Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 22

Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 22
6 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR �������� ��������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ������������������������������������������������������������ ����������������������������� ����� ������������������������������������������������������� ����� ������� ��������������������������������������� �������������������������������������� BÚLGARÍA, AP Mikið vatnsveður hefur gengið yfir Búlgaríu, Tyrk- land og Grikkland síðustu daga. Ár flæddu yfir bakka sína svo akrar og götur fóru í kaf og víða urðu miklar vatnsskemmdir á húsum. Mikið hefur snjóað og rignt og hafa flóðgarðar meðal annars brostið. Yfirvöld í Búlgaríu lýstu yfir neyðarástandi vegna flóð- anna, en óttast er að þetta verði þau verstu í fimmtán ár. Í Grikk- landi rýmdu her- og björgunar- menn borgir og bæi og voru yfir- völd í Tyrklandi í viðbragðsstöðu vegna flóðanna. - smk Úrhelli í Suðaustur-Evrópu: Mikið tjón á mannvirkjum FLÓÐ Rigningar hafa valdið miklum flóðum í Búlgaríu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fimm handteknir Fimm menn voru handteknir í Bretlandi í gær fyrir að kynda undir kynþáttahatri í tengslum við mótmælagöngu í London gegn dönsku skopmyndunum af Múhameð. Fjórir þeirra eru að auki sagðir hafa hvatt til morða. BRETLAND ENGLAND, AP Í gær hófust réttar- höld í Bretlandi yfir breskum her- manni, Malcolm Kendall-Smith, sem neitaði að gegna herþjónustu í Írak á þeim forsendum að stríðið væri ólöglegt. „Við munum færa þau rök að hann hafi ekki fyrir neinar sakir að svara,“ sagði lögmaður her- mannsins í yfirlýsingu, „vegna þess að án umboðs frá Sameinuðu þjóðunum var innrásin í Írak aug- ljóslega ólögleg“. Kendall-Smith er fyrsti breski hermaðurinn sem kærður hefur verið fyrir að neita að gegna her- þjónustu í Írak. - gb Réttarhöld yfir hermanni: Neitaði að berjast í Írak KJÖRKASSINN Er staða íslensku bankanna veik- ari en talið hefur verið? Já 54% Nei 46% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni? Segðu þína skoðun á visir.is BANASLYS Fram kom í vitnisburði verkefnisstjóra VIJV við aðalmeð- ferð í Héraðsdómi Austurlands í gær að VIJV hefði gert athuga- semdir við áhættumat sem Impreg- ilo lagði lagði fram í október 2003 og janúar 2004. Í báðum tilfellum hefði ekki verið tekið nægilega vel tillit til hættu á grjóthruni á svæðinu, og því hefðu starfsmenn VIJV „gert athugasemdir við áhættumatið þar sem ekki hefði verið tekið á grjót- hruni í gljúfrinu með fullnægjandi hætti,“ eins og túlkur verkefnis- stjórans hafði eftir honum í dóms- sal. Fram kom við vitnaleiðslur í gær að hættuástand hefði skapast í Hafrahvammsgljúfri, þar sem Árni Þór Bjarnason lést af slysförum, þegar hlýna tók eftir kuldatíð. Nokkrum vikum áður en slysið varð, hinn 15. mars 2004, breyttust aðstæður til hins verra á svæðinu og var því miðlað til verktaka á svæðinu að þungavinnuvélar gætu aðeins verið að störfum í gljúfrinu. Verkefnisstjórinn, sem meðal annars hefur reynslu af virkjunar- vinnu í Indlandi og Argentínu, sagði ávallt mikla hættu skapast í gljúfrum þegar veðurfar breyttist snögglega og „því hefði verið sett fram krafa um að öryggi í gljúfrun- um yrði aukið“. Hróbjartur Jónatansson og Þór- arinn V. Þórarinsson, lögmenn tveggja starfsmanna Impregilo, spurðu verkefnistjóra VIJV nákvæmlega út í verksvið VIJV á virkjunarsvæðinu. Hann svaraði því til að Impregilo færi með stjórn öryggismála á svæðinu og hefði yfirumsjón með áhættumati. Þetta staðfesti einnig annar verkefnis- stjóri VIJV, sem einnig er meðal ákærðu í málinu. Dómarar í málinu beindu því til lögmanna tveggja starfsmanna Impregilo að þeir „reyndu að halda sig við aðalatriði málsins,“ en Þór- arinn V. Þórarinsson, lögmaður yfirmanns öryggis- og heilbrigðis- mála hjá Impregilo, var að mati dómaranna helst til langorður í sínum málflutningi. Jónas Frímannsson, verkfræð- ingur og sérdómari í fjölskipuðum dómi í málinu, brýndi það sérstak- lega fyrir lögmönnum að „fara nú ekki um víðan völl“ þegar rætt væri um málsatvik. Verkefnisstjóri Impregilo, sem Hróbjartur Jónatansson ver, var einnig yfirheyrður í gær og var áfram deilt um það hver hefði átt að bera ábyrgð á því að öryggis- málum hefði ekki verið háttað með eðlilegum hætti á virkjunarsvæð- inu þegar slysið varð. Aðalmeðferð verður framhaldið í Héraðsdómi