Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 26
10 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Fulltrúar Alþýðu- sambandsins fóru í Hlaðvarpann í miðborg Reykjavíkur í byrjun vikunnar til að kanna stöðu Litháa sem starfa hjá verktakafyrirtæk- inu Lindarvatni. Tilgangurinn var að kanna hvort þeir hefðu tilskilin leyfi og hvort þau væru í sam- ræmi við störf þeirra, hvort þeir fengju laun í samræmi við kjara- samninga og hversu langan vinnu- dag þeir ynnu. Gísli J. Guðmundsson verktaki starfar fyrir Lindarvatn en stærsti eigandi þess er Pétur Þór Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Lindarvatn er að breyta Hlaðvarp- anum í viðbyggingu við Hótel Plaza og mun viðbyggingin rúma sam- tals 25 herbergi. Gísli segir að tuttugu menn vinni við fram- kvæmdirnar og af þeim eru Lithá- arnir fimmtán til sextán talsins. „Þetta er bara vinna þeirra, að fara á milli vinnustaða og heim- sækja okkur,“ segir Gísli um heimsókn fulltrúa ASÍ. „Þeir koma bara og kanna aðstæður á vinnustöðum eins og þeir gera alltaf, það er bara öryggisatriði. Hér eru allir pappírar í lagi.“ Gísli hefur notfært sér þjónustu- samninga í fimm til sex ár en kveðst hættur því þar sem verkalýðshreyfingin hafi farið fram á það og það taki svo stuttan tíma orðið að fá atvinnuleyfi. Hann tekur skýrt fram að mennirnir séu í beinu ráðningarsambandi, þeir séu ekki hingað komnir gegnum starfsmannaleigur. Hann nýti sér sambönd sín í Kaunas og Vilnius til að ráða menn. - ghs ASÍ kannar stöðu Litháa sem starfa í Hlaðvarpanum: Atvinnuleyfi og laun athuguð Í KAFFI Í HLAÐVARPANUM Fulltrúar ASÍ fóru í Hlaðvarpann í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Sýknudómur féll í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli tveggja manna en annar þeirra krafðist skaðabóta á hendur þeim fyrri þar sem hann féll frá kauptilboði í landareign á Snæ- fellsnesi. Hafði maðurinn fallið frá 62 milljóna króna boði sínu innan til- skilins frests en umrætt boð var um sex milljón krónum hærra en næsta boð, sem í framhaldinu var tekið. Krafðist eigandi sex millj- óna auk vaxta vegna mismunarins en á það féllst dómurinn ekki enda öllum lögum og reglum fylgt þegar fallið var frá hæsta tilboðinu. - aöe Féll frá hæsta boði í jörð: Sýkn fyrir héraðsdómi SVEITARSTJÓRNARMÁL „Okkur í minnihlutanum þykir það graf- alvarlegt mál og afar ólýðræðislegt þegar meirihlutinn ætlar að nota peninga úr bæjarsjóði til að kosta kosningabaráttu sína,“ segir Sig- urður Magnússon, oddviti Álftanes- hreyfingarinnar, sem er í minni- hluta þar í bæ. Guðmundur Gunnarsson bæjar- stjóri hefur ákveðið að fresta fram- kvæmdum á umdeildu miðbæjar- skipulagi á Álftanesi fram yfir kosningarnar í vor og í vikunni var ákveðið að ráða almannatengsla- fyrirtækið KOM til að kynna skipu- lagið fyrir bæjarbúum. Sigurður segir að þessi kynning kosti vel á eina milljón króna. „Það er mjög ólýðræðislegt að þeir noti slíkar fjárhæðir til þessa jafnvel þó að þeir hafi sagt að það væri búið að kynna þetta ítarlega fyrir bæjar- búum.“ „Þetta hefur verið mikið hitamál hér á Álftanesi og ýmislegt verið sagt sem ekki á við rök að styðj- ast,“ segir Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri. „Því þótti mér rétt að fá utanaðkomandi fagaðila til að vinna kynningarrit á heiðarlegan hátt þar sem staðreyndir málsins eru raktar svo að íbúarnir geti tekið afstöðu til málsins á þeim forsend- um. Ég vissi að gagnrýni sem þessi kæmi frá minnihlutanum, en mér þótti samt sem áður rétt að fara þessa leið. Það væri ótækt að ég færi að standa í þessari kynningu eins og málin standa,“ segir Guð- mundur. Í síðustu viku ákváðu fulltrúar Álftaneshreyfingarinnar að láta ekki stjórnmálaflokka tilnefna full- trúa á lista hreyfingarinnar. Áður voru á listanum fulltrúar Samfylk- ingar, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og óháðra. Með þessu vilja þeir ná til sjálfstæðismanna sem eru mótfallnir miðbæjar- skipulaginu, en það verður helsta kosningamálið í vor. - jse Sagðir misnota fé bæjarsjóðs Fulltrúi minnihlutans á Álftanesi sakar meirihlut- ann um að nota bæjarsjóð í kosningabaráttuna. Almannatengslafyrirtæki var falið að kynna umdeilt miðbæjarskipulag. Bæjarstjórinn segir það eðlilegt. ÁLFTANES Bæjarstjórnin á Álftanesi fær almannatengslafyrirtæki til að kynna miðbæjar- skipulagið. Minnihlutinn sakar hana um ólýðræðisleg vinnubrögð. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÁTÖK VIÐ VATNSBÓLIÐ Karlmenn í norð- vesturhluta Kenía takast á um að komast að til að brynna geitum sínum. Á þessum slóðum hefur ekki rignt í meira en ár. MYND/AP NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 8 9 Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr. FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.