Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 18
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Lax í sweet chilli teriyaki Lúða í smjörkryddi Langa í franskri hvítlauks Rauðspretta í chilli ummm.... -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmári 8 • S:554 7200 • www.hafid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. „Mens sana in corpore sano“ sögðu Rómverjar til forna og hefur verið þýtt á íslensku sem „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þetta er góð áminning um jafnvægi sálar og líkama og það hvernig okkur ber að rækta hvort tveggja með gagn- kvæmri hliðsjón. Einkum hljómar þetta vel á latínu en íslenska þýð- ingin geldur eins og svo oft dálítið fyrir það að Íslendingar eru oft meira með hugann við stuðlana en sjálfa hugsunina. Lýsingarorðið sanus hefur varðveist í enska orð- inu sane sem þýðir ekki bara heil- brigður heldur líka skynsamur, eðlilegur – óbrjálaður. Hvernig er heilbrigður og óbrjálaður líkami? Hann er eðli sínu samkvæmur. Hann er eins og hann kemur af skepnunni, nátt- úrulegur – hann er „í formi“ og fær að starfa eins og honum var ætlað af Móður náttúru, því að okkur er eiginlegt að hreyfa okkur hæfilega. Hann er óskemmdur af of einhliða mat eða óhóflegu áfengi, of einhliða hreyfingu eða hreyfingarleysi – slíkt hirðuleysi um líkamann bitnar á sálinni, sem í orðræðu nútímans er aldrei nefnd annað en „sálartetrið“ eins og hún sé aumkunarverð... En heil- brigður líkami er líka óbrjálaður af of miklum íþróttum. Það getur naumast verið nokkrum manni hollt að vera til dæmis alltaf í þrí- stökki, sem allir sjá hversu afkára- leg aðferð er við að koma sér á milli tveggja staða. Knattspyrna er annað dæmi um sérlega óholla hreyfingu fyrir venjulegt fólk og sennilega stórhættulega, þessir rykkir allir og skrykkir… Ónei: hæfileg hreyfing, hæfi- legt hóglífi, hæfilegt át og hæfileg útivera og hæfileg drykkja – virð- ing fyrir líkama og virðing fyrir sál, (hætta að kalla hana tötur). Ég veit náttúrlega ekkert um þetta – frekar en fyrri daginn. Ég tók bara allt í einu eftir því að til- búnir karakterar eru yfir og allt um kring eins og strangir leikfimikennarar að leiða lýðinn. Annar heitir Gilzenegger – hinn heitir Íþróttaálfurinn. Maður á náttúrlega ekki að dæma heila stétt sem full er af vænum og góðum manneskjum sem láta gott af sér leiða en mér til vorkunnar verður að virða að ég var ekki heppinn með alla leikfimikennara í mínu ungdæmi – þar til kom að honum Hannesi í menntaskólan- um sem var góðmenni og talsmað- ur lífsgleðinnar. Hinir voru eins og þeir kæmu frá Austur-Þýska- landi. Og eitthvað í fari og fram- göngu Íþróttaálfsins og Gilzen- eggers minnir mann á þessa ströngu menn og alla þeirra for- sjárhyggju og niðurdrepandi sýn á mennina. Drengurinn með þýska nafnið hefur skrifað heila bók með forskriftum um rétta hegðun, rétta framgöngu og rétt útlit, og af viðtölum að dæma eru þær for- skriftir smásmugulegar og virð- ast vitna um mikla stöðlunarþrá – týpurnar eru þrjár eða fjórar og maður á að vera ein af þeim. Íþróttaálfinn hefur maður hins vegar séð í sjónvarpinu og fengið sent frá honum prógramm handa börnunum sem virðist gera ráð fyrir því að þeim sé í blóð borið að úða í sig nammi yfir sjónvarpinu eða tölvunni; og þurfi sérstakan samning með umbunarkerfi með hans forsjá og yfirumsjón til að fá þau til að borða gulrót eða drekka vatnsglas. Verði þeim á að þiggja nammimola af frænku á virkum degi bíður þeirra herfilegt straff, enda vikið þar af hinum mjóa vegi sem Íþróttaálfurinn er búinn að ryðja fyrir fávísa foreldrana… Í Latabæ fer allt í handaskolun- um hjá börnunum þegar