Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 12
11. mars 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Í bernsku heyrði ég einu sinni
brandara um Carter Bandaríkjafor-
seta og Brezhnev Sovétleiðtoga.
Hann hljóðaði svo: „Brezhnev var
eitt sinn í opinberri heimsókn í
Bandaríkjunum. Carter vildi að
sjálfsögðu sýna hversu frjálst sam-
félagið á Vesturlöndum væri þannig
að hann benti út um gluggann á
Hvíta húsinu á mann sem stóð fyrir
utan með mótmælaspjald sem á
stóð: Carter er fífl. Sérðu þetta,
sagði Carter. Þetta má segja í
Bandaríkjunum. Það er nú ekkert
merkilegt, sagði Brezhnev. Það má
hver sem vill í Sovétríkjunum
standa á Rauða torginu með spjald
þar sem stendur: Carter er fífl.“
Burtséð frá því að vera fyndinn
hafði þessi brandari ákveðinn boð-
skap. Málfrelsi getur nefnilega
verið tvenns konar. Annars vegar
er málfrelsi í skilningi Brezhnevs:
Frelsið til að tala illa um fólk sem
býr í fjarlægum löndum og hefur
engin ítök í manns eigin samfélagi.
Hins vegar er frelsið sem Carter
vildi benda á: Frelsið til að gagn-
rýna eigin stjórnvöld. Í þessu
tvennu felst munurinn á frjálsum
samfélögum og ófrjálsum.
Málfrelsið í þeim skilningi sem
Carter talar fyrir í brandaranum er
tiltölulega ný uppfinning. Meðal
þeirra sem börðust fyrir því er t.d.
franski þjóðfélagsrýnirinn Voltaire
sem reyndi á þanþol ritskoðunar í
einveldissamfélagi 18. aldar. Annar
hugsuður sem barðist ötullega fyrir
rétti manna til að gagnrýna eigin
stjórnvöld var John Stuart Mill.
Hann hélt því fram að slík gagnrýni
hlyti jafnan að leiða til betra samfé-
lags og þá skipti engu máli hvort
hún ætti rétt á sér eða ekki. Á Vest-
urlöndum hafa ýmiss konar lýð-
ræðissamfélög miklast af því að
fylgja sömu viðmiðum og þeir Volt-
aire og Mill. Jafnvel þekkjast þær
öfgar að þessi gildi séu kölluð „vest-
ræn“ eins og þau geti verið einka-
mál einhverrar þjóðar eða heims-
hluta.
Málfrelsið í hinni merkingunni
þekkist hins vegar í öllum samfé-
lögum og skiptir þá engu máli
hversu forneskjuleg þau eru að
öðru leyti. Á miðöldum hafði
almenningur í Evrópu t.d. mikið og
ríkulegt frelsi til að gagnrýna trú-
arbrögð – annarra. Við þekkjum
dæmi úr íslenskum miðaldaritum
þar sem Múhammeð spámanni er
iðulega lýst sem djöfli eða falsara. Í
Rémundar sögu keisarasonar segir
t.d. að múslimar séu með „bann-
setta sál því Maúmet gjörir þeim
tál“.
Þannig er til tvenns konar mál-
frelsi. Annað hefur náðst eftir tölu-
verða þróun í sögu mannsandans og
fyrir því þarf reglulega að berjast.
Undanfarin ár hefur þetta brot-
hætta málfrelsi – rétturinn til að
gagnrýna eigin stjórnvöld – verið í
töluverðri kreppu í þeim löndum
þar sem það hefur hingað til staðið
hvað styrkustum fótum. Löggjöf
sem í orði kveðnu á að vera innlegg
í „stríð gegn hryðjuverkum“ bein-
ist ekki hvað síst gegn þessum rétti.
Þessi lög eru orðuð með loðnum
hætti þannig að hægt er að túlka
hvers konar gagnrýni og samfélags-
ádeilu sem „hvatningu til hryðju-
verka“. Þannig hugsanaháttur er
ekki bundinn við sérvitringa eða
öfgamenn. Í nýrri löggjöf sem ligg-
ur núna fyrir alþingi eru dregin upp
forneskjuhugtök eins og „landráð“
sem ganga þvert á nútímahugmynd-
ir um einstaklingsfrelsi, þar sem
trúnaður fólks á að vera við aðrar
manneskjur en ekki land eða ríki.
