Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 20
4 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR Bandaríkjadalur 69,91 70,25 Sterlingspund 122 122,6 Evra 84,05 84,53 Dönsk króna 11,264 11,33 Norsk króna 10,558 10,62 Sænsk króna 8,964 9,016 Japanskt jen 0,5944 0,5978 SDR 100,56 101,16 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 15.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 117,8102 BAUGSMÁL „Það er of snemmt að segja til um hvort og þá að hve miklu leyti málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ákæruvaldið hefur átta vikur til þess að taka slíka ákvörðun,“ sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari í Baugsmálinu, eftir að hafa kynnt sér sýknudóm Héraðs- dóms Reykjavíkur í Baugsmálinu í gær. Aðspurður um það hvort dómurinn hefði áhrif á það hvort efni væri til þess að ákæra á ný á grundvelli ákæruliðanna 32 í Baugsmálinu sem vísað var frá dómi segir hann að það eigi eftir að skoða. „Þetta verður allt mátað og skoðað saman og athugað hvort þessi niðurstaða hefur áhrif að svo miklu leyti sem ákæruvaldið telur hana rétta. Þetta verður metið í tengslum við mögulega áfrýjun.“ Sigurður Tómas vill ekki orða það svo að niðurstaða dómsins valdi honum vonbrigðum en vissu- lega sé hún ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið hafi lagt upp með. „Mitt hlutverk er að reyna að sannfæra dóminn um sekt. Að það skyldi ekki takast er ekki í sam- ræmi við það sem ég ætlaði. Hvort um var að ræða lán eða ekki er lög- fræðilegt atriði en hinn þáttur málsins snerist um sönnunarmat. „Niðurstaðan er ekki í samræmi við áherslur ákæruvaldsins,“ segir Sigurður Tómas. - jh Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari: Ekki áherslur ákæruvalds DÓMSMÁL „Niðurstaðan sýnir að sá rúmi milljarður sem Baugsmenn hafa eytt í vörnina sýnir að hægt er að kaupa ýmis- legt á Íslandi,“ segir Jón Gerald Sullenberger, aðalvitni ákæru- valdsins. Hann segir útkomuna ekki koma á óvart. „Miðað við að héraðsdómur vísaði málinu frá upphaflega hafa þeir greinilega ekki getað tekið efnislega á þessu. Ég vona að mál- inu verði áfrýjað.“ - aöe Jón Gerald Sullenberger: Niðurstaðan í málinu keypt DÓMSUPPKVAÐNING Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, sagði niðurstöðuna ekki í samræmi við áherslur ákæruvaldsins. BAUGSMÁLIÐ „Ég er í sjöunda himni fyrir mína hönd, fjölskyldunnar, fyrirtækisins og allra starfsmann- anna,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi Baugs og faðir Jóns Ásgeirs og Kristínar sem voru ásamt honum, framkvæmdastjóra og endurskoðendum sýknuð af átta ákæruliðum sem eftir stóðu af Baugsmálinu. Jóhannes segir lögmenn þeirra athuga hvort farið verði í skaðabótamál við ríkið: „Við erum bara í hamingjuvímu og erum ekkert þannig þenkjandi að svo komnu máli.“ Jóhannes segir að fjölskylda hans hafi búið við kvíða þann tíma sem málið stóð. Honum hafi fundist hann vera glæpamaður hvar sem hann kom og hafi þurft að lifa með því. Öldruð móðir hans hafi fylgst með málinu en ekki skilið. Hún hafi haldið að þau hafi brotið af sér: „Það er ekkert grín þegar ráðist er á fjölskyldu til að kafkeyra hana.“ Um framhaldsrannsókn á þeim 32 ákæruliðum sem felldir voru út úr ákærunni í héraðsdómi og hugs- anleg málaferli vegna þeirra segir Jóhannes: „Ég trúi því ekki að til sé meiri mannvonska sem á að beita á okkur.“ Hann vildi ekki segja hvaðan mannvonskan kæmi en sagði málið spunnið af þeim rótum. - gag Jóhannes Jónsson í Bónus um sýknun hans og fjölskyldunnar: Mistókst að kafkeyra fjölskylduna JÓHANNES JÓNSSON VIÐ RÉTTAR- HÖLDIN Í FEBRÚAR Jóhannes segir Baugsmálið búið að taka sinn toll en almenningur og starfsmenn fyrirtækja fjölskyldunnar hafi staðið við bakið á henni eins og klettur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGSMÁL „Þetta er áfellisdómur yfir lögreglunni. Hún á ekki að höfða mál nema hún hafi til þess haldbær og traust gögn og líkur á sakfellingu séu meiri en minni,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannsson, for- stjóri Baugs, í samtali við Frétta- blaðið í gærkvöldi. Jón Ásgeir segir að frá upphafi hafi verið bent á það aftur og aftur að menn skyldu stíga var- lega til jarðar þegar hatursfullur maður kæmi inn af götunni með kæru. Hann kveðst gleðjast yfir sýknudómi Héraðsdóms Reykja- víkur. „Um leið er maður reiður yfir því hvernig gengið hefur verið að okkur í nærri fjögur ár. Þetta hefur fylgt okkur allan þennan tíma í fjölmiðlum og við- skiptum okkar og verið afar íþyngjandi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og líklega þjóðina alla að þetta mál komist á hreint og verði úr sögunni. Við höfum verið áberandi í útrás í Bretlandi og Danmörku og skoða má þetta í því ljósi einnig. Í þetta mál hefur verið ausið fjármunum og svo er ekki hægt að koma einni þyrlu í loftið sem heyrir undir sama ráðuneyti og embætti ríkis- lögreglustjóra. Það er athugunar- efni hvort mönnum hafi áður verið flogið yfir hafið vegna hugs- anlegra brota við innflutning á fáeinum bílum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson. - jh Jón Ásgeir Jóhannesson fagnar sýknudómi: Áfellisdómur yfir lögregunni BAUGS M Á L I Ð BAUGSMÁL Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannessoar, fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálnu. „Nið- urstaða dómsins um lánin er byggð á lögskýringum á 43. grein laga um ársreikninga, sem er sú sama og verjendur héldu fram og Pricewaterhouse Coopers byggði á í sinni greinargerð. Ég upplifi það þannig að ákæruvaldið hljóti að staldra við og haldi ekki áfram á grundvelli sömu lagatúlkana og ákæran byggðist á.“ Gestur segir að það hafi ekki komið á óvart að dómurinn véfengdi trúverðugleika Jóns Ger- alds Sullenberger. „Þannig að ákvarðanir um framhald málsins á grundvelli þess sem frá honum kemur hljóta einnig að standa í Sigurði Tómasi Magnússyni, sett- um saksóknara,“ segir Gestur. Einn stærsti þáttur upphaflegr- ar kæru snerti meintan fjárdrátt og umboðssvik varðandi lysti- snekkju sakborninganna á Flór- ída. „Sá hluti byggist á framburði Jóns Geralds. Mér þykir líklegt að saksóknari staldri einnig við þetta í vinnu sinni við ákæruliðina sem vísað var frá dómi.“ Gestur segir að stór hluti þeirra ákæra hafi verið reistur á öðrum lagatúlkunum en gert sé í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. - jh Gestur Jónsson verjandi: Hefur áhrif á framhald máls GESTUR JÓNSSON VERJANDI JÓNS ÁSGEIRS Ákæruvaldið getur vart haldið málinu áfram á grundvelli sömu lagatúlkana og ákæran byggðist á, segir Gestur. JÓN GERALD JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Mætti fyrir dóminn í febrúar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.