íþrótta- álfsins nýtur ekki við. Þau eru allt- af að klikka, alltaf að bregðast honum. En hann tekur því alltaf jafn vel – stundum virka þættirnir á mann eins og draumsýn hins austur-þýska leikfimikennara: hver þáttur fjallar um barnahóp á valdi hvatanna sem hann kemur og temur. Latibær byggir á fremur myrkri sýn á mennina sem mætti lýsa: ég á heima á Fíklandi. Börnin í Latabæ eru í rauninni eins og alkóhólistar í bullandi neyslu, síhrynjandi í það og þegar Íþrótta- álfurinn er að maula á gulrót í geimskipinu sínu eru þau ofurseld löstum sínum: Nenni níski suðandi „minn-minn-minn“, Siggi sæti japlandi nammi og Goggi mega týndur í tölvuheimi. Einungis Solla er í lagi, enda lífshlaup henn- ar ein samfelld þolfimi: hin eru í eðli sínu gallagripir. Erum við ekki samsettari en þetta? Skemmtilegri en þetta? Val- kostirnir eru ekki bara tveir: að vera annaðhvort snakkpakk eða alltaf í þolfimi; annaðhvort virkur eða óvirkur fíkill; annaðhvort ofurseldur Glanna glæp eða fylgj- andi hemúlskum lífsháttum Íþróttaálfsins… Þetta er allt í plati: við hér erum þrjúhundruð þúsund týpur – og svo allir álfarn- ir. Við lifum á dásamlegum tímum og valkostirnir um það hvernig við högum lífi okkar eru þúsund triljón sinnum fleiri en tveir. ■ Allt-í-plati-bær Í DAG LEIKFIMI OG LÍFS- HÆTTIR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ...Börnin í Latabæ eru í raun- inni eins og alkóhólistar í bull- andi neyslu, síhrynjandi í það og þegar Íþróttaálfurinn er að maula á gulrót í geimskipinu sínu eru þau ofurseld löstum sínum… Sláandi er að sjá að kynferðisbrotamálum sem koma inn á borð Stígamóta og eru kærð til lögreglu fer fækkandi. Á síðasta ári bárust 249 mál til samtakanna en aðeins þrettán, eða 4,3 prósent, komust til opinberra aðila. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra í sextán ára sögu Stígamóta. Í ársskýrslu Stígamóta, sem kynnt var í liðinni viku, eru hugs- anlegar ástæður þessa reifaðar. Fyrst er nefnd sú kunna stað- reynd að oft eru mál fyrnd þegar fórnarlömb kynferðisofbeldis leita til Stígamóta og því borin von að aðhafast nokkuð til að koma lögum yfir brotamanninn. Í núgildandi lögum er kveðið á um að kynferðisbrot gegn börnum byrji að fyrnast þegar þolandinnn er orðinn fjórtán ára og fyrnast þau á fimm, tíu eða fimmtán árum, eftir alvarleika brota. Í frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn er kveðið á um breytingar á þessum kafla laganna og lagt til að fyrning hefjist þegar þolandinn er orðinn átján ára. Í frumvarpi nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, með Ágúst Ólaf Ágústsson varaformann í broddi fylkingar, er lagt til að fyrningarfrestir í kynferðisbrotamálum gegn börnum verði alfarið numdir úr lögum. Að baki þeirri skoðun liggur sú röksemd helst að óviðunandi sé að menn komist upp með að fremja kynferðisbrot gegn börn- um bara af því að kæra var ekki lögð fram í tæka tíð. Orðrétt segir í greinargerð frumvarpsins: „Aðstöðumunur geranda og þolanda er eðli máls samkvæmt gríðarlegur. Brotaþoli er ekki í aðstöðu til að skynja að um lögbrot sé að ræða né þekkir hann leiðir til að losna undan oki gerandans. Þolandinn áttar sig ef til vill ekki fyrr en mörgum árum síðar á að brotið hafi verið gegn honum eða bælir minninguna um ofbeldið í langan tíma og telur sig jafnvel sjálfan bera sök.