Hin gerðin af tjáningarfrelsi
hefur aldrei verið í neinni kreppu
og aldrei hefur þurft að berjast sér-
staklega fyrir því. Fyrr en nú. Núna
verður ekki þverfótað í íslenskum
blöðum fyrir álitsgjöfum sem vilja
verja hið dýrmæta málfrelsi – í
merkingu Brezhnevs og íslenskra
miðaldamanna. Réttinn til að tala
illa um fólk í fjarlægum löndum,
minnihlutahópa og alla þá sem ekki
eru hluti af okkar samfélagi eða
viðmiði. Svo rammt kveður að þessu
að ef einhver slysast til að gefa í
skyn að það þurfi nú stundum að
sýna öðrum virðingu og tillitssemi
þá dugar ekkert minna en að sami
einstaklingur birti opinbera afsök-
unarbeiðni og dragi hinar hræði-
legu skoðanir til baka. Málfrelsið er
jú svo mikilvægt, skilurðu.
Mér er líka annt um málfrelsið.
Ég hvet hinar nýju frjálsræðishetj-
ur eindregið til að mæta nú reglu-
lega fyrir framan stjórnarráðið og
mótmæla Múhameð spámanni,
keisaranum í Kína eða hverjum
þeim manni úti í heimi sem þær
langar til. Sjálfur ætla ég hins
vegar að standa þar líka og mót-
mæla Halldóri Ásgrímssyni, Geir
Haarde eða marskálknum á Kefla-
víkurflugvelli. Undir mínu spjaldi
standa þeir Voltaire og John Stuart
Mill. Það gæti verið verra.
„Því Maúmet gjörir þeim tál“
Í DAG
TJÁNINGARFRELSI
SVERRIR
JAKOBSSON
Rétturinn til að tala illa um
múslima á sér rótfasta hefð
sem nær aftur til miðalda.
Hugmyndir þeirra Voltaires og
Johns Stuarts Mills snúa hins
vegar að annars konar mál-
frelsi.
Tíminn og vatnalög
Þegar þingmenn standa upp úr sætum
sínum í dag og yfirgefa þingsalinn hafa
þeir rætt breytingar á vatnalögum í 30
til 40 klukkustundir í vikunni. Skipulag
umræðunnar og fundarstjórn forseta
þingsins varð þingmönnum reynd-
ar umtalsefni lengi vel í gær. Pétur
Blöndal, Sjálfstæðisflokki, vildi gjarnan
ræða málið í hörgul. En minnti menn
á að eins væri með tímann og vatnið
– hvort tveggja rynni hjá og kæmi aldrei
aftur. Förum því vel með tímann, sagði
Pétur. Karl Axelsson, lektor
við lagadeild Háskóla
Íslands, nefndi í framhjá-
hlaupi téðar breytingar á
vatnalögum í fyrirlestri.
Hann taldi að skipulag
stjórnarráðsins væri
farið að standa
heildstæðri og
skynsamlegri löggjöf
á mörgum sviðum fyrir þrifum.
Málið er þannig vaxið að málaflokkar
geta heyrt undir fleiri en eitt ráðuneyti.
Oft rekast hagsmunir eða skoðanir á
milli ráðuneyta og lagasmíð á vegum
eins þeirra veldur vanda á öðru sviði og
í öðru ráðuneyti eða hættu á ósam-
kvæmni og ósamræmi.
Dragbítur lagasetningar
Oft gerist það að lagasetning sem
varðar ekki aðeins eina stofnun heldur
margar verður torveld einmitt af þeim
sökum. Þegar semja skal lagafrum-
varp um lax- og silungsveiði upphefst
togstreita milli iðnaðarráðuneytis sem
fer með vatnamál og landbúnaðarráðu-
neytis sem fer með veiðimál. Stofnun-
um fjölgar, háskólar heyra undir fleiri
en eitt ráðuneyti, matvælaeftirlit og
hollustumál heyra undir mismunandi
stofnanir og svona mætti áfram telja.
