Fréttablaðið - 16.03.2006, Síða 5

Fréttablaðið - 16.03.2006, Síða 5
FIMMTUDAGUR 16. mars 2006 5 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í París er lífið að færast í samt horf í tískuheiminum að aflokinni tískuviku. Fyrsti vordagur hér er 20. mars (vorjafndægri og góu- þræll á almanakinu frá Eyjabúð!) Því er dálítil þversögn í því að þegar almenningur fer að hugsa um vorið og um leið að huga að því að endurnýja fataskápinn eru ekki eftir neinar stærðir hjá vinsæl- ustu hönnuðum tískuhúsanna. Við búum nefnilega ekki öll í sama veruleika. Meðan við meðaljónarnir bíðum eftir vetrarútsölum eru þeir sem alltaf eru í topptískunni byrjaðir að kaupa vortískuna sem kemur í búðir fyrir útsölurnar. Vortískan er svo gjarnan vígð í vetr- arsólarferð. Þess vegna vakna margir upp við vondan draum þegar vorar og þeir þurfa að kaupa klæðnað fyrir merkisviðburði, þá er ekkert spennandi eftir. Á dögunum opnaði ný margmerkjabúð (multimarque) á Boissy d´ang- las-götu, rétt við Faubourg St. Honoré-götu, þá næst fínustu í borg- inni. L´ECLAIEUR heitir þessi búð sem reyndar hefur verið til í tut- tugu og fimm ár á Champs-Elysée-breiðgötunni og í nokkur ár í Mýrarhverfinu. Þar má finna marga áhugaverða hönnuði, flesta frá Ítalíu eins og arkitektinn Haute sem sneri sér að fatahönnun. Antonio Berardi er annar Ítali sem þykir flottur í dag. Thomas Wylde (ekki ítalskur!) er mjög vinsæll um þessar mundir og eftir fyrstu opnunar- dagana í búðinni var næsta lítið eftir af flíkum hans. Allt var uppselt eftir heimsóknir innkaupastjóranna og tískuskríbentanna sem fóru um borgina eins og eldur í sinu á meðan á tískuvikunni stóð. Fyrir þessu fólki er vor- og sumartískan að syngja sitt síðasta í búðunum, ef frá eru talin baðfötin fyrir sumarfríið sem koma síðast í búðir. Það sem máli skiptir hefur þegar verið selt. Á sama tíma eru tískupennar í spjallþáttum í sjónvarpinu að segja fólki hvernig það á að klæða sig þetta sumarið. Fyrir þá sem mæta síðastir í búðirnar er ekki um annað að ræða en að gera sér að góðu það sem eftir er og versla þar sem fjöldaframleiðsla er í hávegum höfð, einfaldari eða klassískari varningur er í boði eða lagerinn umfangsmeiri. Stærri lager þýðir svo aftur að annar hver maður er klæddur eins og þá er sjarminn dálítið farinn af tískuflíkun- um. Stundum dugir ekki einu sinni að fara í búðir eins og H og M eða Zara, því þar hverfur sömuleiðis sá varningur sem vinsælastur er. Hjá H og M til dæmis verður að kaupa flotta hlýraboli núna, í apríl-maí eru þeir búnir. Hinir sem sofa á verðinum verða bara að gjöra svo vel að sleppa því að vera „inn“ þetta sumarið eins og hin fyrri! bergthor.bjarnason@wannadoo.fr Á harðahlaupum eftir nýjustu straumum Hágæða húð- og hárvörur fyrir börn Vertu fín yfir páskana Mikið úrval af fallegum bómullarbolum Laugaveg 56 • Sími 551 7600 NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.