Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 38

Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 38
2 Rósastellið hennar ömmu er komið úr tísku. Þó svo að það valdi nost- algíu og með hverjum bita sem hverfur af diskinum rifjist upp ljúf æskuminning er það einfaldleikinn sem nú ræður ríkjum. Hvít stell með látlausri platínu eða gullskreytingu seljast best. Það er í forminu sem ferskleik- inn fær að njóta sín. Diskar eru fer- kantaðir, mitt á milli þess að vera ferkantaðir og hringlaga eða bara hvernig sem er. Flæðandi línur, uppbrot í köntum og allt þar á milli er að finna í matarstellum í dag. Það er auðvitað enn hægt að fá gömlu góðu ömmustellin og ný lit- rík stell sem grípa augað en látleysi á upp á pallborðið, eða öllu heldur matarborðið, í dag. Fréttablaðið fékk þrjár búðir, sem sérhæfa sig í postulíni og gleri, til að sýna brot af því besta og kynna það sem nýjast er. Búðirnar eru Villeroy og Boch, Hjörtur Niel- sen og Kristall og Postulín. Pen hvít stell vinsælust Einfaldleikinn er allsráðandi í postulínstískunni í dögun nýrrar aldar. Villeroy og Boch: Flæðandi línur eru allsráðandi í New Wave-stellinu. Skeiðin er einkar skemmtileg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Villeroy og Boch: Skemmtilegur diskur í New Wave-línunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjörtur Nielsen: Suomi-matarstellið er glæsilegt. Kristall og Postulín: Couture Platinum. Eins og nafnið gefur til kynna er skreytingin úr platínu en stellið sjálft er úr hágæða beinapostulíni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristall og Postulín: Caprice platinum-sett. Þetta sett er einnig hægt að fá með gylltri skreytingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■■■■ { vor í lofti } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hjörtur Niel- sen: Kampa- vínsglas sem sómar sér vel í hverri veislu. Hönnuðurinn Jasper Morrison er fæddur í London árið 1959. Hann útskrifaðist af hönnunar- braut Kingston Polytechnic Design School árið 1982 og lauk meist- araprófi í hönnun frá Konunglega listaháskólanum í London þremur árum síðar. Hann eyddi einu ári í Berlín á námsstyrk en tveimur árum seinna opnaði hann hönnunarstofu sína í London. Verk hans voru sýnd á Documenta 8 listsýningunni í Kassel árið 1987, þar sem hann hafði hannað fréttastofu Reuters. Í framhaldi af því var hann mjög áberandi í heimi lista og hönnunar í Evrópu og hannaði fyrir fjölmörg þekkt fyrirtæki, eins og SCP í Lond- on, Vitra og Cappellini. Árið 1994 var hann orðinn einn virtasti hönnuður Evrópu, búið var að gefa út bækur um verk hans og var hann sérstakur heiðursgestur á Interiuer-sýningunni í Berlín árið 1994, þar sem verk hans voru til sýnis. Ári seinni var hann ráðinn til að hanna sporvagna í Hannover, sem var eitt stærsta verkefni og viða- mesta hönnunarverkefni í Evrópu á þeim tíma. Hann hlaut sérstök verð- laun fyrir verkið, bæði fyrir hönnun og umhverfisverðlaun. Fjöldi spennandi verkefna hafa fallið honum í skaut, eins og ljós- hönnun fyrir Tate Modern í Lond- on og fleira. Hann starfar nú bæði í París og London og hannar að mestu fyrir fyrirtæki eins og Alessi, FBS, Canon, Sony, Rosenthal og Rowenta. Árið 2004 kom hann fram með línu af heimilistækjum fyrir Rowenta sem fengu mörg af helstu hönnunarverðlaununum það árið. Fæddur til að hanna Ferill hönnuðarins Jaspers Morrison hefur verið ein frægðar- ganga nánast frá útskrift hans úr listaskóla. Stóll hugsuðarins frá árinu 1988. Rowenta-kaffikanna, hitakanna og brauð- rist sem unnið hafa til margra hönnunar- verðlauna. Þrír samsettir skápar lakkaðir með háglans, sem Jasper hannaði fyrir fyrirtækið Capp- ellini. Einfalt matarborð á stálfótum. Skemmtilega samsettar hillur úr jöfnum kassalaga einingum. gamla mublu með því að sprautu- lakka hana í fallegum lit. Einnig getur verið fallegt að verða sér úti um stensla og mála mynstur á gamla kommóður eða skápa, skipta um höldur og hjarir á gömlum skápum og mublan er eins og ný. Einnig er hægt að setja nýtt gler í gamla glerskápa og láta þá jafnvel skera út mynstur í límfilmu sem límd er innan á glerið. lífgaðu upp á ... N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i›

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.