Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 71

Fréttablaðið - 13.03.2006, Síða 71
MÁNUDAGUR 13. mars 2006 19 AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir. is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit- stjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskil- inn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Ráðstefna SI á stórsýningunni Verk og vit 2006 fimmtudaginn 16. mars frá 14:00 til 16:30 HEILBRIGÐUR ÚTBOÐSMARKAÐUR? Skráning fer fram á www.si.is SAMTÖK IÐNAÐARINS WWW.SI.IS Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is SI efna til ráðstefnu um útboðsmál við verklegar framkvæmdir fimmtudaginn 16. mars á stórsýningunni Verk og vit 2006 í nýju Íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Ráðstefnan hefst kl. 14:00 í sal-1 og stendur til 16:30. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis en tekið er við skráningum á www.si.is. Að ráðstefnu lokinni bjóða SI gestum að vera við opnun sýningarinnar Verk og vit 2006 kl. 16:30 Dagskrá: Viðhorf eftirlitsaðila Mikael J. Traustason, Fjölhönnun ehf. verkfræðistofu Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri tæknisviðs ÍAV hf. Útboðsgögn - tæknilegar lýsingar Útboðs- skilmálar Kolbeinn Kolbeinsson, aðstoðar- framkvæmda- stjóri Ístaks hf. Erlendur Gíslason, hrl. hjá LOGOS lögmannsþjónustu Ábyrgðir í mannvirkja- gerð Lausn ágreinings- mála Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur SI Setning ráðstefnu Þorsteinn Víglundsson, stjórnarmaður í SI og ráð- stefnustjóri ... að benda á annað verra. Þannig hljómar forsætisráðherra lands- ins núna. Hann sagði að ef Ísland myndi ekki framleiða ál, myndu aðrir gera það með meiri mengun. Þ.e. að ef það er nógu mikill skítur annarsstaðar, þá er allt í lagi að hafa smá skít hjá sér. Þetta minnir svolítið á þættina hjá Skjá 1. Allt í drasli. Líklega eru vinsældirnar á þeim þætti af sama toga. Ef nógu mikið rusl er hjá öðrum, þá hlýtur að vera í lagi að hafa smá rusl hjá mér! En þannig er það bara ekki. Rusl og drasl hjá forsætisráðherra er ekket lítið rusl og drasl þó meira kunni að finnast hjá öðrum. Reynd- ar var gert samkomulag í Kyoto um að ríki heims ættu að fara var- lega í að losa lofttegundir sem valdið gætu hlýnun jarðar. Þessar svokölluðu gróðurhúsaloftteg- undir. En þar sem Ísland var svo smátt ríki í hlutfalli við önnur, fékk Ísland undanþágu. Ísland má losa meira magn þessara loftteg- unda en önnur ríki, vegna smæðar. En margt smátt gerir eitt stórt. Það er margsönnuð speki. Ísland í fremstu röð ríkja sem spilla andrúmsloftinu? Já, ef Ísland fer ekki eftir samkomulagi sem það hefur gert. Það heimsku- legasta sem Ísland getur gert núna, sem þjóð, er það að standa að frekari uppbyggingu stjóriðju í landinu. Nú skal enginn saka mig um það að vera á móti stóriðju sem slíkri. Ég hef heldur ekkert á móti feitu kjöti, en sama hvort er; ef of mikils er neytt, drepur það neytandann. Þetta á við um reyk- ingar eða hvað annað það sem menn neyta í óhófi. Í áratugi geta menn reykt, en oft leiðir það til kvalafulls dauða. Því miður held ég að þetta sé þróunin núna. Nautnin af álreyknum er of mikil, þannig að ég óttast að það leiði til dauða þessara samfélaga sem best njóta í dag. Við erum búin að sjúga vel að okkur. Nú er kominn tími til að anda frá okkur í rólegheitun- um. Ísland er í öftustu röð núna hvað varðar umhverfismál. Vegna þess að þjóðin er svo smá, landið svo lítið, áhrifin svo smávægileg. Þess vegna höldum við að við megum menga eins mikið og við viljum, drasla út eins og við vilj- um, verða eins og aðrir í þessum málum. En, nei. Það megum við ekki verða. Íslendingar verða, sem smáþjóð, einmitt að fara öfugt að. Við verðum að sýna að Ísland er hreint land. Við verðum að sýna að Ísland er fagurt land. Við getum ekki sýnt það með álver í öðrum hverjum firði. Við verðum líka að sýna að Íslendingar eru gáfaðir, þeir eru útsjónarsamir og tæki- færissinnaðir. Núna er tækifærið til að efla hátækniiðnaðinn. Þessi fyrirtæki sem eru að brillera í hugbúnaði, þessi fyrirtæki sem þurfa svo mikið á stöðugu gengi að halda. Að ekki sé talað um stöðugt aðgengi að gagnaflutningum. Sem leiðir hugann að Far-Ice? Tækifæri til að hafna meiri stóriðju, til að styrkja sjávarútveginn, tækniiðnaðinn, þekkingariðnaðinn, ferðamanna- iðnaðinn, listamenn, krónuna og hvað annað það sem lýtur lögmál- um gengisins og gjaldeyris. Nú, eða að lögleiða evru sem gjaldmiðil, sem væri svosem sárs- aukalaust af minni hálfu. Svo skal böl bæta.... UMRÆÐAN UMHVERFISMÁL VALDIMAR MÁSSON SKÓLASTJÓRI Ekki nógu óvinsæll Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra telur líklega að fylgi Fram- sóknarflokksins sé ekki enn orðið nægi- lega lítið og ákvað því í vikunni að leggja sitt af mörkum til að ná því frekar niður. Hún tók þess vegna upp á því að viðra þá kenningu að Íslendingar ættu að athuga með að kasta krónunni fyrir evru. Vefþjóðviljinn á andriki.is Síðasta hálmstráið En er ekki einhver munur á skoðana- könnunum og veruleikanum? Framsókn- arflokkurinn bauð síðast fram undir eigin merkjum til borgarstjórnar árið 1990. Formaður flokksins var þá Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. 30. jan- úar birti Stöð 2 könnun Skáís þar sem Framsóknarflokkurinn mældist með 6,2% fylgi. 10. mars hafði fylgið dalað aðeins og var samkvæmt DV nú 5,6%. Þann 1. maí árið 1990, eða skömmu fyrir kosningar var útlitið ekki gott samkvæmt könnun DV og fylgið aðeins 3,5%. Niðurstaðan á kjördegi var 8,3% fylgi Framsóknarflokksins og einn borgarfull- trúi kjörinn. [...] Ég er sannfærður um að það mun einnig gerast nú. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is Málfrelsi „Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins hefur verið kærður til lögreglu af Samtökunum 78 vegna greinar sem birt var í Morgunblaðinu 26. febrúar síðastliðin en þar fer Gunnar hörðum orðum um samkynhneigða og líf þeirra.“ NFS í gær. Þegar ég heyrði fyrstu fréttir af þessu máli datt mér í hug: Skyldi Sjón mæta í Silfur Egils til að ræða mikilvægi þess að samkynhneigðir fái ekki að ráða umræð- unni og traðka á tjáningarfrelsinu? Ég veit þetta er sjálfsagt ósanngjarnt, að segja svona. En svona er þetta nú kannski bara samt. Eiríkur Örn Norðdahl á fjallabaks- leidin.blogspot.com Heimurinn og heimsbókmenntirnar Ég hef verið að lesa fyrir strákinn minn bók um karl sem nefnist Herra Hnýsinn. Ríkið - og sum einkafyrirtæki líka - eru að mörgu leyti farin að líkjast Herra Hnýsnum. Það stendur yfir stórfelld söfn- un persónulegra upplýsinga. Við kaupum ekki kaffibolla án þess að það sé skráð, hreyfum okkur ekki á internetinu, send- um ekki tölvupóst, án þess að það sé geymt, förum ekki út úr húsi eða inn í búð án þess að það sé tekið upp á ótelj- andi myndavélar. Maður gefur upp kennitölu þegar maður leigir vídeóspólu eða pantar pítsu. Það eru uppi plön um að setja lífsýni í vega- bréf. Það er stutt þangað til sérstakir nemar verða settir í bifreiðar til að fylgj- ast meðakstri þeirra. Egill Helgason á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.