Fréttablaðið - 16.03.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 16.03.2006, Síða 48
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is CHARLES DARWIN (1809-1881) LÉST ÞENNAN DAG „Vísindamaður á ekki að eiga sér neinar óskir, enga ástríðu – einungis ómengað hjarta úr steini.“ Charles Darwin þekkja flestir enda höfundur þróunarkenningunnar. Þennan dag árið 1983 náðust samningar milli eigenda Viðeyjar og Reykjavíkur- borgar um kaup borgarinnar á eyjunni. Frá 1959 hafði enginn ábúandi verið í Viðey en saga eyjarinnar er mjög samofin sögu þjóðarinnar og Reykjavíkurborgar. Líklegt er talið að fólk hafi sest að í Viðey stuttu eftir landnám. Klaustur prýddi eyjuna frá 1225 til 1550 þegar það lagðist af eftir átök í kring um siðaskiptin. Ráðist var í smíði Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju um miðja átjándu öld þegar efla átti íslenskan atvinnuveg. Árið 1817 keypti svo Magnús Stephensen Viðey og rak þar myndarlegan búskap. Hann var stórhuga, enda einn mesti valdamaður þjóðarinnar á þessum tíma, og flutti meðal annars prent- smiðju til eyjarinnar. Frá upphafi síðustu aldar var rekinn stórbúskapur og í Viðey síðar var þar umfangsmikil uppskipunar- höfn. Þá hafði myndast allt að hundrað manna þorp í eynni en eftir að atvinnu hætti að finna þar árið 1931 fækkaði fólki mjög og þorpið komst í eyði árið 1943. Síðasti ábúandinn, sá er bjó í Viðeyjarstofu, yfirgaf Viðey árið 1959. Endurbótum á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju lauk árið 1988 en tveimur árum áður hafði Íslenska ríkið hafði gefið borginni húsin í Viðey á tvö hundruð ára afmæli hennar. Nú hefur Borgarminjavörður - Minja- safn Reykjavíkur umsjón með Viðey. ÞETTA GERÐIST > 16. MARS 1983 Reykvíkingar eignast Viðey VIÐEYJARKIRKJA OG VIÐEYJARSTOFA Í vikunni bárust fréttir um að íslenskt lyfjainnflutningsfyrirtæki hygðist fá leyfi til að setja á markað nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið ver fólk gegn algengustu tegundum af svokallaðri hpv-veirusýkingu sem er talin valda um sjötíu prósentum leg- hálskrabbameins. „Ég held að það sem er að gerast séu tímamót í sambandi við krabbamein hjá konum,“ segir Reynir Tómas, próf- essor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Að hans sögn er legháls- krabbamein eitt af algengustu krabba- meinum kvenna á heimsvísu en hérna heima hefur tekist að halda því niðri með vel skipulagðri krabbameinsleit. „Örfáar konur fá leghálskrabbamein hér á Íslandi en þær sem deyja má telja á fingrum annarrar handar. Það eru oftast konur sem hafa ekki farið í krabbameinsleit,“ segir Reynir Tómas. Á Íslandi greinist þó mikill fjöldi kvenna með forstigsbreytingar leg- hálskrabbameins og um þrjú hundruð þurfa að fara í svokallaðan keiluskurð á ári til að fá þær fjarlægðar. „Ef okkur tekst að bólusetja fyrir helstu stofnum þessarar vörtuveiru sem virðist vera meginorsakavaldar í leghálskrabbameini þá kemur krabba- meinsskoðun til með að breytast,“ segir Reynir Tómas. „Við munum geta gert færri skoðanir með lengra milli- bili á fyrstu árum eftir að kona hefur hafið samfarir og við munum geta hætt að taka sýni og gera krabba- meinsskoðanir fyrr en hefur verið gert til þessa,“ bætir hann við. „Bólu- efnið er það gott að það mun hugsan- lega koma í veg fyrir yfir 70 prósent tilvika af leghálskrabbameini. Veiran mun einfaldlega ekki ná að smita kon- urnar. Í framtíðinni verða því mun færri konur með forstigsbreytingar og ífarandi krabbamein og við eyðum minna af því sem þjóðfélagið setur í heilbrigðismálin í þessar forvarnir,“ segir hann. „Þar að auki er ný tækni að ryðja sér til rúms í greiningu veirusýking- anna,“ segir Reynir Tómas en sú tækni miðar að því að finna kjarnaeggja- hvítuefni veirunnar í stað þess að leita aðeins að frumubreytingum eins og verið hefur hingað til. „Ef við getum byrjað á því að bólusetja og gert svo eina krabbameinsskoðun um tuttugu ára aldur getum við valið út meiripart kvenna sem eru ekki sýktar og þær geta farið í eftirlit mun sjaldnar en verið er að gera í dag,“ bætir hann við. „Þá stöndum við eftir með minnihluta- hóp kvenna sem ekki hafa verið bólu- settar eða hafa sýkst af þeim HPV- veirutegundum sem bóluefnið nær ekki til og aðeins þeim konum þarf að fylgja betur eftir með hefðbundnum frumusýnum úr krabbameinsskoðun.