Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 80
Skeifan 4 • s. 5881818 betra bragð betri gæði betra verð Allt í tælenska matinn [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Tíu ár eru liðin síðan William Orbit gaf síðast út sína eigin tónlist. Síð- asta plata hans kom þó út fyrir sex árum síðan, en á henni útsetti hann verk nokkra klassískra tónskálda í rafútsetningum. Sú plata kom út rúmum tveimur árum eftir að hún var kláruð vegna þess að tónskáld- in Henryk Górecki og Arvo Pärt voru síður en svo ánægð með útgáfur Orbit og beittu öllum brögðum til þess að reyna stöðva útgáfuna. Þar eru tveir fýlupúkar sem eru greinilega ekki miklir aðdáendur raftónlistar. Hingað til hefur Orbit verið Mídas konungur poppsins, allt sem hann snertir verður að gulli. Hvort sem hann er að vinna fyrir Madonnu, Sugababes eða Blur. Hljóðheimur hans er mjög áþekk- ur og um leið og fyrsta lag plöt- unnar byrjar að hljóma fer ekki á milli mála hver sér um að snúa tökkunum. Hér er ekkert nýtt á ferðinni, en þetta er bara svo rosa- lega smekklega dreymandi að það er ekki annað hægt en að heillast með. Lagasmíðar hans eru afskap- lega ljúfar. Mjög ambient-skotin og stundum í ætt við franska kokkteiltónlist á borð við Air eða Jean Michel Jarre. Eitt lagið, Spiral, er unnið með Sugababes og algjörlega hannað fyrir útvarp. Spái því miklum vinsældum. Það lag er þó frekar fjarri þeirri stemningu sem einkennir restina af lögunum. Það lag gefur manni tyggjóbragð í munninn en restin af plötunni er meira sniðin til und- irleiks á kaffihúsi eða í kokkteil- boði. Ég skil hreinlega ekki afhverju William Orbit gerir ekki meira af því að gefa út eigin tónlist. Það fer honum bara afskaplega vel og þessi tónlist ætti að höfða til mjög breiðs hóps. Plötur gerast varla miklu smekklegri en þetta. Ein- hverjir kvarta eflaust yfir því að hún sé of slípuð en ég held að plat- an hljómi nú bara þannig vegna þess að herra Orbit veit nákvæm- lega hvað hann er að gera. Birgir Örn Steinarsson Viltu hljóðkokkteil? WILLIAM ORBIT: HELLO WAVEFORMS NIÐURSTAÐA: Fyrsta breiðskífa upptökustjórans goðsagna- kennda William Orbit í sex ár. Stenst allar gæðakröfur og ætti að höfða til flestra á einhvern hátt. Rómantíska gamanmyndin Yours Mine and Ours fjallar um ein- stæðu foreldrana Frank (Dennis Quaid) og Helen (Rene Russo) sem ganga í hjónaband án þess að láta börnin sín átján vita. Þegar börnin komast að sann- leikanum reyna þau hvað þau geta til að eyðileggja fyrir þeim. Var það nokkuð sem Frank og Helen hafði ekki órað fyrir. Leikstjóri myndarinnar er Raja Gosnell, sem hefur m.a. gert Big Momma´s House og Scooby-Doo- myndirnar tvær. Hjón með átján börn FRANK OG HELEN Dennis Quaid og Rene Russo leika einstæða foreldra sem ákveða að giftast án þess að láta börnin sín vita. R&B-söngkonan Kelis hefur breytt nafninu á væntanlegri plötu sinni úr The Puppeteer í Kelis Was Here, eða Kelis kom við. Platan, sem er hennar fjórða, kemur út 13. júní. Meðal annars mun eiginmaður Kelis, rappar- inn Nas, koma fram á plötunni. Fyrsta smáskífulag plöt- unnar, Bossy, kemur út 4. apríl. Þar verður Too Short gestarappari. Síðasta plata Kelis, Tasty, kom út árið 2003. Komst hún hæst í 27. sæti á bandaríska Bill- board-vinsældalistan- um og hefur selst í rúmum 520 þúsund eintökum í Bandaríkjunum. Á plötunni var meðal annars að finna hið vinsælda lag Milkshake sem komst í þriðja sætið á lista Billboard yfir bestu lög ársins. Kelis