Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 81
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
8 9 10 11 12 13 14
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Ungir og efnilegir tón-
listarmenn úr Grafarvogi troða
upp í Gallerí Humri eða frægð.
Hljómsveitarmeðlimir Cabybara eru
allir á þrettánda aldursári og spila
pönkskotna en ferska tónlist.
16.00 Erling Blöndal Bengtsson
sellóleikari heldur einleikstónleika í
Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru
hluti af TÍBRÁR tónleikaröðinni.
21.00 Dikta, Ampop og
Hermigervill rokka um landið og
koma við á Græna hattinum á
Akureyri. Gestahljómsveit kvöldsins
eru hinir fjörugu Hvanndalsbræður.
Tónleikasalurinn opnaður kl. 20.00.
23.00 Hljómsveitirnar Úlpa og
Bob spila á Grand Rokk. DJ 9 sec
sér um að hita upp mannskapinn.
Aðgangseyrir 500 kr.
DJ Birgir Curver leikur rokkabillí og
surf-tónlist á Bar11 eins og honum
einum er lagið.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Halaleikhópurinn, leikhóp-
ur fatlaðra og ófatlaðra, frumsýnir
gamanleikinn Pókók eftir Jökul
Jakobsson í leikhúsi hópsins að
Hátúni 12.
■ ■ OPNANIR
14.00 Olga Bergmann opnar sýn-
ingu í Listasafni ASÍ ásamt hliðarsjálfi
sínu Doktor B. þar sem til sýnis
verða postulínsstyttur og leynisafn
auk vettvangsathugana á atferli
dýra. Safnið er opið alla daga frá 13-
17, nema mánudaga. Aðgangur er
ókeypis.
16.00 Samsýning breskra, íslenskra
og finnskra listamanna. Meðal lista-
manna sem eiga verk á sýningunni
eru Egill Sæbjörnsson, Maria
Dunker og Ian Dawson. Sýningin
stendur til 2. apríl.
16.00 Dominique Ambroise
opnar sýningu á nýjum olíuverkum
í Listhúsi Ófeigs en sýningin ber
heitið Sjónhorn. Sýningin er opin
virka daga frá 10-18 og laugardaga
frá 11-16 og stendur til 5. apríl.
Handverkssýningin Trans Form
- nýtt handverk á gömlum merg
opnar í Norræna húsinu. Hönnuðir
og handverksfólk frá Færeyjum,
Grænlandi og Íslandi sýna sköpun-
arverk sín úr ýmis konar hráefnum.
Sýningin stendur til 16. apríl.
Aðalfundur
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Verður haldinn 25. mars í húsnæði
björgunarsveitarinnar að Flatahrauni 14.
Fundurinn hefst kl 12:00 og á dagskránni
verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
lögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Stjórnin.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Danshljómsveit Friðjóns
leikur fyrir dansi í Vélsmiðjunni á
Akureyri. Frítt inn til miðnættis.
23.00 Spikfeitt Hip Hop djamm
á Gauknum þar sem fram koma
Pörupiltar, Ramses, Hoochie,
Eftirspurn, 7berg og til að halda
fjörinu í hámarki spila Dj Ace og Dj
Frigor á milli atriða.
23.00 Hip Hop djamm á Gauk
á Stöng. Fram koma Pörupiltar,
Ramses, Hoochie, Eftirspurn,
7berg og Dj Ace og Dj Figor
halda fólki við efnið milli atriða.
Aðgangseyrir 1000 kr.
23.00 Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar skemmtir á
Kringlukránni.
Hljómsveitin Signia spilar á Lukku
Láka í Grindavík.
Vignir Sigurþórsson úr Borgarnesi
(Gammeldansk) spilar og syngur á
Catalinu í Kópavogi.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Dr. Hallfríður
Þórarinsdóttir mannfræðing-
ur heldur fyrirlestur á vegum
ReykjavíkurAkademíunnar um
málefni innflytjenda. Hringbraut 121,
4. hæð.
14.30 Lilja Oddsdóttir heldur
fyrirlestur um ilmkjarnaolíur í Kaffi
Hljómalind.
■ ■ SAMKOMUR
10.00 Yoga í Kaffi Hljómalind við
Laugaveg, Kiirtan og hugleiðsla
13.00 Ráðstefnan Skógar í þágu
lýðheilsu á Íslandi verður haldin
i Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ á
vegum Skógræktarfélags Íslands,
Rannsóknarstöðvar skógræktar
á Mógilsá og Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Ráðstefnan stendur frá
13-17.15
■ ■ SÝNINGAR
Margeir Sigurðarson sýnir sjálfs-
myndarleg verk í Studio 6, Skipagötu
6 á Akureyri. Sýningin stendur til
loka mars.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
18.00 Síðasta sýningarhelgi
á verkum Hönnu Christelar
Sigurkarlsdóttur í Gallerí Dverg, að
Grundarstíg 21.
■ ■ LJÓSMYNDASÝNINGAR
13.00 Árleg ljósmyndasýning á
vegum Blaðaljósmyndarafélags
Íslands í Gerðubergi ásamt yfirlits-
sýningu á ljósmyndum Gunnars V.
Andréssonar. Síðasta sýningarhelgi
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI