Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 4
4 13. mars 2006 MÁNUDAGUR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express ÆVINTÝRAFERÐ 129.900 kr. INNIFALI‹: Á FERÐ UM AUSTUR– OG VESTUR–ÞÝSKALAND 27. JÚLÍ – 5. ÁGÚST Þetta er ferð um fegurstu borgir og svæði Austur– og Vestur–Þýskalands. Flogið til Berlínar og dvalið þar í sólarhring. Síðan er farið á slóðir Martins Lúthers, Goethe, Bachs o.fl. Hinar stórmerku borgir Weimar og Leipzig skoðaðar. Einnig verður dvalið í Bayreuth, borg Wagners og hinni yndislegu litlu miðaldaborg Rothenburg ob der Tauber. Síðustu daga ferðarinnar er dvalið í austurrískum fjallabæ í faðmi Alpa- fjallanna í um klukkustundar akstri frá Konstanz–vatni. Flogið heim frá Friedrichshafen. Þetta er einstaklega fróðleg ferð þar sem saman fléttast menning og mikil saga. Flug með sköttum, hótel með morgunverði, allur akstur og íslensk fararstjórn. Miðað við að tveir séu saman í herbergi. Bandaríkjadalur 70,24 70,58 Sterlingspund 121,98 122,58 Evra 83,7 84,16 Dönsk króna 11,219 11,285 Norsk króna 10,51 10,572 Sænsk króna 8,916 8,968 Japanskt jen 0,5935 0,5969 SDR 100,82 101,42 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 10.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 117,6202 ORKUMÁL Skemmd kom í ljós í svo- kallaðri RN-17 holu sem Hitaveita Suðurnesja hafði látið eftir í djúp- borunarverkefnið sem Lands- virkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun vinna að ásamt Hitaveitunni. Á vefsíðu aðstandenda verk- efnisins segir að þetta sé sérlega óheppilegt fyrir Hitaveitu Suður- nesja, sem stendur straum af fjár- hagslega tapinu sem af þessu hlýst. Djúpborunarverkefnið felst í því að finna nýtanlegan háhita á fimm kílómetra dýpi og átti RN- 17 að verða notuð til þess en hún er næstdýpst. Venjan hefur verið að borholur séu um tveir til þrír kílómetra að dýpt en mun minni orku er að hafa úr þeim en holum. „Ekki er enn orðið ljóst hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur en þetta hefur engan fjárhagsleg- an skaða fyrir djúpborunarverk- efnið,“ segir Björn Stefánsson, deildarstjóri verkfræði- og fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar. „Við erum að athuga aðrar holur á svæðinu í samvinnu með Hitaveitu Suðurnesja en það eru tvær eða þrjár aðrar sem koma til greina. Það er ekkert óalgengt að tapa holu,“ segir hann. - jse Djúpborunarverkefnið á Reykjanesi: Næstdýpsta borholan ónýt JARÐBORANIR Ýmislegt getur brugðist í jarðhitamálunum og nú síðast varð ljóst að sú hola sem nota átti í djúpborunarverk- efnið er ekki nýtanleg til þess. Tekinn með amfetamín Lögregl- an í Keflavík hafði í fyrrinótt afskipti af manni sem reyndist hafa fíkniefni í sínum fórum. Um lítilræði af amfetamíni var að ræða. Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Kviknaði í húsi Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var kallað út um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags þegar eldur kom upp í litlu húsi í Norðlingaholti. Í gær- morgun fór slökkviliðið aftur á vettvang til að slökkva í glæðum. Húsið var alelda og er talið ónýtt. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Stofnun Alþýðuflokks- ins og Alþýðusambands Íslands fyrir níutíu árum hafði grund- vallarþýðingu fyrir íslenskt sam- félag, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins. Jón Baldvin ávarpaði fjöl- menna samkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær ásamt Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, for- manni Samfylkingarinnar, og Benedikt Davíðssyni, fyrrver- andi forseta Alþýðusambands- ins. „Það var hreyfing fátæks fólks sem setti á dagskrá mannréttindi og hugsjónir um bætt þjóðfélag jöfnuðar,“ segir Jón Baldvin og fullyrðir að viltustu