Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 28
Mesta baráttan stendur á milli tveggja stærstu flokkanna í landinu en það eru Alianza Republicana Nac- ionalista eða ARENA og Frente Farabundo Martí para la Liberaci- ón Nacional eða FMLN. Síðar- nefndi flokkurinn var skæruliða- hópur sem árið 1980 gerði uppreisn gegn hægristjórninni sem þá var við völd og naut stuðnings Banda- ríkjastjórnar. Þar með var mann- skæð borgarastyrjöld hafin þar sem um 75 þúsund manns létu lífið. Friðarviðræður hófust svo árið 1989 og formlegt vopnahlé komst á eftir milligöngu Samein- uðu þjóðanna 1992. Þá var FMLN viðurkenndur sem stjórnmála- flokkur. Þingsætin eru 84 og í kosningunum 2003 náðu hvorki FMLN né hægriflokkurinn ARENA meirihluta svo nú er sam- steypustjórn við völd. Kristilegi demókrataflokkurinn PDC, sem er með sextán þingmenn, á einnig sæti í þeirri stjórn. Glæpagengin verða til í Bandaríkj- unum Lögregluyfirvöld hafa skorið upp herör gegn glæpagengjum sem erfitt hefur verið að koma lögum yfir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að morðtíðni í El Salvador er með þeim hæstu í heiminum. Violeta Polanco, fjölmiðlafulltrúi lögregl- unnar í El Salvador, segir sex til átta morð vera framin í landinu að meðaltali á degi hverjum. Sérstök lög sem jafnan eru kölluð La Mano Dura eða Með harðri hendi gera lögreglunni heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að tilheyra glæpagenginu La Mara Salvatrucha. Hólmfríður Garðarsdóttir, dós- ent í spænsku, bjó til margra ára í Mið- og Suður-Ameríku og þekkir forsögu þess og annara gengja. „Meðan borgarastyrjöldin ríkti flykktust íbúar El Salvador til Bandaríkjanna, bæði þeir sem voru ofsóttir af hægrimönnum og þeir sem voru ofsóttir af vinstri- mönnum. Oftast var þetta barn- margt fólk og örlög barnanna í nýja landinu voru að alast upp í úthverfafátækt í borgum eins og Los Angeles. Þegar bandarísk yfirvöld ákváðu svo, fyrst árið 1996 og svo tveimur árum síðar, að gera skurk í málefnum ólög- legra innflytjenda voru þessir krakkar orðnir ungt fólk; mennt- unarlaust, utangátta og talaði tungumál sem var mitt á milli spænsku og ensku. Þessi hópur var stoðin í mörgum glæpagengj- um til dæmis í Los Angeles. Þessu unga fólki var svo skóflað upp í rútur og flutt til San Salvador en þar átti það ekkert. Ríkari upp- sprettu fyrir glæpi og ofbeldi er varla hægt að hugsa sér. Þessi hópur stofnaði með sér glæpa- gengi og þá tóku heimamenn við sér og stofnuðu sín glæpagengi til höfuðs þessum nýbúum og enginn réð við neitt.“ Barátta yfirvalda við glæpagengin Carlos Henriquez er blaðamaður hjá dagblaðinu La Prensa Grafica og hefur hann skrifað mikið um ofbeldið í landinu. Hann segir að til átaka hafi komið í nokkrum borgum landsins á miðvikudags- kvöld en þá var síðasti dagur kosn- ingabaráttunar. „Þó borgarastyrj- öldin sé liðin undir lok eru sárin enn opin og lítið þarf svo að upp úr sjóði,“ segir hann. Blaðamaður Fréttablaðsins spurði Henriquez hvað frambjóð- endur segðu við kjósendur, sem flestir hafa þungar áhyggjur af ofbeldinu í landinu. „Það hefur lítið gengið hjá lögregluyfirvöld- um að stemma stigu við ofbeldi glæpagengja hér í landi og það verður sífelt grófara. Upp á síð- kastið hefur til dæmis verið geng- ið milli bols og höfuðs manna í bókstaflegri merkingu svo þetta verður sífellt hrottalegra. Eru þar menn úr glæpagengjum að drepa andstæðinga sína, óviðkomandi fólk og jafnvel gera þeir út um mál sín á milli með þeim hætti að það endar með hrottalegum morð- um. Illa gengur að hafa hendur í hári misindimannanna þar sem fólk er almennt óttaslegið, þorir ekki að bera vitni og vill helst ekki koma að málum með neinum hætti. En þó er ekki allt ofbeldi í landinu runnið undan rifjum glæpagengja þó þau séu stærsta vandamálið. Flestir virðast sammála um að lausnirnar felist ekki eingöngu í hertri löggæslu heldur þurfi einn- ig að grípa til samfélagslegra úrræða. Fátækt og atvinnuleysi er mikið í landinu og því þarf að reyna að virkja unga fólkið til að taka þátt í samfélaginu svo það lendi ekki í slagtogi við misindis- menn. