Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 76
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR44 Sunnudagur 12. mars kl. 14.00 Afmælissýning hjá Snúð og Snældu í Iðnó, Glæpir og góðverk Dansleikur í Stangarhyl kl. 20.00 Mánudagur 13. mars kl. 13.00 Afmælisbridsmót á vegum bridsdeildarinnar í Stangarhyl 4. Þriðjudagur 14. mars kl. 13.00 (mæting kl. 12.30) Afmælisskákmót á vegum skákdeildarinnar í Stangarhyl 4. Miðvikudagur 15. mars - afmælisdagurinn kl. 14.00 – 16.00 Opið hús í Stangarhyl 4 Stjórn félagsins tekur á móti gestum. Avörp, danssýning, leikfimissýning, Kór Félags eldri borgara ofl. Fimmtudagur 16. mars kl. 10.00 og kl. 13.00 Skoðunarferð frá Stangarhyl 4 um nýju hverfin í Reykjavík í boði Guðmundar Tyrfingssonar og Strætó b.s. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 2111 fyrir 15. mars. Fimmtudagur 16. mars kl. 20.00 Söngskemmtun kórs Félags eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 20.00. Gestir kórsins verða Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir og Ingibjörg Þorbergs. Föstudagur 17. mars kl. 10.00 – 16.00 Ókeypis aðgangur að eftirtöldum söfnum: Þjóðminjasafni Íslands, Ásmundarsafni, frá kl. 13.00, Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu frá kl. 10.00-16.00. Föstudagur 17. mars kl. 20.00 Skemmtikvöld með þjóðlegu ívafi í Stangarhyl 4 kl. 20.00. Samkomunni lýkur með dansi Laugardagur 18. mars kl. 14.00 – 16.00 Bókmenntaveisla í Stangarhyl 4 Guðrún Helgadóttir, Matthías Johannessen, Njörður P. Njarðvík, Ragnar Arnalds, Þorsteinn frá Hamri og Þóra Jónsdóttir lesa úr verkum sínum. Sunnudagur 19. mars kl. 14.00 – 16.00 Hátíðarsamkoma á Hótel Sögu kl. 14.00 - 16.00 Margrét Margeirsdóttir formaður félagsins setur hátíðina Ávarp: borgarstjóri frú Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hátíðarræða: Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson Einsöngur: Egill Páll Árnason Heiðursviðurkenning Fjöldasöngur, afmælisljóð (höf. texta Helgi Seljan) við undirleik Sigurðar Jónssonar Upplestur: Arnar Jónsson leikari Danssýning: nemendur frá dansskóla Jóns Péturs og Köru. Heildsölu lagersala Listaverð Utsöluverð frá Utivistarjakki 29,990 11,900 Hlaupajakki 8,990 3,900 Flíspeysa 12,990 5,900 HiTec Golfskór 12,990 5,900 Fótboltaskór 13,990 5,900 Einnig mikið úrval af: Skíðafatnaði, Utivistarfatnaði, Golffatnaði, Iþróttafatnaði, Brettafatnaði Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir 50-90% afsláttur!! Við rýmum til á lagernum vegna sumarlínu okkar sem kemur fljótlega til landsins. Við seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði! www.zo-on.com ZO-ON Iceland Nýbýlavegur 18 (gengið inn Dalbrekku megin) Opnunartími Fimmtud. 14-20 Föstud. 14-20 Laugard. 10-18 Sunnud. 11-17 Mánud. 14-20 9-13 mars 2006 Fyrstur kemur, fyrstur fær! Komið tímanlega því takmarkað magn er til af öllum vörum Í dag frumsýnir Halaleik- hópurinn leikritið Pókók eftir Jökul Jakobsson í leikstjórn Vilhjálms Hjálm- arssonar. Vilhjálmur hefur verið sérlegur „ljósálfur Halans“ undanfarin tíu ár en hann kom fyrst að starfi hópsins sem ljósamaður. Nú hefur hann söðlað um og tekið að sér að stýra leikhópnum í ádeilukennd- um ærslaleik þar sem m.a. koma við sögu jarmandi börn og angist- arfullur efnafræðingur. Halaleikhópurinn er skipaður fötluðum og ófötluðum leikurum og hefur starfað undanfarin fjór- tán ár. Vilhjálmur segist hafa „labbað inn alveg blákaldur fyrir tíu árum“ og haldið að hann væri alveg fordómalaus. „Þetta var dálítið skrítið fyrst en svo reynd- ist þetta vera alveg einstaklega skemmtilegur hópur,“ segir Vil- hjálmur. „Við fáumst við hefð- bundin leikverk, sum snúast um fötlun – önnur ekki, og stundum er snúið upp á fötlunina. Það er eitt- hvað svo skemmtilegt sem gerist í hópnum. Það er mikið hlegið – sér- staklega undanfarna mánuði.“ Leikhópurinn var stofnaður með það markmið að „iðka leiklist fyrir alla“ og hefur hópurinn lagt sitt af mörkum til þess að eyða fordóm- um í garð fatlaðra og opna augu almennings fyrir því að fatlaðir geti einnig, þrátt fyrir ýmsar hind- anir, leikið á sviði eins og aðrir. Að sögn leikhópsins hefur skortur á hefðbundinni fötlun samt aldrei verið fyrirstaða innan hópsins. Efnisval leikhópsins hefur alla tíð verið fjölbreytt, á síðasta ári setti hópurinn upp Kirsuberja- garðinn eftir Tsjekhov en áður hefur Halaleikhópurinn m.a. sýnt Túskildingsóperu Brechts og Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns- son. Íslendingar ennþá rollur Vilhjálmur segir að leikritið Pókók eigi brýnt erindi við íslenskan samtíma. „Verkið var skrifað árið 1961 en gæti allt eins hafa gerst í gær. Jökull hefur lag á því að pikka í íslensku þjóðarsálina – hvort sem hann gerir það á alvar- legum nótum eða ekki. Hann bend- ir okkur Íslendingum á það sem við erum innst inni – rollur.“ Við- fangsefni verksins er stöðug eftir- sókn mannfólksins eftir vindi en Vilhjálmur segir að undir farsa- kenndum ærslum leynist gallhörð ádeila og „Jökull glottandi út í eitt“. Að sögn Vilhjálms gætu per- sónur verksins fundið sér fyrir- myndir í íslenskum fjármálaheimi nútímans. „Íslenska þjóðin hefur sjálf séð til þess að atburðir verks- ins eiga sér tilvísun nú sem fyrr,“ segir Vilhjálmur. Alls koma 18 leikarar fram í sýningunni en um 30 manns koma að uppfærslunni með einum eða öðrum hætti. Áætlað er að sýna Pókók fram í aprílmánuð eða eftir því sem aðsókn leyfir. Sýningarn- ar fara fram í húsnæði leikhópsins í Hátúni 12. Pikkað í þjóðarsálina HALALEIKHÓPURINN FRUMSÝNIR PÓKÓK Leiðrétting Í frétt um lok ljósmyndasýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Fréttablaðinu í gær var ranglega sagt að sýningin væri í Gerðu- bergi. Hið rétta er að sýningin er í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýning- unni lýkur á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.