Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 1
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Kristín Dögg Höskuldsdóttir á yfir 100 skópör. Flest pörin notar hún mikið þótt það komi fyrir að hún kaupi sér skó sem passa ekki á hana., ,Mamma mín orðaði það þannig að ég hefði fæðst á hælum,“ segir Kristín Dögg Höskuldsdóttir stílisti og forfallinn skó- safnari. Hún hefur týnt tölu á fjölda skópar- anna en veit þó að þau eru komin yfir hundr- að. Skórnir eru í öllum regnbogans litum og öllum verðflokkum. ,,Ég er ekkert endilega að fara eftir merkjum. Ég kaupi skó í Kola- portinu og GK og allt þar á milli,“ segir Kristín og bætir því við að stórt hlutfall skónna séu stígvél. ,,Þau eru ábyggilega um 50 talsins. Síðan eru lang flestir skórnir háhæla,“ segir Kristín en hún byrjaði að ganga á hælum tólf ára gömul. Fjölskylda Kristínar er meðvituð um söfnunaráráttuna. Eiginmaður hennar tjáir sig yfirleitt lítið um málið en hefur þó oft sagt að hún ætti að fara í meðferð eins og hinir fíklarnir. Synir hennar tveir, tæplega tveggja og fimm ára, eru einnig búnir að átta sig á þessu. ,,Yngri sonur minn segir oft ,,mamma gó“ og þegar ég fór með eldri syni mínum í bæinn um daginn spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki að kaupa skó,“ segir Kristín hlæjandi. Það liggur beinast við að spyrja hvar Kristín geymir allan þennan skófjölda. ,,Maðurinn minn keypti stórar lagerhillur fyrir tveimur árum. Þær hanga inni í þvotta- húsi og þar eru allir skórnir mínir,“ segir hún. Þó fyrir komi að Kristín kaupi sér skó sem passi ekki á hana notar hún flest pörin mjög mikið. Enn fremur hendir hún engum skóm og var bara fyrir stuttu að gefa frá sér fermingarskóna. ,,Sumum finnst þetta bilun, öðrum finnst þetta fyndið,“ segir skó- safnarinn að lokum. mariathora@frettabladid.is Skósafnari með meiru Flestir skórnir hennar Kristínar eru háhæla. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 16. mars, 75. dagur ársins 2006. Verslunin Kronkron er flutt í stærra og betra húsnæði við Laugaveg þar sem gengið er inn frá Vitastíg. Einnig hefur verið bætt við mörgum nýjum og flottum merkjum. Upplýsingar um muninn á LCD og Plasma sjónvarpsskjám má nálgast á síðunni men.style. com/gear/flattvs. Þar er einnig hægt að fá fleiri upplýsingar um flata sjónvarpsskjái. Golfurum sem vilja undirbúa sig fyrir komandi sumar er bent á sérstakt undirbúningsnámskeið sem hefst hjá Hreyfingu mánu- daginn 20. mars. Þjálfari er Árni Þóroddur Guðmunds- son og er skráning í síma 861 7378. ALLT HITT [TÍSKA, HEIMILI OG HEILSA] AUSTURLENSKAR MOTTUR Mikill munur er á handhnýttum teppum og fjöldaframleiddum. Ný verslun í Kópavegi býður upp á þau fyrrnefndu. HEIMILI 6 ÁRSHÁTÍÐARKJÓLAR Árshátíðirnar eru í algleymingi. Nú er fjölbreytnin í fyrirrúmi í kjóla- tískunni og um að gera að nota hugmyndaflugið. TÍSKA 4 Reykjavík 7.43 13.36 19.31 Akureyri 7.28 13.21 19.15 Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.