draumar upphafsmannanna hafi ræst betur en nokkur þorði að vona. Jón Baldvin telur jafnaðar- mennskuna grunn hagvaxtar og árangurs. „Jöfn tækifæri allra manna, án tillits til efnahags, eru undirstaða þess að velferðarþjóð- félagið skarar nú orðið framúr í hnattrænni samkeppni. Það ger- ist vegna þess að mannauðurinn er í lagi. Langtímafjárfesting í fólki með jöfnum tækifærum til mennta veldur því að velferðar- ríki Norðurlanda eru nú í fremstu röð í heiminum í hagvexti, nýsköpun, menntunarstigi og almennt því sem skiptir máli. Það hefur tekist að samhæfa hin góðu gildi góðs þjóðfélags við kraft, sókn og framfarir.“ Jón Baldvin segir hugsjónir jafnaðarmennskunnar enn lifa góðu lífi þó að þeim sé sótt og baráttunni sé ekki lokið. „Frjáls- hyggjufríkin hafa hvað eftir annað dæmt velferðarríki Norður- landanna til dauða. Það er sótt að þessum hugsjónum og við verð- um að varðveita þetta mesta stjórnmálaafrek liðinnar aldar og þróa það áfram því það hefur sýnt að það er lífvænlegt og á framtíðina fyrir sér. Hægri- sveiflan sem gjarnan er kennd við Reagan og Thatcher hefur tekið trúna á markaðina. Markað- irnir eru góðir til síns brúks en þeir eiga að þjóna manninum en ekki hafa yfir honum húsbónda- vald.“ Ráðhús Reykjavíkur stendur þar sem húsið Bárubúð stóð áður en í því voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið stofnuð á sínum tíma. bjorn@frettabladid.is JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Segir mikilvægt að standa vörð um hugsjónir jafnaðarmennskunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Jöfnuður er grunnur hagvaxtar Fjölmenni fagnaði níutíu ára afmæli jafnaðarmannahreyfingarinnar á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir hugsjónir jafnaðarmennskunar vera grundvöll velferðar á Íslandi og varar við sókn frjálshyggjunar að grunnstoðum samfélagsins. STOFNUNAR ALÞÝÐUFLOKKSINS OG ALÞÝÐUSAMBANDSINS MINNST Fjölmenni var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Á myndinni má meðal annars sjá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins, Rannveigu Guðmundsdóttir, þingmann Samfylkingarinnar, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra og Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MALASÍA Marina Mahathir, bar- áttukona fyrir réttindum kvenna, segir konur í röðum múslima vera að heltast úr lestinni í kven- réttindamálum í Malasíu. Tilefn- ið er ný lög sem skerða rétt mús- limakvenna og auðvelda karlmönnum að taka sér allt að fjórar konur. „Í landinu okkar er að mynd- ast meiri munur á réttindum múslimakvenna og hinna,“ sagði Mahathir. Múslimakonur eru að missa réttindi á meðan við hinar öðl- umst meiri.“ Íhaldssamir mús- limahópar eru þessu þó ósam- mála. - bg Konur í Malasíu: Ný lög skerða kvenréttindi SKÁK Heimsmeistarinn í hrað- skák, indverski stórmeistarinn Vishy Anand, og Judit Polgar, sterkasta skák- kona heims, verða meðal þátttakenda á Glitnismótinu í hraðskák - opnu minningarmóti um Harald Blön- dal hæstaréttar- lögmann. Mótið fer fram á miðvikudag og fimmtudag og auk Anand og Polgar verða flestir þátt- takendur í Reykja- víkurskákmótinu sem nú stendur yfir með. Mótið er öllum opið og hvet- ur Skáksamband Íslands alla sem kunna mannganginn og vilja spreyta sig gegn nokkrum af sterkustu skákmönnum heims að taka þátt. - bþs Glitnismótið í hraðskák: Polgar og An- and taka þátt VISHY ANAND JUDIT POLGAR Framboðslisti klár Tillaga uppstill- ingarnefndar að framboðslista fram- sóknarmanna til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ var samþykkt einróma í gær. Marteinn Magnússon, markaðs- stjóri, skipar fyrsta sæti listans. Annað sætið skipar Helga Jóhannesdóttir og Óðinn Pétur Vigfússon það þriðja. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.