Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 28
12 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR MENNTAMÁL „Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn kostar stöðu með þessum hætti og reynsl- an af því er í raun ekki komin í ljós,“ segir Ingvar Sigfússon, sviðstjóri rekstrarsviðs Seðla- banka Íslands. Bankinn er einn tuttugu fyrir- tækja og stofnana sem styðja beint eða óbeint við bakið á Háskóla Íslands með kostun af einhverju tagi. Bankinn kostar eitt kennarastarf við viðskipta- og hagfræðideild skólans fram til ársins 2007 auk þess sem 2,4 millj- ónum króna var nýlega varið til sérstaks rannsóknarverkefnis á íslenskum verðbréfum. Ingvar segir bankann tvímæla- laust hafa hag af slíku samstarfi. „Markmiðið með slíku er að efla rannsóknir allar og að niðurstöð- ur séu kynntar víðar en eingöngu innan bankans. Auðvitað er engin þörf á að bankinn geri slíkt enda hægt að sinna slíku innan bankans sjálfs en að okkar mati er þetta ákjósanlegt tækifæri til að dreifa þekkingu sem víðast. Fyrir vikið verður líka úr hæfari hópi fólks að velja þegar þar að kemur, til starfa innan bankans eða fjár- málastofnana.“ Annar banki sem einnig kostar til fjármunum er KB banki en þar á bæ kosta menn fimmtán millj- ónum króna til meistaranáms í fjármálafræði við sömu deild innan Háskóla Íslands. Tilgangur þess banka er þó annar að sögn Hafliða Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs bankans. „Ástæðan er ekki sú að við séum að fá eitthvað til baka í þessu tilfelli heldur erum við að láta gott af okkur leiða og skila aftur til samfélagsins. Við styrkjum mörg slík verkefni á ári hverju bæði innan skólanna og utan og þetta er einfaldlega eitt af þeim.“ Ásdís Pétursdóttir, hjá Bakka- vör sem einnig leggur fimmtán milljónir króna til styrktar frum- kvöðlafræði innan Háskóla Íslands, tekur undir orð Hafliða en segir að í augum eigenda fyrir- tækisins sé einnig mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og samvinnu milli menntastofnana og atvinnulífsins. Það sé jákvæð- ur ávinningur fyrir alla. albert@frettabladid.is VILL Í FREMSTU RÖÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS KOSNINGAR Vinstrihreyfingin - grænt framboð samþykkti á félagsfundi sínum hinn 13. mars síðastliðinn framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Tillaga kjörstjórnar var sam- þykkt og skipa átta efstu sæti list- ans þau Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Dýrleif S. Ingimarsdóttir, Jón Erlendsson, Baldvin Esra Einarsson, Lilja Guð- mundsdóttir, Jóhannes Árnason og Silja Bára Ómarsdóttir. - shá Vinstri grænir á Akureyri: Framboðslisti samþykktur BANDARÍKIN AP Skýstrókar urðu minnst tíu manns að bana og lögðu hundruð heimila í rúst í miðvesturríkjum Bandaríkjanna um helgina og á mánudag. Missouri-ríki varð einna verst úti, en þar fórust minnst níu manns þegar haglél á stærð við appelsín- ur féll og skýstrókar feyktu öllu lauslegu til, jafnvel bifreiðum. Tíunda fórnarlambið lét lífið í Indiana. Jafnframt lék veðrið Illinois illa, þar sem höfuðborgin Springfield varð einna verst fyrir barðinu á stormunum. Auk þeirra sem fórust slösuðust tugir manna í veðrinu. - smk Skýstrókar í miðvesturhluta Bandaríkjanna: Tíu létust í ofsaveðri SKÝSTRÓKUR Hvirfilbylir gengu yfir mið- vesturríki Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSNINGAR Borgarlisti – breiðfylk- ing félagshyggjufólks í sameigin- legu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps og Kolbeinsstaðahrepps hafa kynnt frambjóðendur sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Borgarlistinn samanstendur af Samfylkingunni, Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði og óháðum kjósendum. Í fimm