Þetta leiðir hugann að því að forsæt-
isráðherra mæltist bréflega til þess
við ráðherra sína í ágúst í fyrra að þeir
huguðu að endurskoðun á skipan ráðu-
neyta með fækkun þeirra í huga. Geir H.
Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins,
hugnast einnig að sameina ráðuneyti
og fækka ráðherrum í níu. Á þessu
hafði hann orð í áramótagreinum.
Þegar liðinn var janúarmánuður höfðu
ráðherrarnir Björn Bjarnason og Árni
Magnússon, sem falin var ábyrgð á
málinu, ekki haldið einn einasta
fund. Ef til vill eru ráðherrarnir
ekkert sérstaklega áfram um
það sjálfir að semja tillögur um
fækkun ráðherrastóla. Næsta
ljóst er að ef til uppstokkunar
kemur verða málefni sjávarút-
vegs, iðnaðar og landbúnaðar
sameinuð í einu atvinnuvega-
ráðuneyti. Skyldi málið vera endanlega
sofnað nú þegar Árni er hættur?
johannh@frettabladid.isHræringar á fjármálamarkaði hafa fengið Valgerði Sverr-isdóttur, viðskiptaráðherra, til þess að setja fram hug-myndir um aðild Íslands að evrópska myntbandalaginu í
þeim tilgangi að leysa krónuna af hólmi með evru. Út frá almennu
sjónarmiði hreyfir ráðherrann hér við álitaefni, sem ærin ástæða
er til að brjóta til mergjar þegar til lengri tíma er horft. En hitt
er fráleitt að hugsa evruna sem lausn á tímabundnum óróleika,
og í sjálfu sér ekki víst að það hafi verið hugsunin. Og sú aðferð,
sem ráðherrann leggur til, er með öllu óraunhæf.
Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu er ekki á
dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Grein viðskiptaráðherrans
breytir engu í því efni. En framhjá því verður hins vegar ekki
litið, að það hlýtur að teljast nokkur pólitískur viðburður, þegar
viðskiptaráðherra kveður sér hljóðs með svo afgerandi hætti
um jafn stórt, viðkvæmt og margslungið mál; ekki síst í ljósi
þess hver staða þess er í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Hvað
sem öðru líður hlýtur þetta frumkvæði eigi að síður að vekja upp
umræðu um íslensku krónuna í alþjóðlegu samhengi og stöðu
efnahagsmálanna.
Viðbrögð Geirs Haarde, utanríkisráðherra, og Sigríðar Önnu
Þórðardóttur, umhverfisráðherra, við þessum hugmyndum
komu ekki á óvart og eru reyndar í fullu samræmi við stöðu
þessa máls innan ríkisstjórnarinnar. Hitt vekur meiri athygli á
hvern veg fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður,
Össur Skarphéðinsson, tók á málinu þegar það kom til umræðu á
Alþingi. Þar kvað vissulega við annan tón en venjulega heyrist
úr hans herbúðum, þegar Evrópusambandið ber á góma.
Með hliðsjón af stefnu Samfylkingarinnar hefði mátt ætla, að
talsmaður hennar hefði átt meiri samleið með ráðherrum Fram-
sóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins þegar mál sem þetta ber
á góma. En því var ekki að heilsa að þessu sinni. Þannig efaðist
þingmaðurinn um tímasetningu þessa útspils viðskiptaráðherra.
Taldi það aukheldur bera vott um taugaveiklun og lýsti því sem
örþrifaráði. Hvorugt væri til þess fallið að sefa markaðinn.
Sú ályktun verður ekki dregin af þessum ummælum, að Össur
Skarphéðinsson hafi skipt um skoðun varðandi aðild Íslands að
Evrópusambandinu. En nærlægt er að túlka þau á þann veg, að
sannfæring hans um að hraða framvindu þess máls sé ekki eins
sterk og áður. Í annan stað geta ummælin bent til þess, að hann
vilji stýra umræðunni um Evrópusambandið á þann veg, að það
mál útiloki ekki samstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar-
innar að loknum næstu kosningum.
