Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 42

Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 42
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Ungliðar reka Kristinn Stjórn Sambands ungra framsóknar- manna rak Kristinn H. Gunnarsson úr Framsóknarflokknum fyrir sitt leyti í fyrrakvöld. Stjórnin hafnar algerlega í samþykkt sinni hugmyndum hans um sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar. Á vefsíðu sinni hafði Kristinn reifað í löngu máli uppruna flokkakerfisins og þátt Jónasar Jónssonar frá Hriflu í stofnun Alþýðusambandsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins árið 1916. „Jónas gæti bent á að þeir flokkar sem skilgreina sig sem félags- hyggjuflokkar eigi að öðru jöfnu að vinna saman. En myndi hann telja nú þörf á tveimur flokkum eins og fyrir 90 árum,“ spyr Kristinn. - Þetta ofbauð ungum framsóknarmönnum: „Stanslausar árásir þingmannsins á eigin flokksfélaga og málefnastarf eru fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verður sérstök eftirsjá af Kristni þó hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. Vill SUF benda þingmanninum á að honum sé í lófa lagið að sameina sjálfan sig inn í Samfylkinguna og getur hann þá stundað sína pólitísku hryðjuverkastarf- semi þar sem hún á heima.“ Flokkaflakk Engin ástæða er til þess að gera lítið úr söguskýringum ungliðanna. Á haust- mánuðum 1998, um hálfu ári fyrir fyrsta sameiginlega framboð Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Kvenna- listans undir merkjum Samfylkingar- innar, sagði Kristinn H. Gunnarsson sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins. Hann bar við atriðum í málefnaskrá flokkanna sem hann sætti sig ekki við. „Ég tel eðlilegast að stíga úr röðum þeirrar fylkingar og tala fyrir mínum sjónarmiðum á eigin forsendum,“ sagði Kristinn og lét á sér skilja að hann ætlaði umsvifalaust í framboð. Í Morgunblað- inu 15. október þetta ár kom ekki fram í hvers nafni Kristinn hygðist bjóða sig fram. - Meðan þessu vindur fram sendir Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á Framsóknarlistanum í höfuðborginni, Sjálfstæðisflokknum eitraða sendingu á vefsíðu sinni. „...Þar á bæ ríki nú meiri svartsýni en áður með möguleika Sjálfstæðisflokksins á að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Því hafi þeir sett upp plan F og ætli að halla sér að F-lista Frjálslyndra, klofningsframboði úr Sjálfstæð- isflokknum. Enda velþóknun á almannahylli Guðrúnar Ásmunds- dóttur leikara í þriðja sæti listans áberandi í Staksteinum Morgunblaðsins. johannh@frettabladid.is Í síðustu viku var haldinn fundur í Tívolí í Kaupmannahöfn á vegum Börsen Executive Club þar sem nokkrir helstu for-ystumenn í íslensku viðskiptalífi gerðu grein fyrir íslensku innrásinni í Danmörku, sem svo hefur verið kölluð. Fundurinn sýnist hafa vakið mikla athygli í Danmörku. Það er þessum stóru fyrirtækjum nauðsyn að gera grein fyrir máli sínu á erlendum vettvangi eins og þarna var gert. Reyndar má segja að það sé íslensku efnahagslífi mikilvægt; ekki síst í ljósi þeirr- ar neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað erlendis um skjót- an framgang þessara dugmiklu íslensku athafnamanna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, var einn ræðumanna á þessum Tívolífundi. Hann sýnist vera í hópi snjallari yngri manna, sem haslað hefur sér völl í atvinnulífinu á allra seinustu árum. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars, að lykilatriði væri að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir. Ummæli sem þessi verður vitaskuld að skoða í stærra samhengi og óþarfi að ætla höfundi þeirra annað en hann beinlínis hafði í huga. En það er erfitt og ástæðulaust að líta framhjá þeim og mikilvægt að reyna að draga af þeim ályktanir. Það er mikið rétt og reyndar gömul sannindi, að mikill og ákafur tilfinningahiti getur ruglað rökvísi manna. Það á við á öllum sviðum, einnig í rekstri fyrirtækja. En hitt er jafn ljóst og byggt á jafn gamalli reynslu að mikill og algjör