efstu sætum listans eru Finnbogi Rögnvaldsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Haukur Júlíus- son, Þór Þorsteinsson og Ingibjörg Daníelsdóttir. - shá Borgarbyggð: Sameiginlegt framboð kynnt VIÐSKIPTI Slippurinn Akureyri hefur keypt helmingshlut í DNG á Akureyri af Vaka í Reykjavík. Starfsemi DNG flyst á athafna- svæði Slippsins í byrjun næsta mánaðar en fyrirtækin verða áfram rekin sem sjálfstæðar ein- ingar og ekki er gert ráð fyrir breytingum í mannahaldi. DNG hefur framleitt raf- eindastýrðar færavindur og línu- kerfi fyrir báta. Anton Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Slippsins, segir að samstarf DNG og Slippsins muni leiða til hagræðingar í rekstri og auka möguleika til verkefnaöflunar. „Starfsmenn Slippsins eru nú um sjötíu og okkur vantar fleiri járniðnaðar- menn. Fyrstu tveir mánuðir árs- ins voru rólegir en nú er allt vit- laust að gera hjá okkur og útlitið fram undan er gott,“ segir Anton. Verðið sem Slippurinn greiddi fyrir helmingshlut í DNG fæst ekki uppgefið. - kk Slippurinn Akureyri kaupir helmingshlut í DNG: Styrkir stöðu beggja Í frétt um lagafrumvarp um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar sem birtist í Frétta- blaðinu 13. mars var ranglega sagt að forsvarsmenn Sjónstöðvar hefðu skorað á heilbrigðis- og tryggingamálanefnd að fresta umsögn um frumvarpið. Hið rétta er að Blindrafélagið er mótfallið frumvarpinu og skoraði á nefndina að fresta umsögninni. LEIÐRÉTTING TAÍLAND, AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sagð- ist í gær geta hugsað sér að segja tímabundið af sér, en neitar þó að hafa gert eitthvað rangt. Tugþúsundir Taílendinga söfn- uðust á þriðjudag saman við stjórnarbyggingu landsins í Bang- kok og dvöldu þar um nóttina. Þeir krefjast afsagnar forsætisráð- herrans og saka hann um misbeit- ingu á völdum sínum. Í gær söfnuðust einnig saman þúsundir stuðningsmanna forsæt- isráðherrans rétt fyrir utan höfuð- borgina til þess að lýsa yfir stuðn- ingi við hann. Thaksin hefur tilkynnt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi í landinu verði mót- mælin ofbeldisfull, en hingað til hafa þau verið friðsamleg. Fólkið hefur hrópað slagorð, haldið ræður og sakað Thaksin um spill- ingu. Þrátt fyrir eldheitar ræður hélt fólkið ró sinni, enda minntu leiðtogar þeirra á í ræðum sínum að landar þeirra myndu deyja ef til ofbeldis kæmi. - smk FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI Tugþúsundir krefjast afsagnar forsætisráðherra síns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Friðsamleg mótmæli gegn forsætisráðherra Taílands: Íhugar tímabundna afsögn VORBOÐSKAPUR TRÚARLEIÐTOGANS Dalai Lama flutti sína árlegu ræðu í Tsuglakhang-hofinu á Indlandi í gær. Þúsundir Tíbeta og annarra búddista komu til að hlýða á boðskapinn. MYND/AP Hagur fyrir atvinnulífið Öll samvinna háskóla og atvinnulífs er af hinu góða að mati þriggja viðmælenda sem starfa hjá fyrir- tækjum sem leggja talsvert fé til Háskóla Íslands. Egyptaland Luxor 10 daga VISA ferð 21. apríl –1. maí Fyrsta flokks gisting á glæsilegu hóteli, spennandi skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Um er að ræða 10 nátta ferð á vit ævintýra í Egyptalandi. 79.940 kr. Verð: á mann í tvíbýli á Luxor Sheraton Innifalið: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í 10 nætur og íslensk fararstjórn. Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100 · www.plusferdir.is SKIP Í SLIPP Forsvarsmenn Slippsins Akureyri sjá fram á góða verkefnastöðu og vantar járniðnaðarmenntil starfa. KENNSLA Í HÍ Fyrirtæki og stofnanir sem styrkja HÍ með kostun segja atvinnulífið í landinu njóta góðs af samstarfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.