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi og allt of margir hætta í skóla áður en þeir ljúka við grunnskóla og þar sem ekki er mikið um atvinnu geta þeir auð- veldlega orðið utanveltu. Það er því verkefni þeirra sem halda munu um stjórnartaumana að draga úr atvinnuleysi og leggja aukna áherslu á menntun og aðra samfélagslega þætti.“ Nýir menn boða breytta tíma Kosningarnar á morgun marka að mati margra viss þáttaskil í land- inu. „Merki eru á lofti um að pólit- íska landslagið sé að breytast í landinu með nýju fólki,“ segir Hólmfríður. „Schafik Handal, sem stofnaði FMLN og var hálfgerður guðfaðir þeirra sem unnu eftir hugmyndafræði andspyrnuhreyf- ingarinnar, lést í þarsíðasta mán- uði og Roberto D´Aubuisson, sem svipuðu hlutverki gegndi hjá hægrimönnum, féll frá í lok síð- asta árs. Þar með eru þessi beinu tengsl stjórnmálanna við borgara- styrjöldina smátt og smátt að mást út. Hingað til hefur umræðan verið nokkuð óvægin en nú virðist sem nýir menn séu tilbúnir að ræða málin á öðrum forsendum.“ Borgarstjóraframbjóðandi FMLN í San Salvador er Violeta Menjivar og er það eitt merkið enn um breytta tíma í landinu en konur hafa hingað til ekki þótt eiga erindi í æðstu embætti lands- ins. ■ 11. mars 2006 LAUGARDAGUR28 HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR, DÓSENT Í SPÆNSKU Hólmfríður segir að nýir tímar gætu verið að renna upp í El Salvador þar sem menn eru til í að grafa stríðsöxina og ræða málin á öðrum grundvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELÍAS ANTONIO SACA, FORSETI EL SALVADOR OG FORMAÐUR HÆGRIFLOKKSINS ARENA Forsetinn ávarpar stuðningsmenn ARENA-flokksins um síðustu helgi. Formlegri kosningabaráttu lauk á miðvikudag en þá kom til átaka milli fylgis- manna tveggja stærstu flokkanna í nokkrum stærstu borgum landsins. AFP PHOTO/MARLON GÓMEZ CARLOS HENRIQUEZ BLAÐAMAÐUR Henriquez segir að leita verði leiða svo að ungt fólk taki þátt í samfélaginu svo undirheimarnir glepji það ekki. VIOLETA MENJIVAR, BORGARSTJÓRAKAND- ÍDAT FMLN FLOKKSINS Margir binda vonir sínar við Violetu Menjivar sem borgarstjóra í San Salvador en áhersla FMLN-flokksins á samfélagsleg úrræði við ofbeldið í landinu fær sífellt meiri hljómgrunn. AFP PHOTO/YURI CORTEZ Vandi og væntingar í El Salvador Gengið verður til þing- og borgarstjórnarkosninga á morgun í El Salvador. Ljóst er að mikill vandi bíður þeirra sem halda munu um stjórnartaum- anna þar í landi. Íbúar hafa miklar áhyggjur af ofbeldinu í landinu, sem við Íslendingar höfum heldur ekki farið varhluta af, en Jón Þór Ólafsson, sem vann fyrir fyrirtækið Enex þar í landi, var myrtur á hrottalegan hátt fyrir skemmstu. Jón Sigurður Eyjólfsson kynnti sér málin. EL SALVADOR Íbúafjöldi: 6,8 milljónir. Höfuðborg: San Salvador með 1,8 milljónir íbúa. Forseti: Antonio Elías „Tony“ Saca. Hann kemur úr flokknum ARENA. Fjöldi héraða: 14. Landsvæði: 20.720 ferkílómetrar. Tungumál: Spænska en einnig Nahua og önnur tungumál frum- byggja. Kynþættir: Níutíu prósent íbúa eru mestísar, það er að segja blandaðir afkomendur Evrópubúa og Indíána. Níu prósent eru Evrópumenn og eitt prósent indíánar. Trúarbrögð: 83 prósent íbúa eru kaþólsk en mótmælendum fjölgar ört. Helstu útflutningsvörur: Kaffi, raf- magn, sykur, vefnaðarvörur, jarð- efnaafurðir og rækjur. Nýting náttúruauðlinda: Vatnsfalls- virkjanir, jarðhitavirkjanir, olíuboranir og mikil jarðræktun er í landinu. Helstu viðskiptalönd: Bandaríkin, Hondúras og Mexikó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.