Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 66

Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 66
ÞAU SEM SITJA Á FREMSTA BEKK Því fleiri stjörnur sem mæta á tískusýningu, því meiri athygli fær hönn- uðurinn, og ljósmyndir frá viðburðinum birtast um allan heim. FASTAGESTIRNIR Það er alltaf stóll merktur þeim fremst við pallinn þar sem ljósmyndarar geta tekið ódauðlegar myndir. Eftir sýninguna fara þær baksviðs til að ræða um tjull og chiffon við stílistana sína. Cath- erine Deneuve, Madonna, Lauren Hutton, Nicole Kid- man og Elizabeth Hurley eru iðulega á fremsta bekk. MÚSURNAR Fallegar og hæfileika- ríkar og eru alltaf boðnar í partí hjá John eða Karl. Þær fá ókeypis föt gegn því að sýna sig í öllu lúkkinu og sumsé, auglýsa hönnuðinn. Lou Doill- on, Gwyneth Paltrow og Monica Bell- uci eru meðal þeirra sýnilegustu. AÐSKOTADÝRIN Fólk eins og dauð- arokkarinn Marilyn Manson og kona hans, fatafellan Dita von Teese sem þykir hafa afburðafallegan smekk. DITA VON TEESE Í PARÍS LOU DOILLON Á TÍSKUVIKU Í NEW YORK CATHERINE DENEU- VE Í PARÍS 11. mars 2006 LAUGARDAGUR34 ÞEIR SEM KOKKA UPP TÍSKUUPPSKRIFTIRNAR Það eru ritstjórar tískublaða, innkaupastjórar hjá tískuverslunum eða stílistar stórstjarnanna. Þetta fólk er ástæðan fyrir því að allir taka til dæmis upp á því að girða gallabuxurnar ofan í stígvélin. Tískustraumar heita „tendances“ á frönsku og þetta orð er vert að kunna ef maður vill komast inn í tískulingóið. CARINE ROITFELD. Ritstýra franska Vogue og besta vinkona Toms Ford. Þau bjuggu saman til það sem kallað hefur verið „porno-chic“ (ber- brjósta stúlka í Gucci-fötum). Þessi tískustraumur hafði yfirgnæfandi áhrif á auglýsingar og hönnun í lok síðasta áratugar. Eftir þetta hefur Roitfeld verið einn áhrifamesti tískuritstjóri í heimi: ef flík birtist í franska Vogue mun hún seljast í hundruðum eintaka. ANNA PIAGGI. Hún hefur unnið í bransanum í fjörutíu ár (af þeim var hún í átján ár hjá ítalska Vogue) og þar með skrifað 6.500 blaðsíður um tísku. Hún er Babels- turn tískupallanna, ber alltaf brjálæðislega hatta og málar sig eins og postulínsdúkku. Hún er 75 ára gömul og er gangandi tískubiblía. JEFFERSON HACK. Jú, þessi spjá- trungslegi piltur í Hedi Slimane- lúkkinu er enginn annar en fyrrver- andi kærasti og barnsfaðir Kate Moss. Honum er þó ýmislegt annað til lista lagt: hann er ritstjóri breska blaðsins Dazed and Confused, sem er eitt það svalasta í heiminum, og stofnaði tímaritið Another Magazine í fyrra sem þykir meistaralega flott. SUZY MENKES. Hún mundar eitur- penna Herald Tribune og slátrar hverri tískusýningunni á fætur ann- arri. Þessi kona mætir á 600 tísku- sýningar á hverju ári og án hennar byrjar engin sýn- ing. Hún lætur ekki múta sér með dýrum gjöfum frá tískuhönnuðum, og dreifir þeim í staðinn á spítala eða sendir þær aftur tilbaka. Hún er auðþekkjanleg á ban- ana-hárgreiðslunni sem hún hefur verið með til fjölda ára. ANNA WINTOUR. Býflugnadrottningin sjálf er ritstjóri bandaríska Vogue, og þegar hún mætir á sýningu eins og Darth Vader hætta allir að tala saman. Hún er dáð og dýrkuð fyrir óaðfinnanlegan smekk, og hefur ótrú- leg völd í tískuheiminum. Auðkennd á klassískri klipp- ingu sem hún hefur borið í áratugi, ásamt svörtum sól- gleraugum. Bráðum kemur bíómynd um hana á hvíta tjaldið sem heitir Djöfullinn klæðist Prada og er með Meryl Streep í aðalhlutverki. Hverjir móta tískuna? Ritstjórar, ljósmyndarar, tískuþrælar, stjörnur og fyrirsætur: allt þetta fólk hefur völdin til að skapa nýjustu straumana. Anna Margrét Björnsson skoðar