Fréttablaðið - 13.03.2006, Side 19

Fréttablaðið - 13.03.2006, Side 19
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 02 61 11 /2 00 5 Kynntu þér kostina við fasteignalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Með faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum fasteignalánum hjálpum við þér að eignast þitt draumaheimili. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Fasteignalán Við hjálpum þér að eignast draumaheimilið Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.54 13.37 19.22 Akureyri 7.40 13.22 19.06 Heimild: Almanak Háskólans GÓÐAN DAG! Í dag er mánudagurinn 13. mars, 72. dagur ársins 2006. Einbýlishús á fallegum útsýnisstað í lokaðri botlangagötu. Fasteignasalan Húsið er með 191 fermetra, tveggja hæða einbýlishús til sölu ásamt 27 fermetra innbyggðum bílskúr. Á neðri hæðinni er flísalagt anddyri, herbergi og lítið salerni með flísalögðum sturtuklefa. Auðvelt væri að útbúa stúdíóíbúð úr þessu rými. Stigi liggur upp á næstu hæð en þar eru tvö herbergi með skápum, baðherbergi með sturtuklefa og baðkari, stórt sjón- varpsherbergi og blómaskáli með upphit- uðum flísum í gólfi. Af hæðinni er útgengt á stóra afgirta verönd og þaðan út í garð. Hluti efri hæðarinnar er á palli en þar er borðstofa, stofa og rúmgott eldhús með eikarinnréttingu. Einnig er þar þvottahús með vaski og skápaplássi, stór kæligeymsla og flísalagðar svalir með útsýni til fjalla. Parkett er á gólfum hússins að frátöldu anddyri, þvottahúsi, salernum og blóma- skála sem öll eru flísalögð. Innbyggði bíl- skúrinn er með hillum á vegg, heitu og köldu vatni og sjálfvirkum hurðaopnara. Í garðinum er útihús og hiti er undir hellum við húsið. Húsinu hefur verið vel við haldið, hluti af því er nýmálaður og nýtt gler er í opnan- legum gluggum. Ásett verð er 49 milljón- ir. Útsýni til fjalla Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VERK OG VIT 2006 ER YFIRSKRIFT SÝNINGAR SEM VERÐUR OPIN ALMENNINGI 18.-19. MARS Í NÝJU ÍÞRÓTTA- OG SÝNINGARHÖLLINN Í LAUGARDAL EN FAGAÐILUM Í TVO DAGA ÁÐUR. Á sýningunni Verk og vit verða sýndar áhugaverðar nýjungar í íslenskri framleiðslu, auk tækja, hönnunar, ráðgjafar og þjón- ustu sem ýmis fyrirtæki bjóða. Alls munu 120 aðilar sem koma að bygginga- og mann- virkjagerð kynna starfsemi sína - fyrirtæki, sveitarfélög, hönn- uðir og ráðgjafar - og leggja megináherslu á fagmennsku og aukna þekkingu innan greinarinnar. Meðan á sýningunni stendur verða haldnar ráðstefnur og kynningarfundir, meðal annars um heilbrigðan útboðsmarkað og nýja tónlistar- og ráðstefnu- miðstöð við Austurhöfn og nýjan Landspítala. Enn fremur mun Reykjavíkurborg kynna hvað efst er á baugi í skipu- lagsmálum. Verkvitið kynnt Laugardalshöllin verður vettvangur ráðstefnunnar Verk og vit 2006. FASTEIGNASÖLUR Atlas 35 Ás 14-16 Ásbyrgi 34 Árborgir 39 Bakki 37 Bifröst 33 Draumahús 25-30 Eignastýring 18 Fasteignastofan 13 FMG fasteignasala 21 FMH fasteignasala 10 Fyrirtækjasala Íslands 45 Foss 17 Hof 37 Hól 31 Húsalind 13, 32 Húseign 37, 42 Húsið 22-23 Höfði 40 Lundur 8-9 Lyngvík 12 Neteign 39 Nýtt 19 Perla investment 11 Remax Mjódd 21,36 Saga fasteignir 41 Valhöll 38 Viðskiptahúsið 31 X-hús 32 INNLIT Thorsten og Lovísa Lóa eru alltaf að breyta og bæta HÚS 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.