“ Bóluefnið verður því mikil bylting ef vel tekst til með útbreiðslu þess. „Ekki má gleyma að bólusetja strák- ana líka því þeir eru líka með veiruna og smita hana við kynmök til stelpnanna,“ segir Reynir Tómas. Hann slær þó varnagla við of mikilli bjartsýni og segir að ólíklegt sé að hægt verði að finna mótefni gegn öllum tegundum veirunnar. „Við verð- um aldrei með hundrað prósent mögu- leika á að útrýma leghálskrabba- meini,“ segir Sigurður, „en bóluefnið þýðir að þorri kvenna verður nokkuð vel varður.“ Það gæti þó tekið fimm til tíu ár þar til gagnsemi bóluefnisins er komin endanlega í ljós og breytinga má vænta á krabbameinsskoðuninni. REYNIR TÓMAS GEIRSSON PRÓFESSOR: BÓLUEFNI GEGN LEGHÁLSKRABBAMEINI Kollvarpar krabbameinsleit REYNIR TÓMAS GEIRSSON Fagnar mjög nýju bóluefni gegn leghálskrabbameini sem hann telur vera mikil tímamót í krabbameinsleit kvenna. Í framtíðinni vonast hann til að þorri kvenna þurfi ekki að fara eins oft í leghálsskoðun og áður hefur verið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDLÁT Jón Ólafur Halldórsson, Birkiholti 4, Bessastaðahreppi, lést þriðju- daginn 14. mars. Guðmundur Kr. Björnsson (Deddi) lést í Kaupmannahöfn mánudaginn 13. febrúar. Guðrún Guðmundsdóttir, Kirkjubraut 58, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 11. mars. Einar Loftson, frá Neðra-Seli, Landsveit, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Land- spítala Fossvogi laugardaginn 25. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Unnur Þórðardóttir, Bröttuhlíð 4, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.00 Ágúst Helgason, húsgagna- bólstrari, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsunginn frá Lága- fellskirkju, Mosfellsbæ. 15.00 Sigríður Erlendsdóttir, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 15.00 Kolbrún Diego, Bergþóru- götu 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum, fékk kennsluforritið Stærð- fræðisnillingar – Tívolítölur að gjöf frá KB banka. Gaf bankinn tvö hundruð eintök af forritinu sem Umhyggja hyggst dreifa til veikra barna sem tengjast félag- inu. Tölvuleikurinn er spánýr og ætlaður börnum eldri en fimm ára til að þau geti á skemmtilegan hátt kynnst grundvallarþáttum stærð- fræðinnar. Að sögn Rögnu K. Marinósdóttur, sem er framkvæmdastjóri Um- hyggju, munu mörg börn grípa tækifærið með fegins- hendi til að bregða á leik en bæta sér um leið upp fjar- veru úr skóla vegna veik- inda sinna. Á myndinni afhendir Friðrik S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs KB banka, Rögnu tölvudiskana við hátíðlega athöfn. Með þeim á mynd- inni eru Valdís Guðlaugs- dóttir frá markaðsdeild KB banka og Ágúst Hrafnkels- son, formaður Umhyggju. ■ Tívolítölur gefnar börnum MERKISATBURÐIR 1657 Miklir jarðskjálftar skekja Sunnlendinga og þá sér- staklega í Fljótshlíð þar sem mörg hús féllu. 1942 Hiti skapast á götum Siglufjarðar þegar slær í brýnu milli heimamanna og breskra hermanna. 1926 Fyrsta eldflaugin, knúin með fljótandi eldsneyti, tekst á loft í Bandaríkjunum og flýgur í tvær og hálfa sekúndu. 1976 Harold Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands, segir skyndilega af sér eftir næstum átta ára setu. 1991 Bandaríska blaðamannin- um Terry Anderson er rænt í Beirút af liðsmönnum Hezbollah-samtakanna. Honum var sleppt 2.455 dögum síðar. UMHYGGJA Tekur við tölvuleikjum. AFMÆLI Páll M Stefánsson læknir er 57 ára. Unnur Dís Skaptadóttir dósent er 47 ára. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistar- maður er 36 ára. Rannveig Pálsdóttir læknir er 54 ára. Elskulegur faðir okkar, Sólon Lárusson járnsmiður og fyrrverandi kennari, andaðist 9. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnar Gísli Grétar Nella Einar Theodór Sólonsbörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Smári Hlíðar Baldvinsson Borg, Reykhólahreppi, sem lést aðfaranótt 10. mars, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Margrét H. Brynjólfsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, Guðmundar Guðmundssonar Hlíf II, Ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd annarra vandamanna, Rebekka Jónsdóttir og börn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.