Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 61

Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 61
LAUGARDAGUR 11. mars 2006 29 Meistaranám við verkfræðideild HÍ - markvisst og öflugt nám á traustum grunni • Um 100 námskeið í boði. • Kennarar í fremstu röð á sínum sviðum. • Nálægð stúdenta við kennara auðveldar námið. • Góð vinnuaðstaða, þráðlaust net og aðgangur að sérhæfðum hugbúnaði. • Ýmsir möguleikar á styrkjum. • Sterk tengsl við atvinnulífið. • Einfalt að taka hluta námsins erlendis hjá virtum samstarfsskólum. www.verk.hi.is Hægt er að hefja meistaranám hvort sem er á vor- eða haustmisseri. Umsóknarfrestur er 15. mars fyrir haust- misseri og 15. september fyrir vormisseri. Umsóknareyðublöð á netinu: http://www.hi.is/page/verkfr-umsokn E N N E M M / S IA / N M 20 88 2 Ég valdi meistaranám við verkfræði- deild HÍ þar sem það hefur marga kosti sem mér þykja eftirsóknarverðir. Námið er krefjandi og skemmtilegt, verkefnin fjölbreytt og kennararnir hæfir. Námið er í samræmi við íslenskar aðstæður og sá möguleiki að vinna lokaverkefni í tengslum við atvinnulífið er fyrir hendi. Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir Meistaranemi í umhverfis- og byggingarverkfræði ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT F í t o n / S Í A Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum. Núna er hins vegar heilmikið af efni í honum. Magn efnisins hlýtur því að hafa breyst og þar með er svarið við spurning- unni: Nei, efnið er ekki varðveitt. Ekkert lögmál um varðveislu efnisins Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt. Eitt af helstu lögmálum eðlisfræðinnar er til dæmis lögmálið um varðveislu orkunnar sem segir að heildarork- an í alheiminum breytist aldrei og sé því alltaf sú sama. Orkan er einnig varðveitt í mikilvægum ferlum sem eru einangruð frá umhverfinu. Hins vegar er ekki til neitt lögmál um varðveislu efnis- ins því að „magn efnis“ getur breyst, hvort sem átt er við fjölda efnisagna eða heildarmassa efnis- ins. Í flestum ferlum í daglega líf- inu er efnið reyndar varðveitt. Þegar varðeldur brennur þá hverf- ur ekki efnið sem bálkösturinn var gerður úr, heldur breytist það í ösku og reyk. Það eru hins vegar til flóknari ferli í náttúrunni þar sem efnið varðveitist ekki. Orkan óbreytt Venjulega er talað um að efni sé samsett úr frumeindum eða atóm- um en þau eru svo aftur gerð úr öreindum. Í svokölluðum kjarna- hvörfum getur fjöldi frumeind- anna breyst, til dæmis við kjarna- klofnun í kjarnorkuverum þar sem þungur frumefniskjarni klofnar í tvo léttari, eða við kjarna- samruna inni í sólinni þar sem tveir kjarnar sameinast í einn þyngri. Heildarfjöldi öreindanna er þó varðveittur í slíkum hvörf- um en í öreindahvörfum breytast öreindir hver í aðra. Heildarfjöldi þeirra er þá ekkert endilega varð- veittur þó að fjöldi ákveðinna teg- unda hlíti tilteknum reglum sem takmarka hvers konar hvörf geti orðið og hve ört. Dæmi um þetta er rakið hér á eftir þar sem rætt er um efni og andefni og um þun- geindir. Samanlagður massi nýrra frumeindakjarna eða öreinda er yfirleitt minni eftir hvörf en áður svo það er ekki nóg með að fjöldi efnisagnanna hafi breyst heldur massi þeirra líka. Samkvæmt frægustu eðlisfræðijöfnu allra tíma, E = mc2 jafngildir massi orku en heildar- orkan í þessum ferlum er hins vegar óbreytt, í samræmi við lög- málið um varðveislu orkunnar. Orkan sem losnar við kjarnaklofn- un eða -samruna kemur því frá massanum sem „hvarf“. Efni og andefni Í öreindafræði er ekki litið svo á að efnið sé sett saman úr frum- eindum heldur úr enn minni eind- um sem eru kallaðar þungeindir (e. baryons), en hver þungeind er aftur samsett úr þremur