helstu gúrúa tískunnar. ● Fashion week Þetta orð er notað á ensku hvarvetna í heiminum um tvær vikur á ári þegar tískusýningar eiga sér stað - sem er í febrúar-mars eða september-október í borgunum New York, París, London og Mílanó. ● Fitting Fyrirsætur mæta í „fitting“ eða mátun hjá hönnuðum til þess að sjá hvaða flíkur fara best á hvaða stúlku. Föt eru löguð til og sniðin utan á fyrirsæturnar. ● Sitting Þetta er aðalhöfuðverkurinn hjá skipuleggjendum sýninganna. Þeir verða að ákveða hvar allir boðsgest- irnir eiga að sitja án þess að eiga á hættu að brjóta niður viðkvæm egó. ● Standings Jú, fólkið sem er ekki í æðstu kreðsunum verður að standa meðan á sýningu stendur. Fyrsta regla þeirra sem sitja er að tala aldrei, aldrei við þetta fólk. ● La New Face Þetta gæti verið 14 ára fyrirsæta sem var að uppgötvast í Búdapest og er að sýna fyrir þekktan hönnuð. Ef henni gengur vel munu allir tala um hana. ● Look Book Þetta er einskonar sýn- ingarskrá yfir allar flíkurnar í línu hvers hönnuðar. Ritstjórar tískublaðanna líta ekki upp úr þessu. Orðabók tískuheimsins RITSTJÓRI FRANSKA VOGUE Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue, sést hér á sýningu Zac Posen fyrir haustið 2006 á tískuvikunni í New York. JEFFERSON HACK í útgáfuteiti tíma- ritsins „Another Magazine“ í New York síðastliðið haust. ANNA WINTOUR Ritstjóri bandaríska Vogue. ANNA PIAGGI Á opnun sýningarinn- ar „Fashion-ology“ í safninu Victoria & Albert í London í lok janúar. Sýningin fjallar um hana sjálfa og sýnir teikningar, hönnun og föt. SUZY MENKES Tískupenni Herald Tribune. TÍSKULJÓSMYNDARINN Ellen Von Unwerth mætir í Golden Globe-partí í Los Angeles. í janúar. MARIO TESTINO Mætir á tískusýningu Bur- berrys á síðustu tískuviku í Mílanó. CAROLINE TRENTINI Sýnir fyrir Reem Akra á tískuvikunni í New York. LIZ HURLEY SÉST HÉR Á SÝNINGU VERSACE Á TÍSKUVIKUNNI Í MÍLANÓ ÞAU SEM FESTA TÍSKUNA Á FILMU Heitustu ljósmyndarar tísku- bransans mæta á allar sýningar í leit að hinni nýju Kate Moss. Þetta fólk býr til nýju andlitin. MARIO TESTINO. Hann er með númerin hjá Naomi, Gisele og Gwyneth í símanum. Stærstu afrek hans eru síðustu ljósmynd- irnar af Díönu prinsessu í Vanity Fair, eða Versace-auglýsingin með Madonnu. Ef þessi maður myndar nýja fyrirsætu á forsíðu Vogue nær hún toppnum strax. ELLEN VON UNWERTH. Hún tekur mjög stelpulegar og sexí myndir fyrir forsíður blaða eins og Elle og Glamour og stóð fyrir mörgum auglýsingaherferðum hjá Guess. Er víst virkilega indæl manneskja og súpermódelin slást um að sitja fyrir hjá henni. TERRORISTARNIR Það er ljótt að drepa dýr til þess eins að búa til úr þeim rándýra pelsa. Það segja að minnsta kosti dýraverndunarsamtökin PETA sem eru samviska og samfélagsleg vitund tískubransans. Með- limir mæta reglulega á tískusýningar með stór plaköt eða þakin blóði. Nokkrum tókst meira að segja að henda tófú-böku á pelsvestið hennar Önnu Wintour. FYRIRSÆTURNAR Súpermódelið varð útdauð dýrategund í byrjun þessa áratugar, en á hverju ári eru nýjar og skærar stjörnur á tísku- pöllunum sem þykja bera af og hafa lúkkið sem táknar tískutíð- arandann. Þær eru ekki jafn miklar stjörnur og Naomi Camp- bell og Claudia Schiffer, en eru afar eftirsóttar af hönnuðum. Heitustu andlitin á þessu ári eru MARIACARLA BOSCONO, sem tók við af Kate Moss í H&M herferð- inni, danska unglambið FREYA BEHA sem sýnir hjá Chanel, Dior og YSL og ofurbomban CAROLINE TRENTINI sem sýnir meðal annars hjá Victoria‘s Secret. MARIACARLA BOS- CONI Í tímaritaaug- lýsingu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.