Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 44

Fréttablaðið - 16.03.2006, Side 44
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR28 Hin frægu orð Galileo Galilei „Hún snýst nú samt“ komu í huga mér þegar ég las Staksteina Morgun- blaðsins 11. mars sl. Þar veittist blaðið að Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á afar smekklausan hátt. Ástæðan var sú að ráðherrann reifaði möguleika á að við Íslend- ingar tækjum upp evru eða tengd- um gengi krónunnar við gengi evrunnar. Að mati Valgerðar eru fjórir kostir í stöðunni: 1) Að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu, 2) að Ísland gerist fullgildur aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) án aðildar að ESB, 3) að Ísland semji sérstaklega um upptöku evrunnar án fullrar aðild- ar að EMU eða ESB, 4) að Ísland tengi gengi krónunnar við gengi evrunnar. Íslensk fyrirtæki í sjávarút- vegi, ferðaþjónustu og iðnaði, hafa liðið fyrir allt of sterkt gengi krón- unnar. Þá hafa miklar sveiflur á gengi krónunnar á undanförnum árum gert fyrirtækjunum erfitt fyrir. Helstu rökin fyrir því að við höldum sjálfstæðum gjaldmiðli eru þau að ella misstum við mikil- vægt hagstjórnartæki. Það geti verið afar slæmt enda geti hags- veiflan hér verið allt önnur en á evrusvæðinu. Þegar stjórnvöld ákveða stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar án þess að grípa til nauðsynlegra mótvægisað- gerða, gera breytingar á húsnæð- islánakerfinu með þeim fyrirsjá- anlegu afleiðingum að þensla eykst mikið, hækka stýrivexti sem virk- ar aðeins á lítinn hluta markaðar- ins en leiðir til spákaupmennsku með gríðarlegri útgáfu útlendinga á skuldabréfum í íslenskum krón- um, sem hefur ekkert með íslenskt efnahagslíf eða íslenska hags- veiflu að gera, en styrkir krónuna úr hófi og leiðir til aukinnar neyslu, enn meiri þenslu og stórfellds við- skiptahalla, þá er eðlilegt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Stjórnendur og eigendur vel rekinna fyrirtækja sem sjá eigið fé þeirra brenna upp, þurfa að segja upp fólki, draga úr starf- semi, flytja hana úr landi, eða sjá í versta falli fram á gjaldþrot, lifa einfaldlega í öðrum heimi en þeir sem segja að allt sé í himnalagi. Þessir aðilar fagna því að iðn- aðar- og viðskiptaráðherra vill skoða alla möguleika. Ég hvet ráðherrann til bæta við fimmta möguleikanum sem er að taka upp evru einhliða án samninga við Evrópusambandið. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því sýnist okkur það skynsamlegt. Við eigum þær evrur sem við þurfum m.a.s. til. Þó að ýmsir tali um að það sé ekki trúverðugur kostur þar sem alltaf sé möguleiki á að snúa til baka, þá er trúverðugleiki krón- unnar, sem líka má leggja af, minni. Það er öllum ljóst að það að taka upp evru er ekki lausn á öllum okkar vanda. Það eru sveifl- ur milli gengis evrunnar og ann- arra mynta sem við seljum í og vaxtaákvörðunartækið getur verið mikilvægt ef því er rétt beitt með öðrum hagstjórnartækjum. Við eigum ekki að kippa okkur upp við skæting Staksteina Morgunblaðsins í þessu máli held- ur feta slóð þess manns sem oft er nefndur „faðir vísindanna“ og skoða alla möguleika fordómalaust og með opnum huga. ■ Hún snýst nú samt UMRÆÐAN EINHLIÐA UPP- TAKA EVRU FRIÐRIK ARNGRÍMSSON FORMAÐUR LÍÚ Stjórnendur og eigendur vel rekinna fyrirtækja sem sjá eigið fé þeirra brenna upp, þurfa að segja upp fólki, draga úr starfsemi, flytja hana úr landi, eða sjá í versta falli fram á gjaldþrot, lifa einfaldlega í öðrum heimi en þeir sem segja að allt sé í himnalagi. Ef matvara er framleidd í Norður- Ameríku er vel hugsanlegt að hún innihaldi