Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 74
11. mars 2006 LAUGARDAGUR42
menning@frettabladid.is
!
GUÐMUNDUR ODDUR
> SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR
Fyrir örfáum árum var ég staddur í félagsheimili úti á landi. Hafði samþykkt
að taka þátt í dómnefnd í fatahönnunarsamkeppni. Það var rífandi stemm-
ing. Pakkað hús. „Catwalk“ hafði verið smíðað úr tómum síldartunnum og
brettum. Svartar netadræsur og bleikir lóðabelgir voru notaðir sem skraut.
Strákar í búri spiluðu Boney M og Abba. Módelin báru það ekki með sér að
vera anorexíusjúklingar eða kókaín-neyslufíklar. Stoltið leyndi sér ekki. Þau
voru reyndar oftast aðeins of lengi á sviðinu, fóru einn og einn óþarfa hring.
Samt ekki svo óeðlilegt vegna þess að það var stappað, klappað og blístrað.
Það var hörkusamkeppni í gangi. Hönnuðurnir ekki allir úr sama plássinu. Eig-
inlega voru fötin orðin aukatriði – það var svo gaman. Viðstaddir gleymdu sér.
Ég fór sjálfur í annan heim og hugsaði með mér. „Ég hef aldrei verið á eins
skemmtilegri tískusýningu – djöfull líður mér vel.“ Gagnrýnisraddir vöknuðu
þó innra með mér. Samkvæmt „menntuðum sófistikeruðum smekk“ stóð
ekki steinn yfir steini. Sjónmenntafræðingurinn í sjálfum mér hvíslaði: „Þessi
fatnaður er í raun ekki „frambærilegur“.“ Ég sussaði bara á hann því það
var svo gaman. Ég hugsaði: „það er svo gaman vegna þess að við erum við.
Óhrædd, ófeimin, einlæg, saklaus og dálítið ánægð með okkur. Við vorum
við vegna þess að enginn utanaðkomandi var að glápa á okkur. Við vorum
íslensk. Um leið og við verðum meðvituð um gesti að ég tali nú ekki um gesti
með einhverjar Parísar-viðmiðanir – verður allt ónýtt. Ekkert gaman lengur
– allt einhvern veginn svo hallærislegt og sveitó. Allt nema náttúran allavega
í góðu veðri og kannski eitt og eitt hús.
Einu sinni fyrir langa löngu þegar ég var enn nemandi í listaskóla kom
útlenskur gestakennari að kenna. Hann var með Ísland á heilanum. Á þeim
tíma var Bubbi splúnkunýtt afl. Einn föstudagsmorgun mættum við í skól-
ann hátt uppi eftir upplifun gærkvöldsins á Borginni. Kennarinn spurði okkur
spjörunum úr. „Er hann íslenskur? Er hann að gera eitthvað íslenskt? Ég var
svolítið hissa á þessum spurningum. Bubbi var einhvers konar pönk allavega
nýbylgja. Hvað kom það Íslandi við? Jú, hann söng um slor og þúsund þorska
á færibandi. Rækjureaggí.. Er það ekki eitthvað íslenskt? En það voru ekki
beint svörin sem kennarinn með Ísland á heilanum var að leita að. Það rann
upp fyrir mér þegar samræðan dýpkaði að allt sem honum fannst íslenskt var
það sem ég hálf-skammaðist mín fyrir. Hann talaði um hvað íslenskir kórar
væru frábærir – sérstaklega þessir kirkjukórar í sveitunum. Hvað íslenskar
lúðrasveitir væru æðislegar sérstaklega þessar í smærri bæjum. Hvað íslenskt
lay-out væri flott sérstaklega það sem enginn hugsaði út í. Hvað íslenskur
hálf-kláraður arkítektúr væri á háu plani. Heyrðu, þessi kennari var augljós-
lega ekki heill á geðsmunum en samt úr innsta hring evrópskrar menningar.
