Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 32
[ ] Ýmsir smábílar hafa verið kynntir til sögunnar á bílasýn- ingunni í Genf. Þar getur að líta bæði ný og gömul andlit. Alþjóðlega bílasýningin í Genf fer nú fram í 76. skiptið. Hátíðin hófst 2. mars síðastliðinn og stendur til 12. mars. Eins og venjulega koma fram á sýning- unni margar athyglisverðar hug- myndir og áhugaverðir bílar. Margir þeirra eru þó hugmynda- bílar sem aldrei eiga eftir að koma á almennan markað. Á sýningunni má einnig finna keim af þeirri þróun sem bíla- heimurinn allur stefnir í. Einn af þeim flokkum sem hafa verið að þróast hvað mest á undanförnum misserum er án efa smábílar. Margir bílaframleið- endur hafa verið að svara eftir- spurn almennings eftir spar- neytnari og umhverfisvænni fólksbílum. Einfaldasta svarið við því kalli eru smábílarnir. Flestir bílaframleiðendur ver- aldar eyða nú miklum peningum og tíma við þróunarvinnu á smá- bílum. Meira að segja hafa stóru bandarísku framleiðendurnir slegist í hópinn og blanda sér nú í baráttuna um hylli fólks. Banda- rísku risarnir sjá nefnilega ýmis sóknartækifæri á evrópskum markaði eftir mikla lægð á þeim bandaríska. Þróun smærri bíla hefur einn- ig beinst að því að auka öryggi þeirra og vélarafl. Smábílar hafa einmitt verið nokkuð áberandi á bílasýningunni í Genf, í kringum alla hina fínu og framúrstefnu- legu bílana. Nokkrir bílaframleið- endur hafa þar kynnt nýja smá- bíla á meðan aðrir hafa kynnt endurbættar útgáfur af gömlum og góðum bílategundum. Flestir þessara bíla miða að því að auka hagkvæmni, menga minna og skila jafnframt auknu öryggi og krafti. Inn í þetta fléttast svo frumleg og skemmtileg hönnun, allt til hagsbóta fyrir hinn almenna bifreiðaeiganda. steinthor@frettabladid.is Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Honda frumsýndi í Genf nýja Type-R útgáfu af betrumbættum Civic sem nýlega kom á markað. Civic er gott dæmi um smábíl sem hefur yfir geysimiklu afli að ráða. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Sbarro GT C1 frá Citroën er nokkuð frumlegur smábíll með talsverðu afli þrátt fyrir smæð sína. Hann er þó frekar sýningarbíll en hagkvæmur fjölskyldubíll. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Nýr bíll frá Peugeot, Peugeot 207, var frumsýndur á blaðamannafundi rétt áður en sýningin hófst. Enn einn framleiðandi sem reynir að koma til móts við kröfur neytenda um örlítið stærri smábíla sem þó eru þægilegir í innanbæjarakstri og eyða litlu. NORDICPHOTOS/AFP Smart smábílar í Genf Thomas LaSorda, stjórnarformaður Daimler-Chrysler í Bandaríkjunum, stendur stoltur við nýja Dodge Hornet-hugmyndabílinn. Bíllinn hefur vakið mikla athygli og gæti valdið straumhvörfum í þróun nýrra smábíla. NORDICPHOTOS/AFP Bílaþvottur getur verið mjög skemmtilegur í góðum félagsskap. Þegar veðrið er sæmilegt er ágætt að nota tækifærið og þvo bílinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.