Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 33
LAUGARDAGUR 11. mars 2006 5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 635BM 18"/20" 220BM 17" 635C 17"/18" Réttarhálsi 2 · 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan www.gvs.is 587 5588 Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 · 108 Reykjavík 530 5700 www.hollin.is 22 96 / Ta kti k 0 8.0 3.0 6 Glöggur lesandi hafði samband við Fréttablaðið og benti á villu í grein um heimskautaleiðangur Íslendinga á slóðir Vilhjálms Stef- ánssonar. Í greininni var gefin upp röng vefslóð á síðu leiðangursins en rétt slóð er www.arctictrails.is. Af heimskautaförunum er það að frétta að um miðja viku voru þeir komnir til Edmonton þar sem þeir sóttu spil á bílana og gervi- hnattasíma. Nýjustu fréttir af leiðangrinum eru á vefsíðunni www.arctictrails.is Rétt vefslóð Leiðrétting á vefslóð heim- skautaleiðangurs. Hópurinn við bílana áður en þeir voru settir í skip á Íslandi. Sigurvegari í meistaraflokki í snjókrossi vinnur sér keppnis- rétt á X-games næsta vetur. Nú eru þrjár umferðir búnar á Íslandsmótinu í snjókrossi. Fjórða umferðin fer fram í Mývatnssveit um aðra helgi og lokaumferðin á Egilsstöðum 1. apríl, sem er alþjóðlegt mót. Sigurvegari í meistaraflokki á því móti vinnur sér keppnisrétt á X-games næsta vetur, en þar keppa allir bestu snjókrossökumenn heims. Leikarnir eru eins konar ólympíuleikar jaðaríþrótta og er snjókrossið einn af hápunktum þeirra. „Þessi ákvörðun er mikil viðurkenning og mikill heiður fyrir snjókrossökumenn á Íslandi og sportið í heild,“ segir Gunnar Hákonarson hjá WPSA Íslandi. Hann bætti við að hugsanlega myndi þetta draga fleiri erlenda keppendur á alþjóðamótið, enda þurfa ökumenn í Bandaríkjunum að heyja harða keppni til að ávinna sér keppnisrétt á X- games. Ólympíuleikar jaðaríþrótta Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Ætli ég hafi ekki verið svona fjórtán ára. Það var áður en jeppavírusinn tók að gerjast innra með mér og ég og vina- hópurinn eyddum flestum helgum í að labba á fjöll í hvaða veðri sem var. Hellisheiðin var í okkar augum einn stór sand- kassi, fullur af leikföngum. Svo stutt að fara til að detta út úr siðmenningunni. Og enda- laus fjölbreytni í landslaginu. Ég stunda enn heiðina. Ekki eins oft og ég vildi og oftar á bíl en ekki. Enn er það fjöl- breytnin sem heillar. Slóðar og vegir sem liggja um dali og hæðir, yfir ár og torfærur. Í raun frábært sýnishorn og góð skemmtun. Og heitir lækir til að baða sig í eftir erfiðið. Á veturna er heiðin oft þétt- skipuð fólki; gangandi, á jepp- um eða vélsleðum. Hellisheiði er ennþá sandkassi Sunnlend- inga. Á allra síðustu árum hefur verið unnið að því að virkja Hellisheiðina. Ekki með uppi- stöðulóni, heldur með því að bora eftir heitu vatni og reisa gufuaflsvirkjun. Í dag eru á Hellisheiði tæplega þrjátíu borplön þar sem vatni er dælt upp úr jörðinni og í pípum að virkjuninni. Í undirbúningi eru tæplega sextíu plön í viðbót. Frá flestum þeirra munu líka liggja pípur, allar ofanjarðar. Til að tengja þessi mannvirki er búið að byggja vegi þvers og kruss. Vinnandi fólk, farar- tæki og vinnuvélar, og gufan streymir upp í himininn. Hvað útivistarparadísina varðar er Hellisheiðin aðeins farin að tapa ljómanum í mínum augum. Í síðustu heimsókn minni gat ég ekki stillt mig um að bera þessa virkjun saman við Kárahnjúkavirkjunina - þó að það sé náttúrlega ekki hægt, stærðarmunar vegna. En ég hugsaði til þeirra mörgu sem risu upp á afturfæturna og mótmæltu þeim framkvæmd- um. Á stað sem fæstir vissu að væri til. Þar var hiti í jörð. Þótti allsérstakt. Vissulega illa farið með fallegan stað, þó að fleiri hafi fengið hans notið eftir að allt umtalið hófst. Hellisheiðin er hins vegar fyrir allra augum. Grámyglu- legur hversdagsleikinn? Maður þarf að taka ein fimmtíu skref út fyrir veginn til að sjá hvern- ig heiðin er í raun og veru - ólg- andi uppsprettur og hverir, fal- legir dalir, lækir og fossar. Þarna stundar fólk útivist grimmt, allt árið um kring. Af hverju fór Hellisheiðin aldrei í umhverfismat? Af hverju mót- mælti enginn? Náttúra eða séra náttúra?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.