Ef hér eru dregnar réttar ályktanir geta viðbrögð Össurar
Skarphéðinssonar haft talsvert pólitískt gildi; að því tilskildu, að
aðrir forystumenn Samfylkingarinnar slái sama tóninn. Það er
raunhæft mat, að breytingar á afstöðu Íslands gagnvart Evrópu-
sambandinu geti aðeins gerst með breiðri samstöðu þjóðarinnar.
Það þýðir einfaldlega, að þrír stærstu flokkarnir þurfa að koma
þar að eigi eitthvað að gerast.
Ef sá nýi tónn, sem Össur Skarphéðinsson hefur nú slegið,
felur í sér viðurkenningu á þessari staðreynd gæti hann hugsan-
lega leitt til afslappaðri umræðu og jafnvel málefnalegri um
þetta stóra álitaefni. Og því má ekki gleyma, að stjórnarskráin
útilokar með öllu Evrópusambandsaðild. Skynsamlegt væri að
gera breytingar þar á óháð áformum um að nota þá heimild. Að
öllu athuguðu er því einsýnt, að útspil viðskiptaráðherra er ekk-
ert augnabliksmál og ekki líklegt kosningamál.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Umræða um evrur og krónur.
Össur slær
nýjan tón
Jónínubréf á netið Tölvupóstur, sem virðist
innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á
milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar,
ritstjóra Morgunblaðsins, var settur á bloggsíðu sem
hýst er í Bandaríkjunum.
Banaslys á Akureyri Piltur á tvítugsaldri lést
þegar bifreið sem hann var farþegi í var ekið á
vegg verksmiðjuhúss á Akureyri. Ökumaðurinn slasaðist
alvarlega.
Konur betri ökumenn Heilastarfsemi kvenna ger-
ir þær að betri ökumönnum samkvæmt ítarlegum
prófum og rannsóknum breskra sálfræðinga. Í ljós kom
að konur áttuðu sig tvisvar sinnum oftar en karlar þegar
skipta þurfti um aksturslag.
11 ára stúlku nauðgað í Bretlandi Óhug sló á
Breta eftir að ellefu ára stúlku var naugað inni á
salerni í matvöruverslun í Warwickshire í Bretlandi.
Árni Magnússon í Íslandsbanka Félagsmálaráð-
herra kvaddi pólitíkina í vikubyrjun og réði sig til
starfa sem forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði
Íslandsbanka. Jón Kristjánsson tekur við ráðuneyti Árna
en Siv Friðleifsdóttir kemur á ný í ríkisstjórn og tekur
við heilbrigðismálum.
Samtökin ´78 kæra Gunnar í Krossinum Formaður
Samtakanna ´78 hefur kært forstöðumann Krossins
vegna harðorðrar blaðagreinar hans um samkynhneigða
og líf þeirra.
Jarðskjálfti í nágrenni Krísuvíkur Jarðskjálfti upp
á 4,6 á Richterskala skók höfuðborgarsvæðið á
mánudag. Skjálftinn fannst allt austur á Selfoss. Óveru-
legt tjón varð af völdum skjálftans.
Kært fyrir einkadans í lokuðu rými Eigandi
nektardansstaðarins Goldfinger og tvær erlendar
dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að sýna einkadans
í lokuðu rými.
Leggja blóm og kerti við slysstað Mikill fjöldi
blóma og kerta var lagður að ljósastaur á mótum
Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar til minningar um
Guðrúnu Jónsdóttur sem lést þar í bílslysi í fyrri viku.
Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey Ingólfur
Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt af yfir-
völdum að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann
segir uppátæki Yoko einungis fjárplógsstarfsemi í nafni
friðarátaks.
*Þetta voru tíu mest lesnu greinarnar á Vísir vikuna 4. til 10. mars.
MEST LESNU GREINARNAR Á VÍSI
1
2
3
4
5
7
8
9
10
6