Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 2
2 13. mars 2006 MÁNUDAGUR AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Hærri innlánsvextir SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu SPARISJÓÐIR Allmiklar breytingar voru gerðar á samþykktum Spari- sjóðs vélstjóra á 45. aðalfundi félagsins sem fram fór á föstudag- inn. Stjórn fékk heimild til að auka stofnfé allt að þrjátíufalt þannig að það gæti orðið tæpir fjórir milljarðar króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórn- arformaður SPV, greindi frá því að stjórnin myndi kanna mögu- leika til stækkunar og eflingar sparisjóðsins jafnt innan- sem utanlands og yrði þessi heimild nýtt til slíkra verkefna auk þess að styrkja eiginfjárstöðu hans. Jafnframt voru reglur um tak- markanir atkvæðisréttar sem ein- stakur hluthafi má fara með felld- ar niður, þó þannig að hver og einn fari aldrei með meira en fimm prósent atkvæða. Annars konar breytingar voru samþykktar er lúta að því að auðvelda viðskipti með stofnfé en undirbúningur er hafinn að því að koma á fót stofn- fjármarkaði í samvinnu við Fjár- málaeftirlitið. Fyrri stjórn var endurkjörin fyrir utan Sigríði Smith, sem gaf ekki kost á sér eftir ellefu ára starf, en í hennar stað kom Ásgeir Þór Árnason lögmaður. Methagnaður varð á rekstri SPV í fyrra, upp á 1,1 miljarð króna. Hver starfsmaður fékk 200 þúsund króna kaupauka fyrir gott starf á síðasta ári. - eþa VÉLSTJÓRAR Í STARTHOLUM FYRIR ÚTRÁS Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, og Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðs- stjóri á aðalfundi sparisjóðsins. Stjórn Sparisjóðs vélstjóra fær umboð til að margfalda stofnfé sparisjóðsins: SPV skoðar útrásartækifæri Slagsmál á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði þurfti að skilja að tvo menn í slagsmálum aðfaranótt laugardagsins. Mönnunum var sleppt í kjölfarið. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan var kölluð út um klukkan ellefu á laugardagsmorgun að húsi á Sel- fossi vegna skemmdarverka á bifreið sem stóð fyrir framan húsið. Þeir sem voru að verki höfðu stungið á öll dekk bifreiðarinnar og útbúið bensínsprengju, kveikt í henni og hent undir bifreiðina með þeim afleiðingum að önnur hlið bílsins er mikið skemmd. Tveir voru handteknir vegna málsins, sem telst upplýst. - jóa Skemmdarverk á Selfossi: Stungið á dekk og kveikt í bíl LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi handtók karlmann sem er grunað- ur um kynferðisbrot. Atburðurinn átti sér stað á skemmtistað í bænum aðfaranótt laugardagsins. Ung kona var flutt á Neyðar- móttöku Landspítalans, þar sem hún fékk aðhlynningu og gekkst undir rannsókn. Skömmu eftir að hún gaf sig fram var maðurinn handtekinn. Hann var tekinn til yfirheyrslu en látinn laus síðdegis á laugardag. Lögregla vildi ekki upplýsa hvort maðurinn hefði játað á sig verknaðinn né hvort konan hefði lagt fram kæru. - jóa Handtekinn á Selfossi: Grunaður um nauðgun DANMÖRK Starfsmanni hjá dönsku verslunarkeðjunni Coop var sagt upp störfum fyrir að kalla sam- starfsmann sinn, unga íslamska stúlku, hettumáv. Lét starfsmaður- inn ummælin falla er hann sá stúlk- una með höfuðklút í vinnunni. Haft er eftir talsmanni fyrirtæk- isins í dagblaðinu Politiken í gær að hann telji ummælin niðrandi og að þau hafi beinst gegn manneskju sem tilheyri minnihlutahópi. Slíkt sé ekki umborið hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélags starfsmannsins hefur kært brottreksturinn. - ks Sagt upp vegna uppnefnis: Kallaði mús- lima hettumáv KAIRÓ, AP Hópur egypskra og þýskra fornleifafræðinga hefur fundið sautján styttur af gyðjunni Sekhmet vestur af borginni Luxor í Egyptalandi. Menningarmálaráð- herra Egyptalands, Farouk Hosni, tilkynnti fundinn í gær. Sekhmet, sem var stríðsgyðja, hefur ljónshöfuð og kvenlíkama. Stytturnar, sem eru í fullri manns- stærð, fundust við hof kennt við Amenhotep III sem var uppi á 14. öld fyrir Krists burð. Ekki var greint nánar frá ástandi þeirra annað en að þær yrðu fjarlægðar til frekari skoð- unar. ■ Merkilegur fornleifafundur: Með ljónshöfuð og kvenlíkama SVEITARSTJÓRNARMÁL Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja og bæjar- fulltrúi, skipar fyrsta sæti A-list- ans í Reykjanesbæ í sveitastjórnakosn- ingunum í vor. A- listinn er sameigin- legt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og óflokksbund- inna. Eysteinn Jóns- son, aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra, er í öðru sæti, Sveindís Valdi- marsdóttir, kennari og bæjarfull- trúi, í þriðja, Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri og bæjarfull- trúi, í fjórða, Guðný Kristjánsdótt- ir stuðningsfulltrúi í fimmta og Reynir Valbergsson fjármálastjóri er í sjötta sætinu. - bþs A-listinn í Reykjanesbæ: Guðbrandur í fyrsta sæti GUÐBRANDUR EINARSSON Leiðir A-listann í Reykja- nesbæ. BRETLAND, AP