erfðabreytt efni. Nýleg könnun IGM-Gallup bend- ir til þess að 90 prósent Íslend- inga vilji að erfðabreytt matvæli séu merkt. Ísland er aðili að EES og ber að hlíta reglugerðum ESB um eb-matvæli. Samt hafa stjórn- völd ekki tekið upp neinar þær gerðir ESB sem kveða á um þetta (nr. 258/1997, 1139/1998 og 1829/2003). Noregur er einnig í EES en hefur sýnt neytendum meiri ábyrgð. Auk 25 ríkja ESB hefur Noregur sett lög sem krefj- ast merkinga eb-matvæla. Mörg önnur ríki hafa sett slíkar reglur – þar með talin Sviss, Rússland, Kína, Japan, Suður-Kórea, Indón- esía, Ástralía, Nýja-Sjáland og Brasilía, og meira að segja Hvíta- Rússland, sem stundum er nefnt síðasta einræðisríki álfunnar. Hvað segir það um Ísland, sem telur sig tilheyra Evrópu og gumar af elsta löggjafarþingi heims, að það skuli ekki tryggja neytendum frelsi til að velja sér og sínum matvæli? Matvæli frá Evrópu og Ameríku Ágæt leið til að forðast eb-matvæli er að velja vörur frá Evrópu, því öll eb-matvæli (og fóður) frá lönd- um ESB eru merkt. Íslenskir neyt- endur geta að því leyti treyst mat- vælum frá ESB, ekki aðeins vegna þess að þau eru merkt, heldur líka vegna þess að mjög fáar vörur eru framleiddar í Evrópu með eb- efnum. Fyrirtæki framleiða ekki eb-matvæli og verslanir bjóða ekki upp á þau vegna þess að Evrópubú- ar vilja ekki neyta slíkra afurða. Bandaríkin og Kanada fram- leiða megnið af eb-matvælum á heimsmarkaði, en hvorugt ríkið krefst merkinga á þeim. Þetta veld- ur íslenskum neytendum vandræð- um. Fjöldi stórmarkaða og mat- vöruverslana hér á landi selur matvæli sem framleidd eru í þess- um löndum. Stór hluti þessara afurða kann að innihalda eb-efni, en neytendur geta ekki sneitt hjá þeim vegna þess að þau eru ekki merkt. Neytendum til upplýsingar þá eru flestar eb-vörur unnar afurðir, þ.e. matvæli seld í öskjum, pökkum, dósum eða flöskum. Þeir sem kaupa unnar matvörur geta kíkt eftir upprunalandi á umbúð- um, og sé varan framleidd í N- Ameríku er vel hugsanlegt að hún innihaldi erfðabreytt efni. Þeir sem kaupa matvæli framleidd í N- Ameríku geta sneitt hjá vörum með eb-efnum með því að kaupa lífrænt framleiddar vörur, eða með því að kíkja á innkaupalista á borð við „The True Food Network“. Innkaupalisti Íslenskir neytendur (og innflytj- endur og verslanir) sem forðast vilja eb-matvæli geta haft gagn af því að skoða þennan bandaríska vörulista. Hann tilgreinir flokka þarlendra afurða sem innihalda eb- efni og sambærilegar afurðir sem ekki innihalda eb-efni. Hér eru nokkur dæmi úr vörulistanum um matvæli með eb-efnum sem vel er hugsanlegt að finna megi í hillum íslenskra verslana: Barnamatur (frá Nestlé, Mead Johnson, Abbot Labs; bökunar- blöndur (frá Betty Crocker, Aunt Jermina, Jiffy, Bisquik); morgun- korn (from Kelloggs, General Mills, Quaker); kex og smurkex (frá Keebler, Nabisco, Waverly); skyndifæði á borð við Tacoflögur, poppkorn og kartöfluflögur (frá Quaker, Frito-Lay, Pringles); til- búnir frystir réttir og pizzur (frá Kraft/Phillip Morris, Aurora Foods, Pillsbury); gosdrykkir (frá Coca Cola, Cadbury/Schweppes, PepsiCo); ávaxtasafar (frá Ocean Spray, Campbells, Coca Cola); tómatsósa (frá Heinz, Hunts); grillsósur og chilli-sósur (frá Kraft, Nabisco); súkkulaði (frá Hershey‘s, Cadbury, Mars, Nestle); súpur (frá Campbell‘s); sósur í pökkum (frá Knorr). (Sjá heimasíðuna www.tru- efoodnow.org/shoppersguide/.) Erfðabreytt ferskvara á íslenskum markaði? Hingað til hafa engir eb-ávextir, grænmeti, fiskur, kjöt eða kjúkl- ingar verið á markaði í Evrópu. Hinsvegar eru þrjár tegundir eb- grænmetis framleiddar í Banda- ríkjunum, sem kunna að sjást í grænmetisborðum íslenskra versl- ana: Hawaísk papaya (melónutré), zucchini (graskersafbrigði) og gult squash (graskerstegund). Öruggasta leiðin til að forðast neyslu erfðabreyttra matvæla er að neyta lífrænna afurða. Reglur um lífræna framleiðslu eru samhljóða um allan heim þess efnis, að notkun erfðabreyttra efna er bönnuð. