Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 32
[ ]
Ýmsir smábílar hafa verið
kynntir til sögunnar á bílasýn-
ingunni í Genf. Þar getur að
líta bæði ný og gömul andlit.
Alþjóðlega bílasýningin í Genf
fer nú fram í 76. skiptið. Hátíðin
hófst 2. mars síðastliðinn og
stendur til 12. mars. Eins og
venjulega koma fram á sýning-
unni margar athyglisverðar hug-
myndir og áhugaverðir bílar.
Margir þeirra eru þó hugmynda-
bílar sem aldrei eiga eftir að
koma á almennan markað.
Á sýningunni má einnig finna
keim af þeirri þróun sem bíla-
heimurinn allur stefnir í.
Einn af þeim flokkum sem
hafa verið að þróast hvað mest á
undanförnum misserum er án efa
smábílar. Margir bílaframleið-
endur hafa verið að svara eftir-
spurn almennings eftir spar-
neytnari og umhverfisvænni
fólksbílum. Einfaldasta svarið við
því kalli eru smábílarnir.
Flestir bílaframleiðendur ver-
aldar eyða nú miklum peningum
og tíma við þróunarvinnu á smá-
bílum. Meira að segja hafa stóru
bandarísku framleiðendurnir
slegist í hópinn og blanda sér nú í
baráttuna um hylli fólks. Banda-
rísku risarnir sjá nefnilega ýmis
sóknartækifæri á evrópskum
markaði eftir mikla lægð á þeim
bandaríska.
Þróun smærri bíla hefur einn-
ig beinst að því að auka öryggi
þeirra og vélarafl. Smábílar hafa
einmitt verið nokkuð áberandi á
bílasýningunni í Genf, í kringum
alla hina fínu og framúrstefnu-
legu bílana. Nokkrir bílaframleið-
endur hafa þar kynnt nýja smá-
bíla á meðan aðrir hafa kynnt
endurbættar útgáfur af gömlum
og góðum bílategundum. Flestir
þessara bíla miða að því að auka
hagkvæmni, menga minna og
skila jafnframt auknu öryggi og
krafti. Inn í þetta fléttast svo
frumleg og skemmtileg hönnun,
allt til hagsbóta fyrir hinn
almenna bifreiðaeiganda.
steinthor@frettabladid.is
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Honda frumsýndi í Genf nýja Type-R útgáfu af betrumbættum Civic sem nýlega kom á markað. Civic er gott dæmi um smábíl sem hefur
yfir geysimiklu afli að ráða. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Sbarro GT C1 frá Citroën er nokkuð frumlegur smábíll með talsverðu afli þrátt fyrir smæð
sína. Hann er þó frekar sýningarbíll en hagkvæmur fjölskyldubíll. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Nýr bíll frá Peugeot, Peugeot 207, var frumsýndur á blaðamannafundi rétt áður en sýningin
hófst. Enn einn framleiðandi sem reynir að koma til móts við kröfur neytenda um örlítið
stærri smábíla sem þó eru þægilegir í innanbæjarakstri og eyða litlu. NORDICPHOTOS/AFP
Smart smábílar í Genf
Thomas LaSorda, stjórnarformaður Daimler-Chrysler í Bandaríkjunum, stendur stoltur við nýja Dodge Hornet-hugmyndabílinn. Bíllinn
hefur vakið mikla athygli og gæti valdið straumhvörfum í þróun nýrra smábíla. NORDICPHOTOS/AFP
Bílaþvottur getur verið mjög skemmtilegur í góðum
félagsskap. Þegar veðrið er sæmilegt er ágætt að nota
tækifærið og þvo bílinn.