Austurlands á Egils- stöðum í dag. magnush@frettabladid.is Áhættumat Impregilo sagt ófullnægjandi Ekki var tekið tillit til mikillar hættu á grjóthruni í Hafrahvammsgljúfri í áhættumati Impregilo. Þetta sagði ríkissaksóknari við aðalmeðferð málsins gegn þeim fimm sem ákærðir eru vegna banaslyss við Kárahnjúka. ÚR DÓMSAL Í GÆR Lögmennirnir Helgi Jóhannesson, Kristín Edvald og Hróbjartur Jónatansson, sjást hér ræða málin áður aðalmeðferð í málinu hófst í gær. Einn sakborninga í málinu stendur fyrir aftan þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAKBORNINGAR Í DÓMSAL Aðalmeðferð í málinu hefur staðið fram á kvöld tvo daga í röð en henni verður áframhaldið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANASLYS Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, segir töluvert hafa verið um vinnuslys á vinnusvæðinu við Kárahnjúka, en öryggismál hafi verið tekin fastari tökum eftir banaslysið fyrir tveimur árum. „Menn hafa leitast við að taka öryggismálin föstum tökum en það er vitanlega erfitt að koma alfarið í veg fyrir slys á svona fjölmennu vinnusvæði. Við hjá Vinnueftirlitinu teljum öryggis- málin vera í betri farvegi nú en í upphafi framkvæmdana. Það tók langan tíma að ná upp ásættan- legu innra eftirliti en það er í ágætu lagi núna.“ - mh Öryggismál á vinnusvæðinu: Í betra horfi BANASLYS Helgi Jensson, sem sækir málið fyrir hönd ríkissak- sóknara, lagði til við upphaf aðalmeðferðar málsins í gær að fimm vitni, meðal annars fyrr- verandi starfsmenn á Kára- hnjúkasvæðinu, þyrftu ekki að bera vitni fyrir dómi. Ekki var talin þörf á því að spyrja fleiri en þá sem þegar höfðu komið fram. Fimm vitni voru tekin af málaskrá í upp- hafi aðalmeðferðar, þar sem framburður vitna sem þegar höfðu tjáð sig leiddu í ljós þær niðurstöður sem sækjandi sótt- ist eftir. - mh Vitnaskrá stytt: Ekki fleiri vitni BAGDAD, AP Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var í gær frestað til 5. apríl. Sjálfur var Saddam Hussein yfirheyrður við réttar- höldin í gær, síðastur af átta sak- borningum. Saddam notaði tækifærið til þess að lesa upp skrifaða ræðu, þrátt fyrir að dómarinn reyndi ítrekað að stöðva hann. Saddam ávarpaði „hina miklu írösku þjóð“ og hvatti Íraka til þess að berjast ekki innbyrðis heldur standa saman. „Í mínum augum eruð þið andspyrnuhreyf- ing gegn bandarísku innrás- inni.“ Raouf Abdul-Rahman, aðal- dómari í réttarhöldunum, greip fram í fyrir Saddam og sagði að hann mætti ekki halda stjórn- málaræður við réttarhöldin. „Ég er æðstráðandi í ríkinu,“ svaraði Saddam. „Þú varst æðstráðandi. Núna ert þú sakborningur,“ svaraði þá dómarinn. Á endanum ákvað dómarinn að réttarhöldunum skyldi haldið áfram bak við luktar dyr og var sjónvarpsútsendingu frá þeim samstundis hætt. Tveimur stund- um síðar tilkynnti dómarinn að réttarhöldunum yrði frestað til 5. apríl. Í gær var einnig yfirheyrður hálfbróðir Saddams, Bazran Ibra- him, sem var yfirmaður írösku leyniþjónustunnar. - gb Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein frestað: Orðaskak við dómarann ELDSVOÐI „Okkar starfi lauk um áttaleytið en þá var búið að slökkva allan eld og öll hætta liðin hjá,“ segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Talsvert tjón varð þegar eldur kviknaði í gömlu atvinnuhúsnæði í Garði í fyrrinótt en snör viðbrögð slökkviliðs komu í veg fyrir að allt húsið brann. Tjón var einskorðað við annan enda þess þar sem keramikverkstæði var til húsa og brann sá hluti til kaldra kola en fyrir utan smávægilegar reyk- skemmdir tókst að forða því að eld- urinn bærist í bygginguna alla. Þrjár erlendar konur sem búa í húsinu urðu eldsins varar og létu slökkvilið vita en þær komust heilu og höldnu út og ekkert tjón varð á vistarverum þeirra. Sigmundur segir rannsókn standa yfir á eldsupptökum en lík- legt sé að eldurinn hafi komið upp í keramikofni sem var í gangi þessa nótt. „Það var vel af sér vikið að hefta útbreiðslu eldsins og með því bjargað því sem bjargað varð.“ - aöe AF VETTVANGI Í GARÐI Vel gekk að hefta útbreiðslu eldsins í listasmiðjunni Ársól en talið er líklegt að kviknað hafi í út frá ker- amikofni sem var í fullum gangi umrædda nótt. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI Eldsvoði í húsnæði listasmiðju í Garði í fyrrinótt: Brann til kaldra kola SADDAM FYRIR RÉTTI Notaði réttarhöldin í gær til þess að flytja pólitíska ræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.