Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 32
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Traustið er mikilvægast „Vandi bankanna á Íslandi er ekki ímyndarvandi heldur spurning um traust.“ STAKSTEINAR MORGUNBLAÐSINS Í GÆR Upplýsingaflæðið mikilvægast „Traust skiptir miklu máli á fjármálamarkaðnum en upplýsingaflæði jafnvel enn meira máli.“ LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS Í GÆR „Það hefur verið svolítið kropp hérna, eða eiginlega bara ágætt,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, oddviti og útgerðarmaður í Mjóafirði, sem var að koma af sjó þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann kveðst hafa verið að fá 500 kíló og allt upp í tvö tonn í róðri. Hann er ekki nema fimm mínútur að stíma á miðin, svo nærri landi er fiskurinn. „Þetta er stór og fallegur þorskur, fullur af loðnu, sem ekki á að vera til,“ segir Sigfús. „Það er góðs viti að fiskurinn skuli vera svona stór og loðnan líka. Kannski er meira af þorski í sjónum en menn grunar. Svo er hann fullur af hrognum, þannig að allt útlit er fyrir að hann hrygni hér inni á fjörðum. Það eru mörg ár síðan svona stór fiskur hefur veiðst hér. Þá höfum við fengið dálítið af rauðmaga í þorskanetin, svona 10-12 stykki, sem er mjög óalgengt.“ Spurður um stöðu laxeldisins í Mjóafirði segir Sigfús að þar sé nú verið að slátra og mjög gott verð fáist fyrir laxinn. Um yfirvofandi sameiningu Fjarðabyggðar og Austurbyggðar segir Sigfús það verst að ekki skuli vera komin göng frá Eskifirði yfir á Seyðisfjörð þannig að hægt hefði verið að taka hann með í sameininguna. Góugleði skellur á í Mjóafirði um þar- næstu helgi. „Þá dubba menn sig upp, gera sér eitthvað til skemmtunar með því að skjóta á náungann og svona,“ segir Sigfús. „Sumir fá sér lítillega í staupinu, sem er gott ef í hófi er gert.“ „Mér finnst glæpsamlegt ef ríkir fá að borga fyrir forgang á sjúkra- húsum landsins,“ segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. Hún hefur fylgst með umræðum þess efnis í fjölmiðlum síðustu daga og er mikið niðri fyrir. Anna Marta hefur enda alla tíð látið sig jöfnuð miklu varða auk þess sem hún er áhugasöm um heilbrigðismál. „Sá sem er lasnastur á alltaf að sitja fyrir, ekki sá sem á mestu peningana,“ segir hún og bætir við: „Ef við látum aurinn ráða er samfélagið komið niður á ákaflega lágt plan.“ Önnu Mörtu finnst þó koma til greina að aðkoma auðmanna að heilbrigðis- þjónustu verði með öðrum hætti en almennings. „Ef þeir vilja brúka afl sitt í þágu eigin heilbrigðis mættu þeir byggja sjúkrahús handa sjálfum sér og reka það fyrir sína eigin peninga. Og ef þeir væru almennilegir gætu þeir svo tekið inn einstaka fátækling. En í þetta mætti ekki fara króna af almannafé.“ HVAÐ SEGIR ANNA Á HESTEYRI? Glæpsamlegt Friðrik Ólafsson stórmeistari og Sveinbjörn Einarsson kennari mættust við taflborðið á tuttugu ára afmælisskákmóti Félags eldri borgara í Reykjavík á þriðjudag. Við það tilefni var rifjað upp að 59 ár eru liðin síðan þeir tefldu fyrst saman. „Sveinbjörn var einn af þeim sem ég tefldi við í fyrsta mótinu sem ég tók þátt í á sínum tíma. Þá var ég tólf ára,“ segir Friðrik. Það var árið 1947 og fór Sveinbjörn með sigur af hólmi. „Nú náði ég að jafna stöðuna,“ segir Friðrik hlæj- andi en hann sigraði í viðureign- inni á þriðjudag. Sveinbjörn segir það hafa verið ánægjulegt að tefla við Friðrik á ný. „Ég fyrtist ekkert við þó hann ynni mig,“ segir hann og gerir lítið úr því að hafa lagt Friðrik að velli á sínum tíma. „Þá var hann nú bara strákur en ég fullorðinn maður svo að það er ekkert að marka.