kom við KELIS Söngkonan Kelis er að ljúka við sína fjórðu plötu, sem nefnist Kelis Was Here. Síðasta plata Kelis kom út fyrir þremur árum. Sharon Stone er orðin hundleið á því hvernig yngri leikkonur í Hollywood fá alltaf bestu hlut- verkin og ætlar að fækka fötum allsvakalega í Basic Instinct 2. „Þegar myndin verður frumsýnd verð ég orðin 48 ára og ég vil ekki gefa neitt eftir þó ég sé komin á þennan aldur. Persónan er svolítið karlmannleg og atriðið er rosa- legt. Áhorfendur verða smá stund að átta sig á því að persónan er nakin og svo átta þeir sig á því að hún er að nálgast fimmtugt og er nakin. Við erum ekki vön því að sjá slíkt í kvikmyndum,“ sagði Sharon ánægð. „Við erum vön því að sjá Sean Connery með konu sem gæti verið barnabarnið hans eða Mel Gibson með konu sem gæti verið dóttir hans, skiljiði?“ Seinni myndin á víst að vera enn grófari en sú fyrri og fyrir skömmu játaði Sharon að hún hygðist láta nota suma líkams- parta frá annarri leikkonu. „Tím- inn hefur tekið sinn toll á sumum líkamspörtum mínum,“ sagði hún. Ennþá grófari myndFRÉTTIR AF FÓLKI Slúðurblöðin hafa síðustu daga farið fram og til baka með getgátur um hvort Britney Spears sé ólétt aftur. Stúlkan hefur sést með óvenjulega þaninn maga síðustu daga. Nú hefur tímaritið The Sun tekið af skarið og segir hana komna fimm mánuði á leið. „Britney hefur verið mjög leyndardómsfull með þetta. En hún er afar spennt og ánægð með að Sean fái bráðum lítinn leikfélaga,“ sagði heimildarmaður tímaritsins. L indsay Lohan segist vera útskrifuð í Hollywood. Leikkonan Meryl Streep sannfærði Lohan um að hún væri nú ekki lengur unglingastjarna heldur þroskuð leikkona. „Meryl sagði að ég væri útskrifuð og það gladdi mig. Það er ekki auðvelt ferðalag að komast frá því að vera kjánaleg- ur unglingur til þess að verða ung kona,“ sagði Lohan ánægð en þær léku saman í myndinni A Prarie Home Comp- anion. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu S. S  Ó. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA RENT kl. 8 og 10.25 B.I. 14 ÁRA YOURS, MINE & OURS kl. 6 og 8 PINK PANTHER kl. 10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA RENT kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 14 ÁRA CAPOTE kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 12 ÁRA CONTANT GARDENER kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA RENT kl. 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA YOURS MINE AND OURS kl. 4, 6 og 8 PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50 UNDERWORLD kl. 10 B.I. 16 ÁRA SÍÐUSTU SÝNINGAR ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 5.45 SÍÐUSTU SÝNINGAR ÓSKARSVERÐLAUNIN - Besti leikstjóri, Besta handrit og Besta tónlist TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÍÐUSTU SÝNIN GAR SÍÐUSTU SÝNINGAR ÓSKARSVERÐLAUNIN sem besti leikari í aðalhlutverki - Philip Seymor Hoffman STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM „...listaverk, sannkölluð perla“ - DÖJ, kvikmyndir.com STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! UPPLIFÐU MAGNAÐAN SÖNGLEIKINN!! STÚTFULL AF STÓRKOSTLEGRI TÓNLIST! SKEMMTU ÞÉR VEL Á FRÁBÆRRI FJÖLSKYLDUMYND! 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR ÍSLANDSBANKA ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon ÓSKARSVERÐLAUNIN Besta leikkona í aukahlutverki Rachel Wisz 8 KRAKKAR. FORELDRARNIR. ÞAÐ GETUR ALLT FARIÐ ÚRSKEIÐIS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.