kvörkum. Í öllum þekktum ferlum í náttúr- unni er svokölluð þungeindatala varðveitt stærð. Þegar efni og andefni rekast saman eyðast þau upp og ekkert situr eftir nema orkan. Í slíku ferli gæti maður haldið að heildarfjöldi þungeinda hafi minnkað, en svo er ekki. Andefni er nefnilega talið með neikvæðu formerki í þungeindatölu, B = 1 fyrir hverja þungeind og B = -1 fyrir hverja and-þungeind, og því breytist þungeindatalan ekkert þegar efni og andefni eyða hvort öðru. Stóra ráðgátan Við Miklahvell í upphafi alheims var ekkert efni til. Hvaðan kom þá efnið sem við erum öll gerð úr? Það er ekki vitað fyrir víst og ein af stóru ráðgátunum í stjarneðlis- fræði er einmitt hvers vegna það er svona miklu meira af efni en andefni í alheiminum. Kristján Rúnar Kristjánsson, doktor í eðlisfræði Er það satt að líkur sæki líkan heim? Já, rannsóknir sýna að menn drag- ast að jafnaði fremur að þeim sem svipar til þeirra sjálfra. Fólki líkar best við aðra á sama aldri, af sama kynþætti og með svipaða hæfileika og það sjálft í listum, íþróttum og bóknámi. Sömuleiðis er fólk líklegra til að velja sér maka sem er svipaður í útliti og það sjálft, af sama kynþætti, jafn- menntaður, í sömu þjóðfélags- stöðu, með álíka há laun, sem kemur úr svipaðri fjölskyldu, með sömu trúarafstöðu, sem er jafn félagslyndur og hefur svipaða afstöðu til stjórnmála, reykinga og áfengisdrykkju. Sameiginlegir eiginleikar treysta sambönd Fólk hefur ekki einungis tilhneig- ingu til að velja sér maka sem lík- ist því heldur bendir margt til þess að því lengur sem pör eru saman því líkari verði þau. Þetta er kannski ekki sérlega skrýtið því að sjálfsögðu verður fólk fyrir áhrifum af þeim sem það umgengst mest. Hvers vegna sækir líkur líkan heim? Makaval á þessum forsend- um er ekki með öllu tilgangslaust því margt bendir til þess að hjón sem líkjast hvort öðru skilji síður en önnur hjón. Það verður líka að teljast sennilegt að sameiginlegir eiginleikar treysti sambönd fólks; hafi fólk til að mynda sömu við- horf minnkar það líkur á alvar- legu ósætti sem leitt gæti til hjóna- skilnaðar, og sameiginleg áhugamál ýta undir að hjón geri eitthvað saman og leggi þannig rækt við hjónabandið. Líklegra að hitta líka Svo má auðvitað ekki gleyma þeirri augljósu staðreynd að fólk er einfaldlega líklegra til að hitta þá sem svipar til þeirra sjálfra heldur en aðra, þar sem líkt fólk sækir gjarnan í sömu aðstæður. Þannig má gera ráð fyrir að lista- spírur hitti oft aðrar listaspírur, að íþróttafólk hitti annað íþrótta- fólk og svo framvegis. Að auki er vitað að mönnum líkar best við það sem þeir þekkja vel, hvort sem það eru auglýsingar, popplög – eða annað fólk. Það fólk sem maður hittir dagslaglega er því það fólk sem manni líkar best við, og svo vill til að það er yfirleitt það fólk sem einnig líkist manni hvað mest. Heiða María Sigurðardóttir, B.A. í sálfræði og starfsmaður Vís- indavefsins Er alltaf jafn mikið af efni í alheiminum? VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindi á verði bíóferðar! Í stað þess að fara með börnunum í bíó á laugardegi er tilvalið að leiða þau inn í heim vísindanna. - Þann 11. mars hefjast Undur vísindanna sem er röð fimm námskeiða um vísindi handa fjölskyldum á vegum Vísindavefsins, Endur- menntunar og Orkuveitunnar. Í fyrsta námskeiðinu verður fjallað um undur örtækninnar og þar verður ýmsum spurningum svarað, meðal annars: Geta tölvur orðið óendan- lega hraðvirkar? Mun iPod komast fyrir í eyrnalokk? Munu vélmenni öðlast meðvitund? Verður hægt að hala niður DVD-mynd af netinu á einni sekúndu? Hægt er að skrá sig á vefslóðinni http://www.endurmenntun.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.