Hér er enginn Frank Lloyd Wright, hér enginn Le Corbusier – Við íslendingar
eigum engan á svo háu plani. Við vorum orðnir ölvaðir. Þessi Íslandsvinur
öskraði á móti að þeir væru kellingar og aumingjar. Að við værum snillingar.
„Ekki fara til útlanda – þið munuð bara spillast!“ hann nánast grátbað okkur.
Seinna dró hann í land og sagði að við mættum fara. Þetta væri svo sterkt að
það væri engin hætta á að missa einkennin. Það er ekki hægt að fela þetta.
Í dag þegar leitin að hinu ekta stendur sem hæst er mér að verða betur
ljóst hvað þetta þýðir. Alþjóðavæðingin hefur gert það að verkum að allt er að
verða eins. Hvaða ferðalangur sem er sér sömu vörumerkin, sömu hönnun í
sömu verslunarmiðstöðvum eða flughöfnum út um allan heim. Eftirspurnin
eftir hinu ekta og sérstaka verður áleitnari. Hvernig stendur á því að Danir eru
stoltir af hönnun sinni, eða Finnar, Bretar, Þjóðverjar eða Frakkar. Nánast allir
nema við Íslendingar. Einhvern veginn hefur okkur ekki tekist að sameina
Íslendinginn við það besta í sköpun okkar og framleiðslu. Sækjumst eftir því
að vera útlensk þegar allt sem skiptir máli er í okkur sjálfum fyrir framan nefið
á okkur. Þetta hafa ekki bara erlendir snillingar bent á heldur líka íslenskir
– þjóðargersemin Birgir Andrésson sem allan tímann hefur vísað í þessa átt.
Könnumst við Íslendinginn í okkur – hleypum honum út úr skápnum. Viður-
kennum eðli okkar. Þar liggja okkar eiginlegu verðmæti.
Íslendingar –
Úr skápnum!
> Ekki missa af...
Ljósmyndasýningu Blaða-
ljósmyndarafélags Íslands
í Gerðubergi og yfirlitssýn-
ingu Gunnars V. Andrés-
sonar ljósmyndara.
Hljómsveitinni Cabybara
úr Grafarvogi. Ungir og
efnilegir Grafarvogsbúar
spila í Gallerí Humri eða
frægð kl. 15.
Fjölþjóðlegri samsýningu
myndlistarmanna í Nýlista-
safninu. Forvitnileg blanda
frá Finnlandi, Bretlandi og
Íslandi.
Kl 16.00
Dominique Ambroise opnar mynd-
listarsýninguna Sjónhorn í Listhúsi
Ófeigs. Sýningin er opin virka daga
frá 10-18 og laugardaga frá 11-16 og
stendur til 5. apríl.
Sellósnillingurinn Erling
Blöndal Bengtsson
heldur sérstaka hátíð-
artónleika í Salnum í
Kópavogi í dag kl. 16 í
tilefni þess að nú eru
60 ár liðin frá því að
hann kom fyrst fram
opinberlega. Erling
Blöndal er af íslenskum
ættum en hélt sína
fyrstu tónleika á Íslandi
árið 1946 þar sem hann
lék ásamt föður sínum
í Gamla Bíói í Reykjavík
og síðan á Ísafirði. Erling
er Íslendingum að góðu
kunnur en hann hefur
haldið fjölda tónleika
hérlendis auk þess
sem eftirmynd hans er
sýnileg vegfarendum
um Hagatorg þar sem
styttan af „Tónlistar-
manninum“ eftir Ólöfu
Pálsdóttur stendur en
Erling sat fyrir þegar
styttan var gerð fyrir 30
árum. Tónleikar Erlings
eru liður í TÍBRÁR
tónleikaröð Salarins
en á efnisskránni eru
m.a. verk eftir Atla
Heimi Sveinsson sem
er tileinkað Erling og
einleikssvítur eftir J.S.
Bach.
Afmælistónar Erlings
ERLING BLÖNDAL
BENGTSSON
SELLÓLEIKARI
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.