tilfinningakuldi getur með sama hætti ruglað rím rökvísinnar. Hér eins og oft endranær er þörf meðalhófs. Fullyrðing forstjóra FL Group dregur þannig athygli að álita- efni, sem lýtur um margt að innviðum nútíma þjóðlífshátta, ekki aðeins í rekstri fyrirtækja, heldur miklu fremur í almenn- ara og víðara samhengi. Spurningin er sú, hvort mál eru ekki einfaldlega þannig vaxin, að skortur á tilfinningalegri næmni fyrir skuldbindingum einstaklinga og hópa við uppruna sinn og umhverfi sé ekki vísir þeirrar upplausnar og agaleysis, sem einkennir í of ríkum mæli nútímann. Getur vaxandi ofbeldi til að mynda átt rætur í þeirri staðreynd, að menn eru ekki í nægj- anlega ríkum mæli næmir fyrir þeim tilfinningalegu skuldbind- ingum, sem allt mannlegt samfélag byggir á? Enginn maður er eyland. Allir eiga uppruna og umhverfi, sem þeir eru skuldbundnir. Skilningur á þessari staðreynd getur ekki einasta verið forsenda hamingju heldur einnig uppspretta efnalegra gæða. Þjóðernisást var á sínum tíma aflvaki fram- fara. Það er liðinn tími, en í þeirri sögu er fólgin staðreynd um mannlegt eðli. Tilfinningar starfsmanna fyrir skuldbindingum þeirra gagn- vart starfsumhverfi sínu eru gjarnan ein af mikilvægustu for- sendum velgengni fyrirtækjanna. En þurfa þá ekki skuldbind- ingar eigendanna að vera gagnkvæmar? Gilda ekki um það efni sömu lögmál og gagnkvæmni skuldbindinga almennt í mannleg- um samskiptum? Á alþjóðavettvangi hafa einstök fyrirtæki og samtök þeirra lagt í vaxandi mæli áherslu á samfélagslegar skuldbindingar. Þetta er meðal annars gert til þess að stemma stigu við vaxandi opinberum reglugerðarfrumskógi. Skilningur á eðli mannlegs samfélags er í raun og veru ein af forsendum athafnafrelsis. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst að til- finningar, skuldbindingar og ágóði séu alfarið aðskilin fyrirbæri. SKOÐUN ÞORSTEINN PÁLSSON Tívolíummæli athafnamanns: Fyrirtæki, skuld- bindingar, ágóði Margar skuldugustu þjóðir heims búa í Afríku og Suður-Ameríku. Erlendar skuldir Afríkulandanna nema nú um 70% af samanlagðri landsframleiðslu álfunnar og hafa haldizt stöðugar undir því marki síðan 1990. Suður-Ameríka er ekki eins skuldug. Þar nema erlendar skuldir nálægt 40% af landsfram- leiðslu á heildina litið og hafa hald- izt stöðugar við það mark síðan 1990. Asíulöndin skulda minnst. Þar hefur skuldahlutfallið þokazt niður á við: það var um 30% af landsframleiðslu 1991-2000 og er nú komið niður undir fjórðung. Erlendar skuldir Afríkulandanna eru að mestu leyti ríkisskuldir (80%), en skuldir Suður-Ameríku eru mestmegnis einkaskuldir (75%); Asía liggur miðsvæðis. Hvað um Ísland? Erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust úr 56% af landsframleiðslu í árslok 1990 upp í 100% í árslok 2000, 200% í árslok 2004 og 300% í árs- lok 2005. Skuldirnar stefna enn hærra, því að hallinn á viðskiptum við útlönd er enn mikill og verður mikill áfram enn um sinn sam- kvæmt spám fjármálaráðuneytis- ins svo sem jafnan fyrr. Skuldirn- ar skiptast þannig, að hið opinbera hefur stofnað til 6% af skuldun- um, bankarnir 83% og aðrir 11%. Bankarnir njóta í reynd ríkis- tryggingar í þeim skilningi, að allir virðast gera ráð fyrir því, að ríkið kæmi þeim til bjargar, ef á skyldi reyna. Bankarnir hafa notið góðra lánskjara í útlöndum eftir einkavæðingu bæði fyrir eigið ágæti og vegna þessarar óbeinu, undirskildu ríkisábyrgðar. Reynsl- an sýnir, að ríkið hleypur iðulega undir bagga með einkabönkum, ef þeir komast í kröggur, því að ella yrðu of margir saklausir vegfar- endur fyrir of miklum og óverð- skulduðum skakkaföllum. Ríkis- valdið kýs því að skakka leikinn, ef svo ber við, og dreifa skaðanum á skattgreiðendur. Þetta gerðist til dæmis í Bandaríkjunum 1986-89 og á Norðurlöndum nokkru síðar. Erlendir lánardrottnar íslenzkra banka hljóta að reikna með því, að ríkisstjórnin hér heima hefði sama háttinn á, ef í harðbakka slægi, þótt landslög kveði ekki lengur á um ríkisábyrgð eins og þau gerðu á fyrri tíð, þegar bankarnir voru