Verkamannaflokkur- inn í Bretlandi segir ekkert rangt við að þiggja 1,5 milljóna punda lán frá Chai Patel kaupsýslu- manni, sem Tony Blair forsætis- ráðherra tilnefndi til setu í lávarðadeild breska þingsins. Nefnd sem samþykkir tilnefn- ingar til lávarðadeildarinnar hefur neitað að samþykkja þrjár tilnefn- ingar Verkamannaflokksins á mönnum sem hafa lánað Verka- mannaflokknum fjármuni. „Það er ekkert rangt við að styrkja eða lána stjórnmálaflokki svo lengi sem reglum er fylgt,“ segir talsmaður Verkamanna- flokksins. Ólíkt fjárframlögum þarf ekki að upplýsa opinberlega um lán til stjórnmálaflokka. Að sögn Patel var honum aldrei boðið neitt í skiptum fyrir lánið og hefði hann gengið út ef slíkt hefði komið til tals. Patel er ósáttur við að nefndin neiti að samþykkja til- nefninguna og segir umræðu um að ríkisstjórn Blairs sé að veita til- nefningar gegn fjárframlögum skaða orðstír sinn. Skrifstofa forsætisráðherra hefur neitað að tjá sig um málið og segir ekki hæfa að ræða tilnefn- ingar meðan þær séu til meðferð- ar hjá nefndinni. - sdg TONY BLAIR FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS Vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Talsmaður Verkamannaflokksins segir ekki rangt að þiggja lán frá Chai Patel: Segjast ekki selja tilnefningar STYTTAN Forngripirnir verða teknir til nánari skoðunar. SPURNING DAGSINS Guðmundur, er verkalýðsbar- áttan orðin gamaldags? „Já, að vissu marki. Stöndum enn í gömlu skónum.” Guðmundur Gunnarsson er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Á heimasíðu sambandsins kom fram að færa þyrfti hátíð- arhöldin 1. maí nær nútímanum. HEILBRIGÐISMÁL Skýrsla nefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um endurskipulagningu verksviða innan heilbrigðisþjón- ustunnar er of sjúkrahúsmiðuð að mati Sigurbjargar Sigurgeirsdótt- ur stjórnsýslufræðings, sem skrif- aði doktorsritgerð sína um heil- brigðisstefnu og sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. „Það sem þessi skýrsla segir okkur um heilbrigðiskerfið er tak- markað við það sem miðast við sjúkrahúsin. Ef fólk heldur að það sé að fá heildarmynd af íslenska heilbrigðiskerfinu er það ekki svo,“ segir Sigurbjörg. „Það krefst mun almennari nálgunar að segja eitthvað í heild sinni um kerfið.“ Sigurbjörg fagnar því að í skýrslunni sé boðið upp á umræð- ur um það hvernig skuli fjár- magna heilbrigðiskerfið í framtíð- inni enda sé ljóst að kostnaður við það fari sívaxandi með hækkandi aldri þjóðarinnar. „Þetta snýst hins vegar ekki bara um aldur,“ segir Sigur- björg. „Íslendingar eru töluvert yngri en hinar Norðurlandaþjóðirnar en samt sem áður erum við með meiri útgjöld til heil- brigðismála miðað við hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Þetta snýst líka um hvernig við komum þjónustunni fyrir hjá okkur.“ Sigurbjörg segir umræðuna um hvort taka skuli upp einka- greiðslur, það er aukagreiðslur fyrir forgang, eða hækka þjónustu- gjöld vera mál sem snúi að eftir- spurnarhlið kerfisins. „Það er hins vegar ekki nærri nóg búið að vinna með framboðshlið- ina. Þar má ýmislegt skoða betur.“ Að mati Sigurbjargar er umræðan um þessi mál nauðsynleg en hún hefur þó sínar skoðanir á þessum leiðum. „Mín afstaða er sú, og ég byggi hana á erlend- um rannsóknum, að einka- greiðslur eru ávísun á ójöfnuð. Með því að hleypa þeim inn í kerfið myndum við skapa ákveðið hættuástand fyrir þá þjóð- félagslegu samstöðu sem er undir- staða heilbrigðrar þjóðar. Með samanburði sést að dýrustu kerfin eru fjármögnuð með einkagreiðsl- um, samanber Bandaríkin og Sviss. Þau sem reynast best eru fjármögnuð með sköttum.“ Hún hefur einnig efasemdir um þjón- ustugjöld. „Þjónustugjöld geta haft tvíeggja áhrif. Til eru rann- sóknir frá Kanada sem sýna að álögur á þjónustugjöld urðu til þess að aldraðir og efnaminni leit- uðu mun síður til læknis. Í kjölfar- ið jókst svo heildarkostnaður við heilbrigðiskerfið.“ Í meginatriðum er Sigurbjörg þó sátt við skýrsluna. „Mér finnst þetta jákvætt plagg sem býður upp á opna og uppbyggilega umræðu, sem mér finnst sárvanta í íslensku samfélagi, og ég held að það leggi grunn að umbótum og framförum. Ég hefði hins vegar viljað sjá þessa ágætu skýrslu þýdda yfir á ensku og við fengjum hingað sérfræðinga sem eru þjálf- aðir í því að skoða heilbrigðiskerfi í heild sinni út frá öllum þáttum þeirra.“ stigur@frettabladid.is Einkagreiðslur eru ávísun á ójöfnuð Skýrsla svokallaðrar Jónínunefndar er of sjúkrahúsmiðuð að mati Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings. Hún hefur einnig miklar efasemdir um þær fjármögnunarleiðir sem hvatt er til umræðu um í skýrslunni. SIGURBJÖRG SIG- URGEIRSDÓTTIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir skýrslu nefndarinnar ekki gefa heild- armynd af íslenska heilbrigðiskerfinu. Myndin tengist efni greinarinnar ekki með beinum hætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.