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Að forðast erfðabreytt matvæli UMRÆÐAN ERFÐABREYTT MATVÆLI SANDRA B. JÓNSDÓTTIR Bandaríkin og Kanada fram- leiða megnið af eb-matvælum á heimsmarkaði, en hvorugt ríkið krefst merkinga á þeim. Þetta veldur íslenskum neytendum vandræðum. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 Ti lboðsverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1 3 90 .4 3 Þeim var nær Það er ekki óalgengt að frjálslyndir jafn- aðarmenn eigi erfitt með að sjá hvað á að vera frjálslynt við stefnu frjálshyggju- manna. Þeir vilja meina að það sé sjálf- krafa samasemmerki á milli kapítalisma og einstaklingsfrelsis, og hafa ekki upp á neinar lausnir að bjóða fyrir fólk sem er fátækt, háð fíkniefnum eða hefur á einhvern hátt orðið undir í lífinu. Lausn þeirra er einföld, líkt og hugmyndafræði þeirra. Hún er að segja einfaldlega: „Þeim var nær.“ Getuleysi þeirra til þess að setja sig í spor annarra er algert. Hildur Edda Einarsdóttir á politik.is Að segja það sem skiptir ekki máli Það er engu líkara en að vestrænum fjöl- miðlum (ég meina íslenskum) sé mest umhugað um málfrelsið þegar það snýst um rétt til að segja það sem skiptir ekki máli – eða hvað er þetta tjáningarfrelsi? Haukur Már Helgason notar tjáningarfrelsi sitt til að dissa Sjón og Egil Helgason og það getur svosem verið ágætt mín vegna þótt ég sjái ekki alveg pointið með því. Oddný Eir Ævarsdóttir vonast eftir annars konar samræðu, nýju ónæmiskerfi and- stöðunnar. Sjón, muni ég rétt, stóð fast á tjáningarfrelsinu og helgi þess, jafnvel þótt það sé notað í vitleysu, og ég tek undir það. Það er bara eins og tjáningarfrelsið sé helst haft í hávegum þegar kemur að réttinum til að segja eitthvað sem engu skiptir. Hermann Stefánsson á kistan.is Jóhanna og hinir Næstur tók til máls Björgvin G. Sigurðs- son þingmaður Samfylkingarinnar og talaði um flest annað en fundarstjórn forseta þrátt fyrir að hafa kvatt sér hljóðs undir þeim lið. Forseti ítrekaði þá áminn- ingu sína um að þingmenn ræddu það sem þeir hefðu kvatt sér hljóðs um. Þetta var ekki í síðasta skiptið í umræðunni sem forseti neyddist til að áminna þing- menn stjórnarandstöðunnar um að ræða einungis um fundarsköp forseta undir þeim lið, því að Einar Már Sigurðarson þingmaður Samfylkingarinnar kaus einn- ig að fara út fyrir umræðuefnið. Og það er ekki eins og ítrekaðar áminningar til þingmanna Samfylkingar- innar um að halda sig við þingsköp hafi stafað af því að í forsetastólnum hafi setið þingmaður stjórnarflokkanna. Nei, í for- setastólnum sat Jóhanna Sigurðardóttir og var – eins og von er – augljóslega nóg boðið vegna vinnubragða félaga sinna í þingflokki Samfylkingarinnar. Vefþjóðviljinn á andriki.is X-DF Af lestri Staksteina Morgunblaðsins sl. sunnudag má ráða að þar á bæ ríki nú meiri svartsýni en áður með möguleika Sjálfstæðisflokksins á að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. [...] Erfitt er að ráða annað af því mærðar- lega lofi sem fram kom í Staksteinum um framboðslista Frjálslynda flokksins, sem er eins og menn vita klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Einkum er það ágætur frambjóðandi í 3ja sæti F-listans sem ritstjórinn hefur dálæti á. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.