Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. mars 2006 5 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í París er lífið að færast í samt horf í tískuheiminum að aflokinni tískuviku. Fyrsti vordagur hér er 20. mars (vorjafndægri og góu- þræll á almanakinu frá Eyjabúð!) Því er dálítil þversögn í því að þegar almenningur fer að hugsa um vorið og um leið að huga að því að endurnýja fataskápinn eru ekki eftir neinar stærðir hjá vinsæl- ustu hönnuðum tískuhúsanna. Við búum nefnilega ekki öll í sama veruleika. Meðan við meðaljónarnir bíðum eftir vetrarútsölum eru þeir sem alltaf eru í topptískunni byrjaðir að kaupa vortískuna sem kemur í búðir fyrir útsölurnar. Vortískan er svo gjarnan vígð í vetr- arsólarferð. Þess vegna vakna margir upp við vondan draum þegar vorar og þeir þurfa að kaupa klæðnað fyrir merkisviðburði, þá er ekkert spennandi eftir. Á dögunum opnaði ný margmerkjabúð (multimarque) á Boissy d´ang- las-götu, rétt við Faubourg St. Honoré-götu, þá næst fínustu í borg- inni. L´ECLAIEUR heitir þessi búð sem reyndar hefur verið til í tut- tugu og fimm ár á Champs-Elysée-breiðgötunni og í nokkur ár í Mýrarhverfinu. Þar má finna marga áhugaverða hönnuði, flesta frá Ítalíu eins og arkitektinn Haute sem sneri sér að fatahönnun. Antonio Berardi er annar Ítali sem þykir flottur í dag. Thomas Wylde (ekki ítalskur!) er mjög vinsæll um þessar mundir og eftir fyrstu opnunar- dagana í búðinni var næsta lítið eftir af flíkum hans. Allt var uppselt eftir heimsóknir innkaupastjóranna og tískuskríbentanna sem fóru um borgina eins og eldur í sinu á meðan á tískuvikunni stóð. Fyrir þessu fólki er vor- og sumartískan að syngja sitt síðasta í búðunum, ef frá eru talin baðfötin fyrir sumarfríið sem koma síðast í búðir. Það sem máli skiptir hefur þegar verið selt. Á sama tíma eru tískupennar í spjallþáttum í sjónvarpinu að segja fólki hvernig það á að klæða sig þetta sumarið. Fyrir þá sem mæta síðastir í búðirnar er ekki um annað að ræða en að gera sér að góðu það sem eftir er og versla þar sem fjöldaframleiðsla er í hávegum höfð, einfaldari eða klassískari varningur er í boði eða lagerinn umfangsmeiri. Stærri lager þýðir svo aftur að annar hver maður er klæddur eins og þá er sjarminn dálítið farinn af tískuflíkun- um. Stundum dugir ekki einu sinni að fara í búðir eins og H og M eða Zara, því þar hverfur sömuleiðis sá varningur sem vinsælastur er. Hjá H og M til dæmis verður að kaupa flotta hlýraboli núna, í apríl-maí eru þeir búnir. Hinir sem sofa á verðinum verða bara að gjöra svo vel að sleppa því að vera „inn“ þetta sumarið eins og hin fyrri! bergthor.bjarnason@wannadoo.fr Á harðahlaupum eftir nýjustu straumum Hágæða húð- og hárvörur fyrir börn Vertu fín yfir páskana Mikið úrval af fallegum bómullarbolum Laugaveg 56 • Sími 551 7600 NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.