ríkisbankar. Bankarnir eru því á bankamannamáli stundum kallað- ir kerfisbankar til aðgreiningar frá ósviknum einkabönkum. Skuldabyrði þjóðarinnar hefur þyngzt til muna. Vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum námu fimmtungi af útflutnings- tekjum 1997, nærri helmingi 2002 og rösklega 70% 2005 (þetta er ekki prentvilla). Nú er því ekki hægt að nota nema tæpan þriðj- ung af útflutningstekjunum til að greiða fyrir innflutta vöru og þjónustu; afganginn þarf að taka að láni til að halda leiknum áfram. Vaxtagjöldin hækkuðu um helm- ing í fyrra, úr 8% af útflutnings- tekjum 2004 í 12% 2005. Byrðin á eftir að þyngjast, ef vaxtakjör bankanna versna á heimsmarkaði. Það á eftir að koma í ljós, hvort öllu lánsfénu hefur verið varið svo vel, að skuldunautarnir geti borið svo þungt hlass til lengdar. Margir lántakendur virðast undarlega hirðulausir um hag sinn. Útistand- andi yfirdráttarskuldir fyrirtækja og heimila í lok janúar 2006 námu 184 milljörðum króna. Þessi yfir- dráttarlán bera 15% til 21% árs- vexti. Það er ekki ónýtt fyrir bankana að eiga slíka viðskipta- vini. Uppsveiflan í efnahagslífinu síðan 1996 hefur að miklu leyti verið knúin áfram með erlendu lánsfé, sem samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið 1994 ruddi braut inn í landið og lántakendur eiga eftir að standa skil á. Inn- flutningur erlends vinnuafls í krafti sama samnings öðrum þræði kom í veg fyrir, að lánsfjár- innstreymið leiddi til mikillar verðbólgu eins og áður, en verð- bólgan hefur samt langtímum saman verið yfir settu marki Seðlabankans. Langvinn upp- sveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmál- um. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna. Munstrið er kunnuglegt frá fyrri tíð (og öðrum heimsálfum): innstreymi lánsfjár er ætlað að örva atvinnulífið um stundarsak- ir, en minna er hirt um það, hvort framkvæmdirnar séu líklegar til að skila viðunandi arði og hvort skuldabyrðin verður þolanleg til langs tíma litið. Vaxtagjöld þjóð- arinnar umfram vaxtatekjur námu 4% af landsframleiðslu í fyrra (2005). Þessi hluti viðskipta- hallans er viðvarandi. Slagsíðan mun aukast á næstu árum, ef vextir hækka úti í heimi. Skuldasöfnun í samhengi Í DAG SKULDABYRÐIN ÞORVALDUR GYLFASON Langvinn uppsveifla án verð- bólgu er nýjung í íslenzku efna- hagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslíf- inu gangandi enn um sinn... EFST Í HUGA: SVEIFLUR Á FJÁRMÁLAMARKAÐI Auður Haralds rithöfundur Hinir ríku gráta líka Ég spái nú ekki í þessum fjármála- heimi, þannig ég læt það vera að lýsa yfir áhyggjum á þessu máli. Ég hef heldur ekkert verið að spyrja fólk í kringum mig hvort það sé uggandi yfir stöð- unni. Fólk- ið sem ég þekki er allt svo fátækt að þetta er ekki mál sem snert- ir það djúpt. Það er svolítið eins og einn ráð- herrann okkar sagði: Þeir sem lítið hafa finna ekki fyrir því að hafa minna milli handanna eins og þeir sem eru ríkir. Það er því kannski meiri ástæða til að hafa áhyggjur á hinum ríku þessa dagana. Mér skilst að þeir gráti líka. Franska skáldkonan Francois Sagan sagði eitt sinn að það væri auðveldara að gráta í Jagúar en í strætó. Ætli það sé ekki tilfellið. Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræð- ingur Skýr markmið eru lykillinn Ég hef ekki miklar áhyggjur. Sveiflur eru eðlilegar á fjármála- markaði. Hefðirðu spurt mig fyrir hálfum mánuði hvort ég væri óró- legur yfir gegndarlausum hækk- unum hefði ég kannski svarað ját- andi, en þessi lækkun á Úrvalsvísitölunni róaði mig aðeins því hún er eðlileg. Það gerist oft á þessum markaði að menn bregð- ast of harkalega við. Menn vilja meina að það séu helst smáfjár- festar, sem hafa ekki skýra stra- tegíu eða markmið, sem fara á taugum þegar eitthvað svona kemur upp á og selja allt. Svo jafn- ar markað- urinn sig og menn ná áttum og aðrir klók- ari koma inn á markaðinn þegar hann er lágur. Ég hef mín markmið og á meðan sveiflurnar eru innan eðlilegra marka sef ég rólegur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.