning um eðlilegt tján- ingarfrelsi fjölmiðla og ef dómur- inn félli okkur í óhag í starfi þá yrði væntanlega að hætta að nota íslensku sem tungumál í blaða- mennsku.“ Eiríkur Jónsson sagði í dómssal að „Bubbi Morthens væri fyrir Reykjavík það sem Brad Pitt væri fyrir Hollywood,“ og vitnaði þar til bandaríska leikarans góðkunna. Eiríkur sagði Bubba lengi hafa verið einn vinsælasta mann lands- ins og því væri það eðlilegt að fjall- að væri um það í blöðum ef hann byrjaði að neyta tóbaks, þar sem hann hefði lengi verið „frægur fyrir að vera hættur eiturlyfja- notkun, drykkju og tóbaksnotkun.“ Fyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ hefði því verið eðlileg í samhengi við fréttina og myndina sem fylgdi með. magnush@frettabladid.is Bubbi vill tuttugu milljónir í bætur Bubbi Morthens krefst þess að ummælin „Bubbi fallinn!“, sem prýddu forsíðu tímaritsins Hér og nú á síðasta ári, verði dæmd dauð og ómerk. Garðar Örn Úlfarsson segir málið mikilvægt fyrir blaðamannastéttina í heild sinni. EIRÍKUR JÓNSSON Sagði Bubba Morthens vera það fyrir Reykjavík sem Brad Pitt væri fyrir HollywoodFRÉTTABLAÐIÐ/GVA BUBBI MORTHENS ÁSAMT VERJANDA SÍNUM Bubbi Morthens ræðir hér málin við verjanda sinn, Sigríði Rut Júlíusdóttur, í dómssal í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær.. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAFORKUMÁL Sameiginlegt smásölu- fyrirtæki Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og RARIK er lykilatriði þess að samkeppni myndist á raf- orkumarkaði, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra. „Með smásölu- fyrirtækinu er brugðist við nýjum aðstæðum á raforkumarkaði og fyrirtækjunum gert kleift að taka þátt í samkeppnis- umhverfinu sem orðið er til.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að vel kunni að vera að smásölufyrirtækið komi til skoðunar eftirlitsins. Val- gerður segir það ekki valda sér áhyggjum að Samkeppniseftirlitið hafi augastað á áformunum: „Sam- keppniseftirlitið hlýtur þá einnig að skoða hvort Reykjavíkurborg geti átt 45 prósent í Landsvirkjun á sama tíma og hún á Orkuveitu Reykjavík- ur, því fyrirtækin keppa á mark- aði.“ Páll Gunnar segir eignartengslin á sama hátt geta komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins. Smásölufyrirtækið var stofnað í gær. RARIK og Orkubúið eiga 36 prósenta hlut í fyrirtækinu og Lands- virkjun 28 prósent. - gag Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sáttur við smásölu raforkufyrirtækja ríkisins: Lykill að samkeppni orkuveitna Bankaræningi fangelsaður David Alexander Toska, höfuðpaurinn að baki bankaráninu í Stavangri í Noregi fyrir tveimur árum, var í gær dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir ránið. Toska játaði aðild sína að ráninu, en í því var lögreglumaður skotinn til bana. Tólf aðrir ákærðir voru dæmdir í allt að sautján ára fangelsi. NOREGUR VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra. PÁLL GUNNAR PÁLSSON Forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. LÓÐAÚTHLUTUN Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur farið í gegnum tilboð tíu hæstbjóðenda í einbýlis- og parhúsalóðirnar í Úlfarsfelli. Byggingaverktakinn Benedikt Jósepsson, systir hans og faðir hafa þegar valið sér lóð. Benedikt, sem átti hæsta tilboð í 39 af 40 einbýlishúsalóðum, segir að hann hafi enn ekki gert upp við sig hvort hann skoði réttarstöðu sína en útilokar það ekki. Hann hafi sitthvað út á lóðamál í borg- inni að setja, hann hafi ætlað að hætta við öll tilboðin en svo ákveð- ið að standa við eitt. Bjarni Tómasson og félagi hans, Gunnar Jónasson, sem áttu flest hæstu tilboðin í parhúsalóð- irnar hafa valið eina. Þeir hyggj- ast ekki stefna borginni. - gag Útboð á umtöluðum lóðum í Úlfarsfelli: Tíu einbýlis- og parhús seld ÚLFARSFELL Borgin opnaði kauptilboðin 17. febrúar og er búin að ganga frá tilboðum í 10 af 83 par- og einbýlishúsalóðum. Brúðkaupsgestir týna lífi Sprengja sem sprakk í gærmorgun í suðvestur- hluta Pakistans varð minnst 26 manns að bana og særði sjö. Fólkið, aðallega konur og börn, var á leið í brúðkaup þegar rútan sem það ferðaðist í ók yfir sprengju ætlaða skriðdrekum með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglunni hefur ekki tekist að finna út hver stóð að baki árásinni. PAKISTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.