“ Helstu rökin sem lögfræðin nefnir fyrir almennri fyrningu afbrota eru þau að sönnun afbrots verður erfiðari eftir því sem tíminn líður og einnig veitir fyrning refsivörslukerfinu aðhald. Þá er nefnt að það dragi úr refsiþörf eftir því sem tíminn líður. Mót þessum rökum kemur að morð fyrnast ekki og spyrja má hvers vegna ofangreind sjónarmið eiga við um jafn alvarlega glæpi og kynferðisbrot gegn börnum ef þau þykja ekki eiga við um morð. Er sönnun kynferðisbrots erfiðari en sönnun morðs þó langur tími sé liðinn frá glæpnum? Þarf refsivörslukerfið aðhald í kynferðisbrotamálum gegn börnum en ekki í morðmálum? Dregur úr refsiþörf barnaníðings en ekki morðingja? Í áðurnefndri skýrslu Stígamóta eru fleiri ástæður en fyrning brota raktar fyrir því að ekki eru fleiri mál kærð til lögreglu en raun ber vitni. Algengt er að fólk treysti sér ekki í gegnum yfir- heyrslur og hljóta lögmenn og lögregla að staldra við þá skýr- ingu. Þá er algengt að fólk hafi ekki trú á að það nái fram rétti sínum fyrir dómstólum. Dómarar hljóta að taka þá staðreynd til sín. Loks er nefnt að fólk sem beitt er kynferðislegu ofbeldi er svo þjakað af skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmynd að það treystir sér ekki til að kæra. Lífseig er sú skoðun að þolendur beri ábyrgð á glæpnum. Þeirri bábilju þarf að útrýma. Ljóst er að margt er hægt að gera til að auðvelda þolendum kynferðisafbrota að leita með mál sín til lögreglu og hlýtur það að vera eitt af forgangsverkefnum samfélagsins alls. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Skammarlega fá kynferðisafbrot koma til kasta lögreglu og dómstóla. Auðvelda á þolendum að kæra Krónuþol kapítalistanna Kratar þessa lands minntust þess í gær að níutíu ár voru þá liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands og Alþýðu- flokksins. Jón Baldvin Hannibalsson, leiðtogi krata fyrir daga Samfylkingar, hressti upp á minni manna í Silfri Egils í gær. Hann rifjaði upp að sjálfstæðis- menn hefðu í upphafi verið á móti aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem í raun hefði fært þjóðinni sextíu prósenta aðild að Evrópusambandinu. Hann boðaði aðild landsins að ESB - það gæti tekið tíma - og fullyrti að það yrði gert með fulltingi Sjálfstæðisflokksins. Hitt varð ekki misskilið að hann talaði fyrir því að skipta út krónunni fyrir evru. „Hversu lengi heldur þú að íslenskir kapítalistar þoli krónuna?“ spurði hann Egil Helgason. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, boðaði í viðtali við Fréttablaðið í gær að helstu kosn- ingamálin í alþingiskosningunum eftir fimmtán mánuði yrðu vaxandi ójöfnuð- ur og eignarhald á auðlindum. „Vaxandi ójöfnuður er staðfestur og mælanlegur.“ Um auðlindirnar sagði Ingibjörg að stjórnvöld væru að styrkja einkaeign- arrétt yfir þeim. Sjálf vill hún hafa auðlindirnar í þjóðareign en færa einka- fyrirtækjum nýtingarrétt. Umræðan um auðlindir og stóriðju á þingi í vetur bendir til þess að kosningabar- áttan geti orðið lífleg. Óútfylltur ríkistékki Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, gagn- rýndi harðlega við lok fjárlaga- umræðunnar á þingi fyrr í vetur svokallaða opna heimild ríkisstjórnarinnar til þess að leggja fé í nýja tónlistar- og ráðstefnu- húsið í Reykjavík. Varla var blekið þorn- að á nokkurra daga gömlum samningi Reykjavíkurborgar, menntamálaráðherra og Björgólfs Guðmunssonar fyrir hönd Portusar, þegar Einar Oddur sté fram, endurtók gagnrýni sína og lýsti ábyrgð á hendur fjármálaráðherra. Tónlistarhús- inu er ætlaður staður við austanverða Reykjavíkurhöfn. Ef rétt er skilið þarf að rífa Faxaskála og skemmur á fyrirhuguð- um byggingarstað sem eitt sinn hýstu hluta af starfsemi Hafskips hf. Gráglett- in örlögin haga því svo að Björgólfur slær þar striki yfir kafla úr fortíð sinni með myndarlegri hætti en áður hefur þekkst í Íslandssögunni, en hann var sem kunnugt er meðal sakborninga í Hafskips- málinu. johnnh@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.