Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 83

Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 83
LAUGARDAGUR 11. mars 2006 51 OG S PORT DEIL DIN RÝM UM F YRIR NÝJ UM V ÖRUM HOLE IN O NE 50% AFS L Hole in One & Sportdeildin • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is RÝMINGARSALA OUTLET HORNIÐ - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SPORTDEILDIN HOLE IN ONE • Hlaupabretti frá Hammer - verð: 79.500.- • Fótboltaspil stórt - verð: 14.950.- • Borðtennisborð lítið - verð: 6.950.- • Boxpúði m/hönskum og kennsluspólu - verð 4.950.- • Bumbubaninn - verð 1.600.- • Rafmagnshlaupahjól - verð: 4.950.- • Lyftingabekkur verð: 9.750.- verð áður: 159.000.- verð áður: 29.900.- verð áður 13.900.- • Golfpokar verð frá 3.900.- • Xtech járnasett 4-Pw - verð: 9.900.- • Golfhanskar verð frá 575.- • Golfskór verð frá 2.950.- • Regnhlífar - verð: 1.200.- • Rafmagnskerrur - verð: 9.900.- • Notaðar kylfur mikið úrval 50% • Fatnaður mikið úrval 50% verð áður: 3.200.- verð áður: 9.900.- verð áður: 19.500.- Opnunartími: Mán - fös..................... Laugardaga................. Sunnudaga.................. 10 - 18 10 - 16 12 - 16 --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- ka ld al jó s 20 06 verð áður: 19.800.- verð áður: 9.900.- verð áður: 2.400.- verð áður: 29.900.- Michael Ballack virðist nær örugg-lega ganga til liðs við Chelsea í sumar. Inter Milan og Real Madrid voru ásamt Englandsmeisturunum í samkeppninni um Þjóðverjann en eru nú hætt við. „Inter reyndi að fá Ballack en það var alltof seint. Ég er viss um að hann muni klára að ganga frá sínum málum við Chelsea,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórn- arformaður Bayern München, í gær en Ballack verður samningslaus í sumar og kostar því ekki krónu. Brasilíumaðurinn Adriano segir að hann vilji ekki fyrir nokkra muni yfirgefa Inter Milan en hann hefur verið sterklega orðaður við sölu til Chel- sea í sumar. „Ég vil aldrei yfirgefa Inter. Ég hef lesið margar hræðilegar sögur um mig en þið ættuð ekki að trúa þeim. Ég er mjög ánægð- ur með lífið hérna, fjölskyldan mín er ánægð hér og ég dýrka stuðnings- mennina, sem dýrka mig á móti,“ sagði Adriano. Danska handboltadrottningin Anja Andersen, þjálfari Danmerkur- og Evrópumeistara Slagelse í handknattleik kvenna, hefur verið dæmd í eins árs keppnisbann frá handbolta í Danmörku. Refsinguna fékk hún fyrir að ráðast að dómara í leik í dönsku deildinni nýverið en hún er þekkt fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur annað slagið. Forráðamenn Slagelse hafa ákveðið að áfrýja leikbanninu. Öldungalandslið Íslands í krullu varð í næstneðsta sæti í B-flokki á heimsmeist- aramótinu sem lauk í gær. Ísland tapaði lokaleiknum gegn Wales, 8-2 en mótið fór fram í Tårnby í Danmörku. Íslenska liðið vann einn leik á mótinu en tapaði fimm leikjum. Benjamin Raich er nánast öruggur sigurvegari í heimsbikarmótinu í alpagreinum eftir sigur á svigmóti í Japan í gær. Austurríkismaðurinn hefur aldrei orðið heimsmeistari en hann hefur staðið sig feikilega vel á tímabil- inu. Raich hefur löngum verið talinn einn efnilegasti skíðakappi í heimi en er nú kominn á hærri stall og á meðal þeirra allra bestu. Liverpool hefur enn mikinn hug á því að kaupa kantmanninn Simao frá Benfica en hann er fyrirliði liðsins. „Það var heldur kald- hæðnislegt að leikmaður sem var nálægt því að skrifa undir samning hjá okkur skyldi slá okkur út með marki sínu. Við útilokum ekki að við ræðum frekar um hann við Benfica eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, í gær en liðið var nálægt því að kaupa Portúgal- ann síðasta sumar. ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Wayne Rooney verður seint sakaður um að vera mesta mannvitsbrekkan í bransanum en þrátt fyrir þá staðreynd er þessi tvítugi gutti búinn að skrifa undir stærsta bókasamning sem nokkur íþróttamaður hefur gert. Samningurinn er við útgáfuris- ann Harper Collins og er til tólf ára. Rooney á að „skrifa“ að minnsta kosti fimm bækur á þessu tímabili. Fyrir þiggur hann 5 millj- ónir punda, eða tæpar 600 milljónir króna, ásamt einhverjum bónusum sem eru sölutengdir. Fyrsta bókin kemur út strax í júlí og er ævisaga. Í bókinni gefur að finna kafla um HM í Þýskalandi sem verður nýlokið þegar bókin kemur út. „Fólk hefur gott af því að heyra í mér aldrei þessu vant,“ sagði Rooney. „Þegar fólk talar við mig þá segist það ekki hafa búist við því að ég væri eins og ég er. Vonandi kemst það til skila í bók- inni hvaða mann ég hef að geyma. Ég er bara venjulegur ungur maður sem spilar fótbolta. Það verða líka hlutir sem koma á óvart í bókinni.“ Hinar bækurnar um Rooney munu einnig fjalla um líf kappans. - hbg Wayne Rooney ryðst fram á ritvöllinn: Stærsti bókasamningur íþróttamanns í sögunni WAYNE ROONEY Sést hér með langveiku barni eftir leik. Hann fær væna fúlgu fyrir að skrifa fimm bækur á næstu tólf árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn Fern- ando Alonso getur ekki beðið eftir að tímabilið byrji aftur í Formúlu 1 en fyrsta keppnin fer fram á morgun í Barein. Í dag fara tíma- tökurnar fyrir kappaksturinn fram en Spánverjinn telur niður mínúturnar í kappaksturinn. „Ég er eins og lítill strákur sem er að bíða eftir jólunum, ég get ekki beðið. Það verður líka sér- stakt að fara út á brautina með númerið 1 framan á bílnum mínum,“ sagði Alonso eftir æfingu í gær þar sem hann náði fimmta besta tímanum, en flestir eru á því að hann verði á meðal efstu öku- manna í ár. - hþh Formúla 1: Alonso getur ekki beðiðEvrópukeppni kvenna: VALUR-LC BRÜHL 25-21 Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7, Drífa Skúla- dóttir 5, Alla Georgijsdóttir 4, Hafrún Kristjánsdótt- ir 3, Arna Grímsdóttir 2, Rebekka Skúladóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1, Katrín Andrésdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25 (2 víti). DHL-deild karla: HK-ÍR 29-27 STAÐA EFSTU LIÐA: FRAM 19 14 2 3 540:496 30 HAUKAR 19 14 1 4 578:521 29 VALUR 19 13 1 5 580:527 27 FYLKIR 19 11 4 4 557:520 26 STJARNAN 19 10 2 7 526:489 22 KA 19 8 3 8 529:527 19 HK 20 9 3 9 577:568 20 ÍR 20 8 3 9 639:617 19 ÚRSLIT GÆRDAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.