“ - bþs BISKUP BJARNI FIMM Friðrik beitti Spænska leiknum í skákinni gegn Sveinbirni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Metin jöfnuð 59 árum síðar Blað var brotið í sögu Alþingis á þriðjudag þegar Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingar- innar, gerði hlé á ræðu sinni og fór á klósettið. Aldrei áður í aldalangri sögu þingsins hefur það gerst að þing- manni sé veitt leyfi til að gera hlé á máli sínu til að fara á klósettið. Og ólíklegt er að það gerist aftur í bráð. Ástæðan er einföld; klósett- ferðir í miðjum ræðum rúmast ekki innan þingskapalaga. Greinilega er ekki gert ráð fyrir að þingmenn tali svo lengi í einu að þeir þurfi að fá hlé til að fara á klósett. Það má reyndar virða Valdimar Leó Friðrikssyni það til vorkunnar að hann hafði leyfi þingforseta fyrir klósettferðinni. Þuríður Backman, Vinstri grænum, sat í forsetastóli og varð góðfúslega við bón Valdimars. Og sjálfur vissi hann ekki betur en að þetta væri allt í lagi, að ekkert væri sjálfsagðara en að menn fengju að gera hlé á máli sínu til að pissa. „Þetta var nýliðabrek hjá mér. Ég hélt að þetta væri heimilt og það var í þeirri trú sem ég gerði þetta,“ segir Valdimar Leó um klósettferðina. Það má heita sérstakt, jafnvel kaldhæðni örlaganna, að þetta skuli gerast í umræðunni um hin umdeildu vatnalög. Í henni miðri þarf þingmaður að kasta af sér vatni og gerir. Í umræðum um vatn er sumsé vatni kastað í miðri ræðu í fyrsta sinn í sögu Alþing- is. Valdimar Leó hafði talað í þrjár klukkustundir þegar honum varð mál. „Röddin var þannig að ég þurfti að vökva hana nokkrum sinnum. Þegar ég áttaði mig á að enn væri klukkutími í kvöldmat óskaði ég eftir þessu leyfi og fékk það,“ segir Valdimar Leó og er Þuríði afar þakklátur fyrir að fá að fara á klósettið. Á leiðinni af salerninu rak Valdimar Leó augun í sjónvarps- skjá og sá hvar þingvörður kíkti í ræðustólinn, sjálfsagt til að athuga hvort þar væri nægt vatn. „Það var eins og hann væri að leita að ræðumanninum,“ segir Valdimar Leó og hlær. Hann lætur þennan sögulega viðburð ekki slá sig út af laginu og heldur sínu striki í þinginu, hér eftir sem hingað til. En gætir sín á vatnsþambinu í ræðustólnum. bjorn@frettabladid.is Pissað í miðri ræðu í fyrsta sinn í sögu Alþingis VIÐ SALERNIÐ Valdimar Leó Friðriksson er fyrsti alþingismaður sögunnar sem fær leyfi til að kasta af sér vatni í miðri þingræðu. Það gerðist í umræðum um vatnalög á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FORGANGUR RÍKRA Í HEILBRIGÐISKERFINU HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGFÚS VILHJÁLMSSON ODDVITI Í MJÓAFIRÐI: Hér hefur verið svolítið kropp MÖMMURNAR Í ÍRABAKKA ERU BÚNAR AÐ FÁ NÓG HEIMTA BARNANÍÐING BURT ÚR BLOKKINNI „VIÐ VILJUM ÞENNAN MANN BUR T,“ SEGIR EIN AF FJÖLDAMÖRGUM ÁHYGGJ UFULLUM MÆÐRUM SEM BÚA Í ÍRABAKKA. DV 2x15 15.3.2006 20:41 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.