Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 26
10 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Fulltrúar Alþýðu-
sambandsins fóru í Hlaðvarpann í
miðborg Reykjavíkur í byrjun
vikunnar til að kanna stöðu Litháa
sem starfa hjá verktakafyrirtæk-
inu Lindarvatni. Tilgangurinn var
að kanna hvort þeir hefðu tilskilin
leyfi og hvort þau væru í sam-
ræmi við störf þeirra, hvort þeir
fengju laun í samræmi við kjara-
samninga og hversu langan vinnu-
dag þeir ynnu.
Gísli J. Guðmundsson verktaki
starfar fyrir Lindarvatn en
stærsti eigandi þess er Pétur Þór
Sigurðsson hæstaréttarlögmaður.
Lindarvatn er að breyta Hlaðvarp-
anum í viðbyggingu við Hótel Plaza
og mun viðbyggingin rúma sam-
tals 25 herbergi. Gísli segir að
tuttugu menn vinni við fram-
kvæmdirnar og af þeim eru Lithá-
arnir fimmtán til sextán talsins.
„Þetta er bara vinna þeirra, að
fara á milli vinnustaða og heim-
sækja okkur,“ segir Gísli um
heimsókn fulltrúa ASÍ. „Þeir
koma bara og kanna aðstæður á
vinnustöðum eins og þeir gera
alltaf, það er bara öryggisatriði.
Hér eru allir pappírar í lagi.“
Gísli hefur notfært sér þjónustu-
samninga í fimm til sex ár en
kveðst hættur því þar sem
verkalýðshreyfingin hafi farið
fram á það og það taki svo stuttan
tíma orðið að fá atvinnuleyfi. Hann
tekur skýrt fram að mennirnir séu
í beinu ráðningarsambandi, þeir
séu ekki hingað komnir gegnum
starfsmannaleigur. Hann nýti sér
sambönd sín í Kaunas og Vilnius til
að ráða menn. - ghs
ASÍ kannar stöðu Litháa sem starfa í Hlaðvarpanum:
Atvinnuleyfi og laun athuguð
Í KAFFI Í HLAÐVARPANUM Fulltrúar ASÍ fóru
í Hlaðvarpann í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Sýknudómur féll í gær
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
máli tveggja manna en annar
þeirra krafðist skaðabóta á hendur
þeim fyrri þar sem hann féll frá
kauptilboði í landareign á Snæ-
fellsnesi.
Hafði maðurinn fallið frá 62
milljóna króna boði sínu innan til-
skilins frests en umrætt boð var
um sex milljón krónum hærra en
næsta boð, sem í framhaldinu var
tekið. Krafðist eigandi sex millj-
óna auk vaxta vegna mismunarins
en á það féllst dómurinn ekki enda
öllum lögum og reglum fylgt þegar
fallið var frá hæsta tilboðinu. - aöe
Féll frá hæsta boði í jörð:
Sýkn fyrir
héraðsdómi
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Okkur í
minnihlutanum þykir það graf-
alvarlegt mál og afar ólýðræðislegt
þegar meirihlutinn ætlar að nota
peninga úr bæjarsjóði til að kosta
kosningabaráttu sína,“ segir Sig-
urður Magnússon, oddviti Álftanes-
hreyfingarinnar, sem er í minni-
hluta þar í bæ.
Guðmundur Gunnarsson bæjar-
stjóri hefur ákveðið að fresta fram-
kvæmdum á umdeildu miðbæjar-
skipulagi á Álftanesi fram yfir
kosningarnar í vor og í vikunni var
ákveðið að ráða almannatengsla-
fyrirtækið KOM til að kynna skipu-
lagið fyrir bæjarbúum. Sigurður
segir að þessi kynning kosti vel á
eina milljón króna. „Það er mjög
ólýðræðislegt að þeir noti slíkar
fjárhæðir til þessa jafnvel þó að
þeir hafi sagt að það væri búið að
kynna þetta ítarlega fyrir bæjar-
búum.“
„Þetta hefur verið mikið hitamál
hér á Álftanesi og ýmislegt verið
sagt sem ekki á við rök að styðj-
ast,“ segir Guðmundur Gunnarsson
bæjarstjóri. „Því þótti mér rétt að
fá utanaðkomandi fagaðila til að
vinna kynningarrit á heiðarlegan
hátt þar sem staðreyndir málsins
eru raktar svo að íbúarnir geti tekið
afstöðu til málsins á þeim forsend-
um. Ég vissi að gagnrýni sem þessi
kæmi frá minnihlutanum, en mér
þótti samt sem áður rétt að fara
þessa leið. Það væri ótækt að ég
færi að standa í þessari kynningu
eins og málin standa,“ segir Guð-
mundur.
Í síðustu viku ákváðu fulltrúar
Álftaneshreyfingarinnar að láta
ekki stjórnmálaflokka tilnefna full-
trúa á lista hreyfingarinnar. Áður
voru á listanum fulltrúar Samfylk-
ingar, Framsóknarflokks, Vinstri
grænna og óháðra. Með þessu vilja
þeir ná til sjálfstæðismanna sem
eru mótfallnir miðbæjar-
skipulaginu, en það verður helsta
kosningamálið í vor. - jse
Sagðir misnota
fé bæjarsjóðs
Fulltrúi minnihlutans á Álftanesi sakar meirihlut-
ann um að nota bæjarsjóð í kosningabaráttuna.
Almannatengslafyrirtæki var falið að kynna umdeilt
miðbæjarskipulag. Bæjarstjórinn segir það eðlilegt.
ÁLFTANES Bæjarstjórnin á Álftanesi fær almannatengslafyrirtæki til að kynna miðbæjar-
skipulagið. Minnihlutinn sakar hana um ólýðræðisleg vinnubrögð.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÁTÖK VIÐ VATNSBÓLIÐ Karlmenn í norð-
vesturhluta Kenía takast á um að komast
að til að brynna geitum sínum. Á þessum
slóðum hefur ekki rignt í meira en ár.
MYND/AP
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!